Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1997, Side 8

Bjarmi - 01.12.1997, Side 8
ekki íyrir mat og aðstoðin er þá í formi matargjafa eða úttektarheimilda í stór- mörkuðum, eða fólk hefur ekki efni á að leysa út nauðsynleg lyf og þá veitum við aðstoð til þess. Unnið að undirbúningi matargjala í desember. Þá komum við að spurningunni um að ráðast að rót vandans. Velferðarþjóð- félagið okkar er auðvitað gott þjóðfélag á margan hátt og við búum við aðstæður sem ekki er hægt að líkja við hjá meiri- hluta þjóða heims. En þrátt fyrir það hafa ákveðnir hópar orðið útundan og það er auðvitað pólitísk ákvörðun og vilji sem þarf til að rétta hlut þeirra sem verst eru settir. Hvað þetta varðar þurf- um við að skapa réttlátara þjóðfélag og við sem höfum atvinnu og næg laun þurfum að vera tilbúin til að deila með okkur og rétta þeim hjálparhönd sem minna mega sín. Þetta þarf samfélagið að gera sem heild. Nú stendur y/ir árleg söjnun Hjálpar- stojnunarinnar. Að hverju beinist hún í ár? - Við sendum gíróseðla og bauka inn á heimilin eins og undanfarin ár. Yfir- skriftin að þessu sinni er: „Frelsi til að velja - hjálpum konum í þriðja heimin- um.“ Megináhersla verður lögð á stuðn- ing við konur. Það hefur sýnt sig að þróunaraðstoð sem veitt hefur verið konum skilar sér mun betur fyrir heild- ina en aðstoð sem eingöngu er veitt körlum. í skýrslu frá Sameinuðu þjóð- unum kemur skýrt fram að verði ekki breyting á og einhverju af þróunar- aðstoð og hjálparstarfi beint til kvenna sérstaklega þá verði litil breyting á efna- hagsstöðu hinna fátækustu i heimin- um. Talið er að um einn og hálfur milj- arður fólks í heiminum lifi undir fá- tæktarmörkum. Það er auðvitað afstætt hugtak en almennt er miðað við einn dollar eða um það bil 70 kr. á dag. Það getur auðvitað verið sæmileg upphæð í einu landi en ekkert í öðru. En af þess- um alfátækustu eru 70% talin vera kon- ur. Hér eru því gríðarleg verkefni að takast á við. Eru þetta næg rök Jgrir því að beina athyglinni nú eingöngu að konum? - í því sambandi má benda á að ofbeldi og ranglæti, ólæsi og vöntun á menntun, vannæring og skortur á heilsugæslu er mun oftar hlutskipti kvenna en karla. Konur í þriðja heiminum vinna oft óhóf- lega langan vinnudag en njóta engrar virðingar fyrir framlag sitt til heimilisins og samfélagsins í heild. Það endurspegl- ast síðan í réttindaleysi þeirra og fáum tækifærum til þess að hafa áhrif á eigin framtíð. Sagt hefur verið að ef konur fái ekki notið hæfileika sinna og tækifæra til jafns við karla verði engin fram- þróun. Með því að auka frelsi kvenna til að velja og ýta undir hæfileika þeirra bætum við ekki aðeins stöðu þeirra heldur er það vænlegasta leiðin til að ýta undir hagvöxt og alhliða þróun. Hér er ekki verið að tala um að gera vest- rænt jafnrétti að alþjóðlegri fyrirmynd, hver þjóð verður að finna lausn á því fyrir sig, heldur er verið að tala um að gefa konum það frelsi að þær geti valið sér framtíð og hlutverk í samfélginu og beitt hæfileikum sínum. Eitt af því sem farið hefur verið út í er að veita konum smálán til að koma á fót svolitlum iðnaði. Það hefur sýnt sig að lán sem konur fá til að koma á fót ein- hverju tekjuskapandi starfi fyrir sig og fjölskyldu sína skila sér yfir 95% til baka. Það er ekki sama reynsla hvað varðar lán sem veitt eru körlum. Sann- leikurinn er sá að í mörgum þróunar- löndum er það konan sem stendur fyrir heimilinu og aflar jafnframt oft mikilla tekna fyrir ijölskylduna sem heild. Körl- unum hættir oftar til að nota peningana fyrir sjálfa sig þótt ekki sé hægt að alhæfa neitt í þessu sambandi. Megináherslan nú er því að styðja konur með margvíslegum hætti. Við erum með verkefni á Indlandi þar sem verið er að þjálfa konur til sjálfsábyrgðar og til að taka framtíðina í eigin hendur. í Mósambík höfum við verið að byggja vatnsbrunna og það kemur konum til góða því það eru jafnan þær sem sækja vatnið fyrir fjölskylduna. Og nú ætlum við m.a. að einbeita okkur að menntun kvenna í Mósambík og smálánum til þeirra svo þær geti staðið á eigin fótum. Heldurðu að það sé jajnauðvelt að Já íslendinga til að gejajé til hjálparjá- tækum konum eins og að geja til hjálpar hungruðum bömum? - Það er sjálfsagt auðveldara að safna þegar um hörmungar er að ræða og fólk sér fyrir sér hugnursneyð og deyjandi böm. Þá erum við að tala um neyðar- aðstoð sem oft er nauðsynleg. En það er ýmislegt fleira að sjá í þróunarlöndum en hungrað og deyjandi fólk. Þar er fólk sem vill takast á við vandamál sín en vantar ofurlitla hjálp til þess að geta gert það. Þróunaraðstoð á auðvitað fyrst og fremst að vera hjálp til sjálfsbjargar. Öll þau smáu verkefni sem stofnanir á borð við Hjálparstofnun kirkjunnar eru 8

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.