Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1997, Page 15

Bjarmi - 01.12.1997, Page 15
jörð. Orðið varð hold. Verður það útskýrt með þeim hætti að allir meðtaki? Það er hægt að skrifa lærðar greinar og reyna að íinna ástæðu þess að frelsari mannanna fæddist í gripahúsi en ekki i venjulegu húsi, - og jafnvel ekki í gistihúsinu og Betlehem þar sem þó var leitað skjóls. En það tekur ekki á kjamanum. Á klaufa- legri íslensku væri hægt að segja: Maður verður sjálfur tekinn af kjamanum. Engillinn segir ekki: „Farið og leitið að baminu“ (og þar með hvorki í skráðum frásögnum né sungnum sálmum), held- ur segir hann: „Þér munuð finna ung- bam, reifað og lagt í jötu.“ Þér munuð finna. Þar er stofn fagn- aðarins á jólunum. Þar er dýpt gleðinnar mest. Og öll sú gleði sem við reynum að miðla og þiggja á jólum er fædd þar sem við finnum bamið. Það er friður á jörðu. Ekki vegna þess að einhvers staðar hefur kannski tekist að semja frið á ófriðarsvæðum á þessum jólum. Það er alveg sama hversu oft við syngjum með englunum um frið á jörðu, hann var samt ekki fyrir tvö þúsund ár- um og er ekki enn, hvorki meðal þjóða né einstaklinga. Það er friður á jörðu vegna þess að hann er kominn í heim- inn og hefur verið lagður í jötu. Og sá jólafriður „býr með oss“ vegna þess að við höfum tekið á móti honum - fundið hann. Við flnnum það sem við leitum að hvergi nema hjá Jesú sjálfum. Og það em jólin. Það er fögnuður jólanna, hinn hljóðláti fögnuður sem gagntekur alla veru manns eins og bráðni ís og losni klakabönd jarðar í vorvindi. Hann þína tötra tók á sig, að tign Guðs dýrðar skrýði þig Siðir breytast og viðhorf. Eitt af því sem 68-kynslóðin skildi eftir sig var breytt viðhorf til klæðnaðar. Það varð hallæris- legt að eiga spariföt, hvað þá að fara í þau. Gáfumenn gengu ekki fínir heldur hversdagslega klæddir og helst í galla- buxum - alla daga. Einn fylgifiskur þessa skilnings varð neitkvætt viðhorf til þess sem þá er kallað óþarfa um- stang um jól eða á hátíðum yfirleitt. Það er rétt. að yfirborðsmennska hæfir ekki hinum kristnu. En það sem einum er sýndarmennska er öðrum sannfæring. Þessvegna skulum við horfa dýpra. Þótt það sé reyndar Guð, sem skapar manninn og fötin skapi ekki nokkurn hlut, - og þessvegna skipti auðvitað í sjálfu sér engu hverju klæðst er, þá fýlgir samt sú breyting þessari þróun, sem hér var nefnd, að hinum skapandi mætti, sem gerir hátíð úr hversdags- leikanum, er hafnað. Hátíð er auðvitað fyrst og fremst „andlegt ástand“ en nákvæmlega af sömu ástæðu og við beygjum líkamann til hlýðni við andann þegar við biðjum bænar, afmörkum við hátíðina mitt í hversdagsleikanum með ytri táknum. Við tökum til og búumst í betri föt. Jólin eru sérstakt tilefni til þess: Hann kemur. Heiðursgestur jólanna kemur og ég bý mig í mitt besta skart til þess að taka á móti honum. Þannig getum við með einfaldri og hversdagslegri athöfn hugleitt að nýju að Guðs sonur steig niður úr dýrð himn- anna og tók á sig mannlegt hold. Ekki aðeins reifarnir og jatan heldur hinn jarðneski líkami sjálfur eru tötrar einir miðað við dýrð Guðs. En með því að hann fæddist í holdi urðu hinir mann- legu tötrar að tignarklæðum. Það er verk Guðs og enn eitt þakkareíni jólanna. Umhugsunin um jólafötin getur líka haldið áfram. Það er öllum vitanlegt að ekki er nóg að klæðast hreinum fötum heldur þarf að lauga líkamann. Engin föt megna að fegra eða fela syndugan líkama. Ekkert hylur bresti nema faldur- inn á kyrtli Jesú Krists. Engin brúð- kaupsklæði duga í brúðkaupsveislu himnanna nema það eitt að íklæðast Jesú Kristi. Og einhversstaðar, oftast dulin, leynist að baki kunnuglegra siða um j ólahreingerningar og fatasaum og kaup eftirvæntingin og löngunin að mega taka á móti frelsaranum með þeim hætti sem honum hæfír þegar hann kemur. ... og hvað mun syngja englaraustin blíða? Hún syngur enn sama textann. Um dýrð Guðs föður. Um frið á jörð. Um föðurást á bamahjörð. Og við, öll hjörð- in, eigum að syngja þetta sama dýrðar- lag Guðs engla á meðan líf lifír í æðum, meðan tungan má sig hræra og hjartað sig bæra. Nýtt kvœði af stallinum Kristi Við stallinn hvíla kind og kýr, þœr kúra lágt við jötu. Par sefur nú vor Drottinn dýr, þótt duni harkið götu. „Ó, sonur kœr, nú sofog dreym því senn fer Ijós um allan heim. Ó, Jesús, jólabarnið. “ Enn streymir fjöldi fólks hér að. Nú fagna himnar sœlir! Minn kæri Jósef, heyr þú það sem þessi hópur mœlir: „Messías, það er mikið nafn og máttur hans er engu jafn. Ó, Jesús, jólabarnið. “ Nú gleðjast sérhver góðfús kann. Vor Guð á jörð erfœddur. í trú og lofgjörð tignum hann sem tötrum manns er klœddur. Og dýrmœtt er það blessað barn sem brœðir ískalt sálarhjarn. Ó, Jesús, jólabarnið. Annað stallkvæði til vöggusöngs Sof þú, minn kceri, syngur María, þú sonur Guðs í sœlli ró. Himnanna gullnu hlið eru opin og englafjöld er allt um kring. Niðdimman dvín við dýrðarsöng. Sofþú, minn Ijúfur, sofvœrl og rótt. Köld er hér nóttin. Kúrir í heyi hinn ungi sveinn sem Orð Guðs er. Uxi og asni álengdar standa. Hljóðnar nú rödd frá himna sal. Dreymi þig vel, mín dýrust gjöf. Dvel þú í svefni uns dagur rís. Sof meðan húmið hylur foldu. Dagur er nœr og náðartíð. Friður af hœðum fœðist á jörðu. Dýrð þín, ó, Guð, er dýrð í heim. Krýpur mín sál í sœlli trú, við jötu þína, ó, Jesúbarn.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.