Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 30
Margrét Eggertsdóttir
Hér andar
Guðs blœr
50
ár eru nú liðin frá þvi sumarbúðastarf hófst í Vindáshlíð í Kjós.
í tilefni þess er komin út bók þar sem rakin er saga sumar-
starfs KFUK frá því það hófst á fyrri hluta þessarar aldar og greint frá
starfsemi þess allt fram á þennan dag. Meðal annars er lýst sumardvöl
í Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð, tjaldútilegum í Botnsdalnum og byggingu
skálans i Vindáshlíð við erfiðar aðstæður á árunrnn eftir síðari heimsstyrjöld.
Gyða Karlsdóttir er ritstjóri bókarinnar en í ritnefnd voru ásamt henni Betsy
Halldórsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hólmfríður Pétursdóttir og Sigríður M.
Sandholt en hún lést árið 1994. í bókinni eru 16 kaflar eftir ýmsa höfunda. Hér á
eftir fer viðtal sem Margrét Eggertsdóttir tók við Gyðu Karlsdóttur og Betsy
Halldórsson.
Mig langar Jyrst að spyrja ykkur um
aðdraganda þess að bókin var samin.
Var þetta ekki mikil og löng vinna?
Upphaflega var okkur aðeins falið
að safna heimildum um sumarstarf
KFUK en smám saman varð ljóst að
þetta var efni í bók. Undirbúningur
hófst árið 1991 með bréfi sem við
sendum félagskonum þar sem við
buðum þeim að senda inn minningar
um sumarstarfið. Okkur lá í siálfu sér
ekkert á vegna þess að afmælisárið
var ekki alveg á næstunni. Sigríður
Sandholt var í upphafi með okkur í
ritnefndinni og það var mjög gaman
að hafa hana með, hún mundi svo
margt. Fyrstu fundirnir voru aðallega
samræður þar sem rifjað var upp eitt
og annað. Sigga var tengiliður okkar
við fortíðina, það var gott að geta
spurt hana. Okkur finnst mjög dýr-
mætt að hafa fenöið að vera í ritnefnd-
inni og rifja þannig upp handleiðslu
Guðs í þessu starfi.
Hvernig var bókin unnin, hvaða
heimildir gátuð þið notað?
Helstu heimildir okkar voru fundar-
gerðabækur stjómar Vindáshlíðar sem
em allar varðveittar. í fyrstu leit reyndar
út fyrir að þær sem ná yfir fyrsta árið
eða fyrstu tvö árin væm týndar en það
fannst okkur mjög bagalegt því að það
er auðvitað svo spennandi að fá upplýs-
ingar um hvemig þetta allt byijaði. En
síðar kom í ljós að Guðlaugur Þorláks-
son, sem var framkvæmdastjóri skála-
byggingarinnar í Vindáshlíð, hafði hald-
ið dagbók sem er í raun dagbók Vindás-
hlíðar frá hans sjónarhorni, rituð með
það í huga að varðveita þá sögu og
meira að segja vélrituð upp og þar em
fyrstu fundargerðimar varðveittar. Önn-
ur mikilvæg heimild er Dagbók Vindás-
hlíðar sem nær yfir árin 1948-1954. í
hana var skrifað uppi í Vindáshlíð,
skráð það sem gerðist í bamaflokkun-
um og í vinnuílokkum og gestir skrifuðu
einnig í hana. Svo má nefna Döggina,
fundarblað sumarstarfs KFUK, sem var
handskrifað og ætlað til upplestrar á
félagsfundum, þar er heilmikill fróð-
leikur. En auk þess að nota skriflegar
heimildir tókum við viðtöl við fólk sem
tengst hafði sumarstarfinu með ýmsum
hætti.
Gyða Karlsdóttir.