Bjarmi - 01.12.1997, Side 27
Konur að störfum heima í þorpi. Konsófólkinu fellur sjaldan verk úr hendi.
Skömmu áður en við komum heim
núna í ágúst höfðum við látið frá okkur
dreng sem komið var með á sjúkraskýlið.
Foreldrarnir höfðn skilið og vildu hvor-
ugt eiga hann. Drengurinn var sjúkur
og vegalaus og um síðir tókum við hann
á heimili okkar. En við komum honum í
góðar hendur áður en við héldum heim.
Slík böm em mörg í Konsó og við hefð-
um getað stofnað heilt barnaheimili
fyrir þau!“
Og gesturinn kveður hjónin. í hugann
koma orð Jesú: „Lítið upp og horfið á
akrana, þeir eru hvítir og tilbúnir til
uppskeru." Og einnig: „Uppskeran er
mikil en verkamenn fáir. Biðjið því
herra uppskerunnar að senda verka-
menn til uppskeru sinnar" (Jóh. 4,35;
Matt. 9,37-38).
Áfram, Kristsmenn,
krossmenn!
Gífurleg breyting hefur orðið á mörgum
sviðum meðal Konsómanna frá því ís-
lenskir kristniboðar hófu að starfa þar
fyrir rúmum 40 árum. Áhrifa kristin-
dómsins gætir víða þó að ekki hafi allir
gengið Jesú Kristi á hönd. „Heita má að
fóstureyðingar séu úr sögunni og þar
hafa kristnir menn farið i broddi fylk-
ingar,“ segir Benedikt. Hann bendir á að
samkvæmt fornum siðum hafi fólk oft
orðið að bíða árum saman eftir að mega
gifta sig. Og konur máttu einatt bíða
þess í mörg ár að mega fæða böm þótt
þær væru giftar og yrðu þungaðar og
var þá mikið um fóstureyðingar. „Ég
vissi dæmi þess að kona lét eyða fóstri
tólf sinnum."
Mjög sjaldan heyrist nú orðið í trumb-
um seiðmanna þegar myrkrið er skollið
á. Fjölmargir hafa lært að lesa og gengið
í skóla. Og skilningur er smám saman að
vakna á gildi heilsugæslu. En mest er
um vert að fólk er leitt út úr myrkrinu
inn í undursamlegt ljós Guðs. Anda-
Margrét fór reglubundið í hjúkrunarferðir til nokkurra þorpa í Konsó. Vanfærar konur voru
skoðaðar og mæður eða feður komu með börn sín. Sú hvítklædda til vinstri er eþíópsk
hjúkrunarkona sem veitti aðstoð.
dýrkendur losna úr viðjum og taka að
lifa Jesú Kristi.
Þau hjónin svara hiklaust játandi þeg-
ar þau eru spurð hvort við eigum að
halda áfram að vinna að kristniboði.
„Við hljótum að hlýða skipun Jesú,“ segir
Margrét. „Við eigum að fara út um allan
heim og boða fagnaðarerindið — ekki
aðeins í Jerúsaiem. Sumir eiga að starfa
hér á landinu okkar en aðrir fá köllun
til að fara til heiðingjanna."
Benedikt kveðst sannfærður um að
söfnuður eða kristilegt félag, sem ýtti
kristniboðinu til hliðar, myndi bíða mik-
ið tjón, „því að kristniboðið er ekki
vaxtalaust," segir hann, „það gefur af
sér andlegan arð. Við sjáum í Biblíunni
að ísraelsmönnum farnaðist vel þegar
þeir gengu á Guðs vegum og hlýddu
orði hans. Þetta gildir enn í dag. Það er
hörgulsjúkdómur ef kristniboðið vantar
eða er hálfgerð hornreka þar sem menn
vinna kristilegt starf."
En hvað á sá að gera sem hyggur að
Guð sé hugsanlega að kalla hann til
starfa úti á meðal heiðingjanna? „Hann
á að lesa í orði Guðs, iðka bænina og
biðja Guð að leiða sig, að hann opni
dyr eða loki þeim, þvi að þannig leiðir
Guð. Hann ætti líka að ræða við trúaðan
mann sér eldri sem hann treystir, eða
kristinn leiðtoga eða kristniboða. Guð
staðfestir kallið með einhverjum hætti
ef það er frá honum. En á þessum bið-
tíma þurfum við að vera þolinmóð."