Bjarmi - 01.12.1997, Side 16
A mörkum lífs og
Fimmtudaginn 21. nóvember 1996 gekkst Sigvaldi Björgvinsson undir
mikla og flókna aðgerð þar sem skipt var um lifur í honum. Nokkr-
um mánuðum áður höfðu þau Sigvaldi og Edda Ýr tekið þátt í dauða-
striði móður Eddu og fylgt henni til grafar í lok júlí sama ár. Þau
voru flutt úr Dalselinu þar sem þau höfðu átt heima en nýja heimilið við
Vesturás var enn hálfkarað og búslóðin öll í kössum í bílskúmum þar. Athvarf
áttu þau í Sigluvogi þar sem Edda hafði alist upp en nú var ljóst að Sigvaldi
hafði hvorki heilsu né krafta til að vinna við nýju íbúðina eins og til stóð og
von var á fjölgun í fjölskyldunni í byrjun næsta árs. Ófrisk og í sárum eftir
móðurmissinn horfir Edda upp á mann sinn þjást og veslast upp. Hvað skyldi
framtíðin bera í skauti sér? Milli vonar og ótta verða þau að láta hverjum degi
nægja sína þjáningu.
Sigvaldi Björgvinsson er 34 ára sölu-
maður sem starfað hefur í rúm 10 ár hjá
Guðmundi Arasyni ehf. Kona hans,
Edda Ýr Guðmundsdóttir, er 28 ára
sjúkraþjálfari og starfar á Endurhæfing-
ardeild Landspítalans. Þau tóku því
bæði vel að gefa lesendum Bjarma hlut-
deild í reynslu sinni, ótta, von og trú.
Æska og fyrstu kynni
Það er liðið tæpt ár frá lifrarígræðslunni
þegar spyrill Bjarma knýr dyra hjá þeim
Eddu og Sigvalda þar sem þau hafa bú-
ið sér snoturt heimili á friðsælum stað
við Vesturás í Árbænum. Móttökur eru
hlýjar. Þau líta bæði vel út, virðast glöð
og sátt við lífið og hið sama má segja
um soninn, Davíð Amar, sem er þriggja
ára og þegar farinn að annast og gæta
litlu systur, Berglindar Elvu, sem er að
taka sín fyrstu skref þessa dagana.
Ekkert bendir til þess að hér búi fjöl-
skylda sem árinu áður háði tvísýna bar-
áttu á mörkum lífs og dauða. Þau em
fyrst spurð um æskustöðvar, áhugamál
og þeirra fyrstu kynni.
S: Ég er næstyngstur í hópi fjögurra
systkina. Alinn upp i Keflavik, í Smára-
túninu, alltaf á sama stað. Ég var í húsi
nr. 42 en vinur minn Ársæll Aðalbergs-
son, sem nú er formaður Skógarmanna
KFUM, bjó í húsi nr. 46. Við lékum
okkur oft saman og vomm jafnan kall-
aðir Silli og Sæli. Þau gælunöfn loða við
okkur enn.
E: Mínar æskustöðvar voru í Siglu-
voginum í Reykjavik og eins og Silli þá
átti ég alltaf heima á sama stað, allt þar