Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 18
Sigvaldi eins og hann leit út daginn fyrir
aðgerðina í Svíþjóð.
grennast, hélt illa niðri mat og hafði
stöðugan kláða. Þetta ágerðist stöðugt
og síðustu sjö til átta vikumar áður en
ég fór út í aðgerðina gat ég lítið nærst.
Það var helst að malt og poppkom héld-
ist niðri í mér. Allur venjulegur matur
fór jafnharðan niður af mér og ég þurfti
kannski að fara fimmtán til tuttugu
sinnum á klósett á sólarhring! Þetta var
óneitanlega svolítið erfitt og á þessum
síðustu vikum léttist ég um tæp átján
kíló, eða um rúm tvö kíló á viku! Ég fór
í aðgerð hér heima þar sem gerð var til-
raun til að víkka gallgangana. í fáeina
daga leið mér betur en síðan sótti allt í
sama far aftur. Að síðustu var staðan
orðin sú að gallgangarnir virtust alveg
lokaðir og „endurvinnslan" að gefast
upp! Maður var dálítið slappur þá. Þá
var orðið ljóst að min eina von til lífs
væm lifrarskipti. Ég þurfti þvi að kom-
ast sem fyrst út i svokallað lifrarmat þar
sem ég yrði samþykktur á biðlista sem
væntanlegur líffæraþegi. En þá vildi
þannig til að samningur við sjúkrahúsið
í Gautaborg var mnninn út og til stóð að
semja við Kaupmannahöfn. Um tíma var
þvi talsverð óvissa um það á hvom stað-
inn ætti að senda mig og málið velktist í
kerflnu á meðan mér hrakaði stöðugt.
Erfiður biðtími
Ég spyr Eddu hvernig henni hafi liðið
þann tíma sem Silli þurfti að bíða eftir
að komast í lifrarmatið.
E: Mér fannst það alveg rosalega erflður
tími. Silli var hættur að geta unnið full-
an vinnudag og þá er eitthvað að hjá
Silla. Síðustu dagana lá hann að mestu
rúmfastur og hann klæjaði hræðilega,
hvort heldur að nóttu sem degi. Þessi
kláði sem Silli hafði var enginn venju-
legur kláði. Hann risti svo djúpt að það
var einhvem veginn engin svölun fyrir
Silla að klóra sér á venjulegan hátt.
Hann þurfti helst hníf eða eitthvað odd-
hvasst sem gat ert hömndið nógu mikið.
Ég sá hvemig Silli missti smám saman
allt þrek og var orðinn svo gulur, horað-
ist hratt og leið kvalir. Það var líka mjög
erfitt íyrir litla drenginn okkar að horfa
upp á pabba sinn svona veikan. Silli
sem hafði alltaf verið sá hressasti fram-
úr á morgnana og alltaf til í eitthvert
fjör. Undir það síðasta átti Silli orðið
verulega erfitt með að sinna honum.
Davíð Amar hafði líka stuttu áður fylgst
náið með veikindum ömmu sinnar, en
við bjuggum hjá henni síðustu vikumar
sem hún lifði. Nú horfðum við upp á að
Silla versnaði og versnaði og ekkert var
að gerast. Við vorum bara að bíða á
meðan einhverjir voru að ákveða það
hvort hann ætti að fara til Gautaborgar
eða Kaupmannahafnar. Á sama tíma
var ég að reyna að róa fólkið í kringum
okkur þó að ég væri ofsalega áhyggjufull
sjálf. En ioks fengum við staðfest að við
ættum að fara til Gautaborgar og ég
man hvað mér létti þá mikið. Loksins
var eitthvað að gerast.
„Þessir þrír til fimm dagar
urðu tveir mánuðir!"
Hvenær farið þið svo utan?
S: Við fömm út mánudaginn i8. nóv-
ember og ég byija í rannsókn strax næsta
morgun. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og
Inga Þóra Geirlaugsdóttir höfðu boðið
okkur að vera hjá sér á meðan á rann-
sókninni stæði og tóku þau alveg ein-
staklega vel á móti okkur og veittu
ómetanlegan stuðning, en sr. Jón gegndi
um þetta leyti stöðu sendiráðsprests í
Gautaborg. Við reiknuðum með að
rannsóknin tæki svona þrjá til fimm
daga eða í mesta lagi viku og að síðan
yrðum við að fara aftur heim til íslands
til að bíða nánari meðferðar. Þess vegna
skildum við Davíð Amar eftir hjá systur
Eddu heima á íslandi því það stóð aldrei
annað til en að þetta yrði bara stutt
„tékk“. En annað kom á daginn. Á mið-
vikudeginum kemur læknirinn til okkar
Eddu og fer að ræða við okkur um líf
okkar, hvað við hyggjumst gera, hvemig
heimilisaðstæður séu o.s.frv. Allt í einu
spyr hann mig hvað ég myndi gera ef
mér biðist lifur. Ég segi við hann: „Hef ég
einhveija aðra möguleika?“ „Nei, ég sé
það nú ekki,“ segir hann og útskýrir
nánar hversu sjúkdómur minn sé alvar-
legur. Þá svara ég honum eitthvað á þá
lund að ég sé vanur að msla þeim hlut-
um af sem þörf er á hveiju sinni og að
ég vilji helst mmpa þessu í gegn! Hann
brosti og virtist svolítið ánægður með
svarið. Þetta var rétt fyrir hádegi en á
slaginu tólf hringir boðtækið hans og ég
segi svona í gamni við hann að nú sé
verið að tilkynna honum að það sé komin
lifur handa mér. Hann hló og segir að
það sé verið að kalla á sig í hádegismat.
Ég held síðan áfram í rannsóknum
þennan miðvikudag og við Edda komum
ekki til sr. Jóns og Ingu fyrr en rétt fyrir
kvöldmat. Það átti að vera íslenskur
fiskur í matinn en um það leyti sem við
erum að setjast til borðs hringir síminn.
Sr. Jón svarar en kallar síðan á mig. Ég
fer í símann og heyri að þetta er sami
læknir og hafði talað við okkur rétt fyrir
hádegið. Hann tjáir mér að það sé 99%
öruggt að það sé komin lifur og spyr
mig hvað ég vilji gera, hvort ég vilji fara í
aðgerð. Ég þurfti ekkert að hugsa mig
Daginn eftir lifrarskiptin. Kominn af
gjörgæslunni niður á stofu.