Bjarmi - 01.12.1997, Page 9
að fást við hafa það að meginmarkmiði.
Verkefnin eru einnig upprunnin hjá
fólkinu sjálfu. Það hefur skilgreint
vanda sinn og það er einmitt mikilvægt
að svo sé þannig að við komum ekki frá
Vesturlöndum með einhverjar „patent-
lausnir" og segjum: „Svona á að leysa
vandann." Okkar hlutverk er að hjálpa
fólkinu að takast á við vandann og beita
sínum hæfileikum til að skilgreina hann
og setja forgangsröðunina upp sjálft.
Það ánægjulega við verkefnin okkar á
Indlandi og í Mósambík er að þar hefur
fólkið sjálft lýst vanda sínum og er þá
lika móttækilegra fyrir breytingum sem
þurfa að verða til að leysa hann. Þannig
eru líka miklu meiri líkur á að aðstoðin
skili sér sem varanlegar bætur íyrir ein-
staklinga. Ég hef oft sagt að í þróunar-
aðstoð eigum við ekki að hugsa bara
um heil samfélög, heldur einstaklinga.
Við þurfum að byrja á þvi að breyta lífi
einstaklinga sem síðan hafa áhrif út frá
sér og breyta samfélaginu í kringum sig.
Þannig getur það sem okkur finnst vera
tiltölulega lítil þróunaraðstoð haft varan-
leg áhrif og gefið mcirgfalt af sér.
Hvemig bregst þú við þeim viðhorfum
að verkefnin hér innanlands séu næg og
að við séum vart aflögufær fyrir aðra?
Eigum við ekkifullt ífangi með að láta
kærleikann til náungans ná til þeirra
sem standa okkur næstir?
- Við fáum oft að heyra að það sé
nær að sinna hjálparstarfi hér innan-
lands. Margir halda jafnframt að
Hjálparstofnun kirkjunnar sinni ein-
göngu hjálparstarfi erlendis þótt mikið
hafi verið fjallað um hjálparstarfið hér-
lendis í fjölmiðlum, einkum siðustu ár-
in. Ég vil benda á að það er ekki hægt
að setja samasemmerki milli þess
vanda sem við erum að fást við hér á
landi og þeirrar fátæktar og örbirgðar
sem við er að etja víða í þróunar-
löndum, t.d. á Indlandi eða í Afríku.
Við eigum heldur ekki að setja neitt
samasemmerki þar á milli og annað
útilokar ekki hitt. Ef við hugsum málið
út frá kristilegum kærleika eða
mannúðarhugsjón þá sjáum við strax að
okkur ber að sinna hvoru tveggja. Þá
komumst við að raun um að ábyrgð
okkar er bæði á náunganum í næsta
húsi og einnig þeim sem eru fjær og
búa við allt aðrar aðstæður en við og
hafa enga til að leita til um hjálp.
Sannur náungakærleikur birtist í því
að við gerum ekki þarna upp á milli
heldur leitumst við að hjálpa þeim sem
eru hjálpar þurfi bæði nær og fjær. Við
getum líka orðað þetta svo að hver og
einn sem þarf á hjálp eða aðstoða að
halda og ég hef tækifæri til að hjálpa,
hann er náungi minn sem ég á að bera
umhyggju fyrir. Hjálparstofnunin er þá
tæki eða farvegur fyrir þá sem vilja
hjálpa náunga sínum bæði hér á landi
og í fjarlægum löndum
Hvernig tengir þú starfsemi Hjálpar-
stofnunarinnar við boðskap Jesú Krists
og starfið nú í desember við jólaboð-
skapinn?
- Kristur kom til þessarar jarðar til
þess að kalla menn til fylgdar við sig.
Hann kom til að gefa líf sitt íyrir syndir
okkar og reis upp frá dauðum svo við
gætum eignast eilíft líf. Hann er gjöf
Guðs til okkar mannanna. Fagnaðar-
erindið boðar okkur þennan sannleika
en það kallar okkur einnig til þjónustu
við Guð og náungann. Sannur kristin-
dómur hlýtur því að kalla til ábyrgðar
og þjónustu. Þess vegna er það eðlileg
aíleiðing þess að fylgja Kristi og trúa á
hann að bera umhyggju fyrir náungan-
um. Kristur er okkur fyrirmynd í þessu
efni. Hann bar umhyggju íýrir þeim sem
hann umgekkst og gaf sjálfan sig til að
frelsa okkur mennina. Hann sendir
okkur síðan áfram með boðskapinn,
ekki bara i orði heldur einnig í verki.
í desember, þegar við hugleiðum sér-
staklega fagnaðarboðskap jólanna um
gjöf Guðs til okkar, er eðlilegt að við
stöldrum við og íhugum í hvaða skuld
við erum og hvernig við getum sýnt
þakklæti okkar til Guðs og manna með
þvi að rétta þeim hjálparhönd sem eru í
þörf fyrir það. Kristniboð hefur alltaf
verið með þeim hætti, bæði hér á landi
og annars staðar, að það fer saman að
vitna um kærleika Guðs í orði og sýna
hann í verki. Til þess erum við kölluð.
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur unnið að því að þjálfa konur á Indlandi til sjálfsábyrgðar.