Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Síða 12

Bjarmi - 01.12.1997, Síða 12
Katherine Williams Kvöldið sem Mcitteus sagði: að er þriðjudagskvöld og ég er á vakt á hæli safnaðarins okkar fyrir heimilislausar konur og börn. Við orðum það þannig okkar á meðal að ég „sé með með hælið“ þessa kvöldstund. Ég er þegar farin að finna svitann renna niður hnakkann þvi konumar em stífar á því að hitastillir- inn sé stilltur á miðbaugshita. Orð- bragðið í kring um mig gæti „sómt sér vel“ í einangrunarklefa hvaða geðsjúkra- húss sem væri. Snarrugluð móðir hefur tvisvar gengið í skrokk á baminu sínu. Þegar ég reyni að ganga á milli belgir hún sig alla upp og bölvar mér hástöf- um skrækum rómi. Krakkinn hniprar sig saman uppi í rúmi, reynir að leita þar skjóls fyrir ósköpunum. Ég sé ekki betur en að öll bömin séu skítug í framan og flest eru þau með kvef. Horstrengirnir úr nösum þeirra segja sína sögu um það. En þó er það annað sem fer enn meir í taugamar á mér: Börnin virðast gjörsamlega laus við tilfinningu af að persónulegu frelsi þeirra séu nokkur takmörk sett. Þau skriða á mér allri og klístrugar kmml- umar kafa niður í vasana og budduna mína. „Slepptu þessu segi ég! Þú átt þetta ekki!“ og aðrar setningar í líkum dúr skila litlum árangri. Og ekki botna ég í þeim áhuga sem þau hafa á hárinu mínu. Þann vanda leysi ég með því að láta þau sækja hárbursta svo þau geti unað sér við að lagfæra á mér hárið. Ég á að skila ritgerð á næstunni. Skilafresturinn nálgast óðum og ég seil- ist því í Bibliuna mína og reyni að vama þvi að krökkunum takist að komast yfir hana því þau teygja sig öll í þá áttina. Og svo fer ég að lesa fyrsta guðspjallið, ritað af Matteusi guðspjallamanni, en um það á ritgerðin að fjalla. Ég kemst klakklaust gegnum sæluboð- animar. í þvi sem á eftir kemur í Fjall- ræðunni ónáðar aðeins eitt mig. Það sem þar segir um bænina snertir við samviskunni. Ekki svo að skilja að ég láti freistast til að biðja á gatnamótum. En sú hugsun læðist að mér að ég biðji ekki nóg í einrúmi. Eiga orð Jesú um það efni kannski brýnt erindi við mig? Áfram með lesturinn! En fyrst verð ég að sinna því að litilli hönd hefur tekist að krumpa eina blaðsíðuna. „Svona, þetta er mín bók! Ég verð að lesa hana núna! Hættu nú þessum látum og finndu þér heldur eitthvað annað að leika þér að!“ Og svo er að þeysast áfram með lesturinn. Þarna koma dæmisög- urnar hver af annarri. Og þær eru nú aldeilis í uppáhaldi hjá mér. Og hver kapítulinn tekur við af öðmm. Ég nálg- ast lok guðspjallsins þegar Matteus stekkur allt í einu út úr textanum og segir: „Þar náði ég þér loksins!": „Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: „Farið frá mér, bölvaðír, i þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og ámm hans. Þvi hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn var ég en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitj- uðuð þér mín.“ Þá munu þeir svara: „Herra, hvenær sáum við þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki?" Hann mun þá svara þeim: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér“ (Matt. 25,41-45). Allt í einu skilst mér að ég sé ekki að- eins sek heldur hafi Matteus hér bent á veikleika og uppsprettu uppreisnar í skaphöfn minni og að afleiðingar þessa veikleika og þessarar uppreisnaráráttu megi sjá t.d. í því hvemig ég sinni starfl mínu á hælinu. Starf mitt felst i raun í að „klæða hina nöktu" og „gefa hungr- uðum að eta“. En ég get ekki einu sinni stært mig af því að ég „bjóði gestina velkomna". Ég vildi helst komast hjá þvi að vera hér. En ég er að reyna að full- nægja trúarlegri skyldukvöð! Guð bjargi okkur frá fólki sem sinnir trúarlegum líknarstörfum eins og ég. Ég ber engan kærleika til þessara barna. Ég sé eftir stundunum sem ég eyði héma og verð því fegnust þegar ég slepp við að vera notuð áfram eins og vasaklútur. Mér gremst að horfa upp á hvemig foreldrar barnanna hérna vanrækja uppeldis- skyldurnar og ég er meira en lítið ánægð með að ég skuli sjálf vera þeim fremri sem foreldri. Ég reyni að komast hjá að leiða hugann að þvi hvemig mér myndi vegna ef börnin hér væru mín eigin og þetta hávaðasama hæli heimili okkar. Ég hef víst einhvem veginn misst af því að þessi kafli í Matteusarguð- spjalli eigi nokkurt erindi til mín. Og það sem verra er: Ég hef skipað mér í raðir faríseanna sem Jesús gat ekki fellt sig við. Ég hefði svo sannar- lega kosið að vera heima svo ég gæti skrifað ritgerðina í friði og ró án tmfl- andi áhrifa. Það er svo erfltt að auðsýna kærleika þegar alltaf er verið að ónáða mann. Hér grillir í „víglínuna" milli Matteusar og mín. Hjá honum skiptir afstaða hjartans mestu máli. Áður en ég

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.