Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 6
þroskast þar. Spádómurinn getur komið til viðkomandi t.d. þegar hann les Biblí- una, þegar orðið er boðað, á bænastund, í lofgjörð eða við aðrar aðstæður þegar andinn vill. Ekki er um að ræða með- fæddan hæfileika, heldur sérstök orð og myndir sem koma beint frá Guði og eiga erindi inn í aðstæður þess sem þau eru töluð til. Takmarka á fjölda þeirra sem flytja spádómsorð þegar söfnuðurinn kemur saman (1. Kor. 14:29). Spámannleg orð geta verið fá eða mörg. Yfirleitt eru þau þó nákvæm og án mála- lenginga. Oft staðfesta þau eitthvað sem þegar er sagt eða gert (Post. 20:22-23). Spádómur leggur áherslu á og dregur fram ákveðnar hliðar Guðs orðs og notar það á persónulegan hátt fyrir einstakl- inga og söfnuðinn. Þegar spádómsorð koma fram er mikil- vægt að biðja Heilagan anda að vinna sitt verk í hjörtum viðstaddra svo að þau hafi tilætluð áhrif. Hættur Vegna þess hve spádómar eru mikils metnir er mikilvægt að verjast misnotk- un. í fyrsta lagi á að prófa spámenn og spádóma. Spámaður getur freistast til að tala eitthvað frá sjálfum sér og verið mis- næmur eftir því hve samfélag hans við Jesú er náið. Sannur spámaður hlýtur að vera fús að láta prófa sig. Þeir sem eru til staðar eiga að athuga hvort boðskapur- inn byggi upp og hvort hann sé í sam- ræmi við orð Ritningarinnar. (1. Kor. 14:29, Róm. 12:6, 1. Þess. 5:20-21 og 1. Jóh. 4:1-2). Þá koma aðrar gjafir andans að góðum notum (hirðir, kennari, hæfi- leikinn að greina anda o.fl.). Annað, sem segir til um hvort spádóm- ur sé réttur, er hvort hann fær staðfest- ingu frá öðrum með sömu gáfu. Afar mikilvægt er að staðfesting komi fram þegar spádómsorð snerta ákveðinn einstakling, líf hans og verk. Hin þriðja, sem notað var í frumkirkj- unni, var að prófa líferni spámannsins. Sannur spámaður er auðmjúkur og hefur ekki sjálfan sig upp né leitar síns eigin eða er fégráðugur. Hann spáir ekki eftir pöntun heldur einungis þegar Guð gefur honum opinberun. Spádómur getur falið i sér orð um framtíðina. Sé svo þurfa menn að sýna mikla varkámi, bæði þeir sem ílytja spá- dóminn og þeir sem taka við honum. Spá- dómur, sem snertir framtíðina, sannar sig með þvi að hann rætist (5. Mós. 18:22 og Post. 11:28). Tímasetningar geta verið varasamar því að það er ekki okkar að vita tíma og tíðir. Að lokum má minna á þá hættu að fyrir- líta spádóma. Misnotkun og framganga falsspámanna geta leitt til þess en á ekki að gera það. Sé þessi gjöf fyrirlitin og fái ekki rúm verður söfnuðurinn fátækari af blessun Drottins, áminningu, leiðbeiningu og huggun sem hann vill veita til upp- byggingar. Kenna þarf og leiðbeina um þessa og allar aðrar góðar gjafir. Spá- dómsgáfan er vandmeðfarin. Hvorki má ofmeta hana né fyrirlíta. Að lokum Ritningin gerir ráð fyrir að spámenn séu í hinni kristnu kirkju þar til Jesús kemur aftur, enda ekki þörf á að vara við fals- spámönnum ef svo væri ekki. Spámann- leg orð er einnig að finna í ræðu og vitnisburðum þegar andi Guðs gefur fólki orð að mæla beint inn í aðstæður áheyr- enda og er þeim til áminningar eða hugg- unar. En auk þess þarf að vera til staðar sérstök spámannleg þjónusta sem hefur það hlutverk að byggja upp, áminna, hvetja, opinbera, dæma, játa og kenna (1. Kor. 14:2, 24-25 og 31). Hvatningin er skýr: „Slökkvið ekki andann. Fyrirlítið ekki spádómsorð. Prófið allt, haldið því sem gott er. En forðist allt illt, í hvaða mynd sem er“ (1. Þess. 5:19-22). „Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir gáfum andans, en einkum eftir spádómsgáfu" (1. Kor. 14:1 og 39). Kærleikurinn veitir spádómsgjöfinni rými og er fús að fyrir- gefa mistökin sem gerð verða. Kærleikur- inn fyllir þann, sem hefur þessa gjöf auð- mýkt og fúsleika til að láta prófa sig. Kærleikurinn tengir þá sem eiga þessa gjöf og þá sem eiga hana ekki í náið sam- band þar sem hver er háður öðrum og styrkir hina á göngunni með Guði. Einstaklingar, samfélög þeirra og söfnuðir þurfa að uppbyggjast, styrkjast, fá áminn- ingu, hvatningu og huggun. Þannig fyllast þeir djörfung til að (lytja vitnis- burðinn um Jesú til þeirra sem þekkja hann ekki. Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Sannur spámaður hlýtur að vera fús að láta prófa sig. Þeir sem eru til staðar eiga að athuga hvort hoð- skapurinn byggi upp og hvort hann sé í samræmi við orð Ritningarinnar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.