Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1997, Page 10

Bjarmi - 01.12.1997, Page 10
Jón Ármann Gíslason Jólahald hjá Hj álpræðishernum Rætt við hjónin Ingtbjörgn Jónsdóttnr og Óslccir Jónsson Flestir íslendingar eru svo heppn- ir að geta haldið jólin hátíðleg í faðmi vina og vandamanna. Þó eru ekki allir svo lánsamir. Til er fólk sem af ýmsum ástæðum á þess ekki kost að gleðjast með öðrum á jólunum. Hjálpræðisherinn á íslandi hefur um árabil eða líklega allt frá stofnun boðið því fólki til málsverðar og jólasamveru á aðfangadagskvöld sem ekki á í önnur hús að venda. Til þess að upplýsa les- endur Bjarma lítillega um þetta starf fór blaðamaður á stúfana og ræddi stutt- lega við hjónin Ingibjörgu Jónsdóttur og Óskar Jónsson, sem án efa eru mörgum lesendum Bjarma að góðu kunn. Þau hafa áratugum saman verið leiðtogar í starfi Hjálpræðishersins á íslandi og borið hita og þunga af þessari jólagleði á aðfangadagskvöld, allt fram á síðustu ár. Þau ætla sér mjög eindregið að taka þátt í jólagleðinni í ár, rétt eins og venjulega. Við skulum gefa Óskari orð- ið: Við höfum haft skipulagðan jóla- fögnuð hjá okkur svo lengi sem ég man. Það hefur verið upp og niður með aðsókn hjá okkur. Ég man að þegar ég var ungur, þá þurftum við alltaf að gera í stand samkomusalinn til að fá pláss, en þegar Vernd byrjaði að bjóða fólki til sín, þá minnkaði aðsóknin til muna hjá okkur og við færðum okkur niður á gistiheimilið. Síðustu árin höfum við aftur fært okkur í samkomusalinn og verið nokkuð mörg þar. Fólkið sem kemur til okkar er yfirleitt útigangsfólk eða einstæðingar, eða fólk sem hefur ekki efni á að halda jól. Hér áður fyrr voru líka margir sem ekki áttu nein betri föt að fara í fyrir jólin. Menn voru þakklátir fyrir það að geta fengið ný föt hjá okkur. Þá eru útlendingar meira farnir að koma því að það er auðvitað allt lokað um jólin og þeir geta hvergi keypt sér mat. Þeir eru steinhissa á því. Það er líka mikið af útlendingum hjá okkur í gistingu yfir jólin. í fyrra sóttum við heila erlenda skipsáhöfn inn í Sunda- höfn og þeir voru mjög snortnir. Þeir skrifuðu okkur síðan og spurðu: „Hvers vegna voruð þið svona glöð? Það er eitthvað mikið sem þið eigið!“ Þá höfum við verið í samstarfi við fangahjálpina Vernd síðustu ár því að þeir misstu sitt húsnæði. Hanna Johannessen hefur haft umsjón með þessu af þeirra hálfu og hefur samstarfið við þau verið ákaílega gott. Fjöldi matar- gesta er yfirleitt um eða yfir hundrað manns en er þó nokkuð rokkandi frá ári til árs. Áður fyrr kom mikið af bömum en nú heyrir það til undantekninga Stemmningin er yfirleitt mjög góð og hátíðleg. Við byijum á þvi að lesa jóla- guðspjallið, stundum á mörgum tungu- málum ef þess þarf. Svo syngjum við borðvers og borðum síðan jólamatinn og tökum til þess góðan tíma. Síðan fara flestir upp í gistiheimilið meðan við tök- um borðin niður og setjum jólatréð fram á mitt gólf. Eftir það hóum við í liðið, göngum í kringum jólatréð, syngjum jólasálma og förum í leiki. Margir fella tár þegar við syngjum „Heims um ból“, hver á sínu tungumáli. Allir fá sinn eig- in jólapakka, líka smávegis sælgæti og ávexti. í pakkanum er yfirleitt eitthvað sem fólk getur notað, svo sem nærföt eða slifsi, hanskar, sokkar eða rakspíri. Þegar fólkið er orðið þreytt á göngunni er því öllu boðið í kaffi og kökur. Fólkið er yfirleitt mjög þakklátt og ánægt. Stund- um kemur fyrir að fólk líti inn í heimsókn þegar borðhaldi er lokið, bara til þess að kíkja á mannskapinn. Það er til dæmis ein fjölskylda sem ekki tilheyrir hemum sem hefur oft komið í heimsókn til okkar og hefur boðist til að hjálpa okkur þetta árið. Við erum alltaf með söfnun í gangi fyrir jólin, en til þess að diýgja þá pen- inga sem þar koma inn njótum við mikils Fólkið sem kemur til okkar er yfirleitt útigangsfólk eða einstæðingar, eða fólk sem hefur ekki efni á að halda jól. Hér áður fyrr voru líka margir sem ekki áttu nein betriföt aðfara ífyrirjólin.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.