Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 26
Benedikt spjallar við heimamenn í Bedengeltú, þorpi í nágrenni kristniboðsstöðvarinnar í
Konsó. Nú reisa menn ekki aðeins kringlótta kofa heldur líka hús á ferhyrndum grunni með
bárujárnsþaki.
Sumtféll í góða jörð
Fljótlega eftir komuna á kristniboðs-
stöðina tók Benedikt að halda biblíu-
lestra og námskeið auk boðunarstarfs-
ins. Nú er þar biblíuskóli. Árangur
kristniboðsins hefur orðið mikill. „Kristn-
ir menn í Konsó eru 26-27 þúsund,"
segir Benedikt og bætir við að kirkjur
séu ekki aðeins á stöðinni heldur á víð
og dreif um héraðið. Skipulagðir söfn-
uðir eru 84 talsins. Víða er mjög góð
kirkjusókn og margir sjálfboðaliðar að
verki auk launaðra starfsmanna.
„Það er mikið þakkareíni að safnaðar-
fólk í lúthersku kirkjunni er áhugasamt
um að breiða út trúna. Konsómenn eru
þar engin undantekning. Þeir hafa m.a.
lagt lið í Voitó og Ómórate, langt suður í
landi, eins og íslenskum kristniboðs-
vinum er kunnugt. Nú eru 2,1 milljón
manna í lúthersku kirkjunni í landinu.
Hún á marga góða forystumenn." Og
lesendur Bjarma vita að engin lúthersk
kirkja i heiminum vex eins hratt og sú í
Eþíópíu. Kirkjan stjómar sjálf starfi sinu
og hún er eigandi kristniboðsstöðvanna.
Börn í neyð
Margrét hafði ekki lært hjúkrun þegar
þau hjónin fóm í fyrsta sinn út á akur-
inn. Hjúkrunarnámi lauk hún 1968 og
hefur hún starfað síðan sem hjúkmnar-
fræðingur, nú síðast á sjúkraskýlinu í
Konsó. „Sjúkraskýlið er eiginlega spítali.
Þar eru 20 rúm, og göngusjúklingar em
stundum á annað hundrað á dag. Ég
sinnti sérstaklega vanfæmm konum og
vannæðrum og ranglega nærðum böm-
um auk annarra sjúklinga, bæði þar og
í sex þorpum. Bömin vom mörg mjög
illa haldin og stafaði það fyrst og ffemst
af rangri meðferð og vanþekkingu for-
eldranna.
Mæðurnar fá ekki að vera kyrrar
heima með nýfædd börnin nema þrjá
fyrstu mánuðina en þá ber þeim að fara
út á akrana og hjálpa til þar. Litlu böm-
in fá þvi ekki móðurmjólkina allan dag-
inn og þeir sem em með þau heima gefa
þeim iðulega komsúpu, sem oft er geij-
uð, eða eitthvað annað sem er alls ekki
við þeirra hæfi. Það er þvi engin furða
þótt þau veikist og deyi. Auk þess er
fæða fólksins einhæf og stuðlar það að
sjúkdómum, ekki síst meðal bamanna.
Því var það hluti af starfi mínu að leið-
beina konunum um næringargildi ým-
issa fæðutegunda og kenna þeim að
elda hollan mat.
Vanfærar konur í áhættuhópi voru
lagðar inn á sjúkraskýlið og biðu þess
þar að fæða eða ekið var með þær til
nærliggjandi sjúkrahúss. Einnig var
sérstök deild fyrir berklasjúklinga og ef
faraldur geisaði af einhverju tagi voru
sett upp tjöld fyrir þá sjúklinga."
Starfsfólk sjúkraskýlisins i Konsó
bendir sjúklingunum á Jesú Krist og það
gerist oft að heiðingjar taka af sér töfra-
gripi og játa trúna á Jesú meðan þeir
dveljast þar til lækninga. Þeir halda
siðan heim og vitna um frelsara sinn.
Sumar konurnar í hópi kristniboð-
anna hafa tekið eþíópsk börn í fóstur.
„Við vomm að bjarga þeim frá dauða,“
segir Margrét. „Konsómenn vom einkum
áður fyrr þeirrar skoðunar að ef kona dó
af bamsfömm væri bamið haldið illum
anda sem valdið hefði dauða móður-
innar. Feðumir komu þá stundum með
bömin til okkar í von um að við tækjum
við þeim svo að þau dæju ekki en í
þeirra eigin húsum myndu þau deyja.
Litlu börnin fá pví ekki móðurmjólkina allan daginn
og peir sem eru með pau heima gefa peim iðulega
kornsúpu sem oft er gerjuð.
Það er mikið pakkarefni að safnaðarfólk í
lúthersku kirkjunni er áhugasamt um að breiða
út trúna. Konsómenn eru par engin undan-
tekning. Þeir hafa m.a. lagt lið í Voitó og
Ómórate, langt suður í landi.