Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Síða 25

Bjarmi - 01.12.1997, Síða 25
Kristniboðarnir Margrét Hróbjartsdóttir og Benedikt Jasonarson. Liðin eru fjörutíu ár síðan þau fóru fyrst til Eþíópíu. haustið settist hann á skólabekk í kristniboðaskólanum á Fjellhaug í Osló, helsta skólasetri Norska lútherska kristniboðssambandsins. Þar beið hans sex ára nám. Borin og barnfædd á kristniboðsheimili Hróbjartur Ámason burstagerðarmaður var einn af stofnendum Kristniboðssam- bandsins 1929 og gegndi gjaldkerastöðu í fyrstu stjóm þess og til dauðadags en hann lést fyrir aldur fram 1953. „Pabbi brann af áhuga á kristniboði meðal heiðingja," segir Margrét. „Heimili okkar var kristniboðsheimili. Pabbi bað fyrir kristniboðinu og sagði okkur börn- unum frá þvi. Kristniboðið síaðist inn í mig og kærleikurinn til þess vaknaði. Þegar ég var 13 ára var ég á „þijósku- skeiði“ og vildi losna undan áhrifavaldi foreldra minna. En það breyttist. Ég fór á kristilegt skólamót árið eftir og þar tók ég ákvörðun um að fylgja frelsaranum. Ég var svo orðin 15 ára þegar leið mín lá á biblíunámskeið í Vatnaskógi. Dvölin þar hafði djúp áhrif á mig, einkum biblíu- lestrar og frásögur Sigrid Kvam, norskrar konu sem starfað hafði árum saman í Kína. Þá fannst mér Guð tala til mín öðruvísi en áður og kristniboðið varð mér á nýjan hátt hjartans mál.“ Margrét lýkur prófi frá Verslunar- skólanum og er sífellt að biðja Guð að leiða sig og veita sér staðfestingu á þvi hvort hún eigi að helga sig kristniboð- inu eða ekki. Svo kynnist hún Benedikt Jasonarsyni — og þá er teningunum kastað. Þau gengu í hjónaband 1954. Fyrstu íslensku kristniboðarnir í Konsó, þau Kristín Guðleifsdóttir og Felix Ólafsson, komu til Eþíópíu árið 1953 en Felix var bekkjarbróðir Benedikts á Fjell- haug í Osló. Þau sáu fljótlega hversu margir meðal fólksins voru illa haldnir af sárum og sjúkdómum og skrifuðu hing- að heim og sögðu frá þörfinni á hjálp. Ingunn Gísladóttir hjúkrunarkona var þá send út til starfa. Um það leyti var hér ströng skömmtun á gjaldeyri og það seinkaði því að Margrét og Benedikt gætu líka farið til Eþiópíu. Þau biðu þvi um sinn en í ágúst 1957 kveðja þau íslenska kristniboðsvini og halda til „fyrirheitna landsins" eftir tæplega eins árs málanám í Englandi. „Þetta byijaði sem sé hjá mér einkum í KFUM,“ segir Benedikt. „Þar var eðli- legt að hugsa og tala um kristniboðið. Og þrír okkar, sem gengum í Kristniboðs- flokk KFUM, höfum farið út á heiðingja- akurinn, við Felix og svo Jóhannes Ólafsson læknir. Hann er reyndar enn þá í Eþíópíu." Þarna áttum við að vera Benedikt leggur áherslu á hversu mikils virði það sé fyrir þann sem starfar á meðal heiðingja að hafa fengið köllun til hlutverksins. Án hennar hefði hann ekki orðið kristniboði. Og Margrét tekur í sama streng. „Vissan um að Drottinn væri að kalla okkur vakti í hjarta okkar mikla gleði, þakklæti og eftirvæntingu — og sann- færingu um handleiðslu hans. Og svo gaf þessi vissa okkur styrk þegar á móti blés. Aðstæðumar voru afar ófullkomn- ar í Konsó og heiðnin hræðileg. En Guð tók í burtu allan ótta og sú trú að þama ættum við að vera haggaðist ekki. Okkur er í fersku minni frá fyrsta starfstímabili okkar þegar seiðmenn- imir í nálægum þorpum börðu bumbur fram á nótt. Það kom fyrir að hýenur góluðu rétt við húsvegginn hjá okkur í myrkrinu. Ég varð stundum andvaka — en við vomm aldrei hrædd. Við vissum að við vomm send til Konsó til að boða fagnaðarerindið um ljós heimsins sem hrekur í burtu myrkrið. Og það stór- kostlega gerðist: Heiðingjar tóku við orðinu og létu frelsast. Ríki Guðs óx.“ Aðstæðumar voru afar ófullkomnar í Konsó og heiðnin hræðileg. En Guð tók í hurtu allan ótta og sú trú að parna ættum við að vera haggaðist ekki.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.