Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 28
Friðrik Hilmarsson
Námíplmiðlun
Spennandi kostur
jölmiðlar af ýmsu tagi taka
stöðugt meiri toll af tíma
okkar. Fyrir hundrað árum
höfðu menn bækur, tímarit
og eitthvað var um dagblöð
en nú höfum við auk þess fengið útvarp,
sjónvarp, kvikmyndir, tölvur og allt sem
með þeim hefur komið. Við sendum ekki
lengur hraðboða með skilaboð milli
landshluta eins og Rómverjar gerðu til
foma heldur sendum við flókin boð, hvort
sem er talað mál eða myndir, bréf eða
kvikmyndir, á örskotsstundu um himin-
hvolfið heimshoma á milli. íbúar jarðar-
innar geta fylgst með samtímis þegar
skíðamaður rennir sér niður brekkumar
í Sviss eða geimfari gerir við bilun í
griparmi geimfars sins háttyfir jörðu.
Já, fjölmiðlar era hluti af daglegu lífi
okkar hvort sem okkur likar það eða ekki
og enginn getur í raun komist undan
fjölmiðlunum. Okkur þætti missir af að
heyra ekki morgunfréttir í útvarpinu eða
hraðlesa forsiðu og baksíðu Moggans
áður en við höldum til vinnu eða skóla.
Og mörgum finnst gott að leggjast í stofu-
sófann og láta líða úr fótunum meðan
kvöldfréttimar í sjónvarpinu renna hjá.
Þannig gæti ég lengi haldið áfram.
Þessar staðreyndir um stöðu fjölmiðl-
anna í daglegu lífi okkar ættu að vera
okkur áminning um hvernig við notum
íjölmiðlana. Er notkun mín ábyrg? Hvað er
það sem ég heyri, sé og les í fjölmiðlunum?
Á þessum spumingum vil ég byggja þá
hvatningu til ungs, kristins fólks að það
láti að sér kveða á þessum vettvangi.
Kristinn fjölmiðlamaður getur haft mikil
áhrif jafnt innan sem utan fjölmiðilsins
sem hann starfar við.
Knut Sigurd Aasebu rektor Mediahogskolen i Kristiansand.
Hægt er að stunda nám í fjölmiðlun í
Háskóla íslands og er námið þá 1/3 hluti
BA náms í félagsvísindadeild. Einnig er
boðið upp á nám í hagnýtri íjölmiðlun í
eitt ár að loknu háskólaprófl. Ekki er um
aðra kosti að ræða hér á landi til náms í
íjölmiðlafræði og hafa því allmargir íslend-
ingar farið utan til náms og sumir aflað sér
starfsreynslu áður en þeir komu heim.
Þá er um marga kosti að ræða. í Banda-
ríkjunum eru margir ágætir skólar og
sama má segja um Evrópu. Og allmargir
íslendingar hafa lært á Norðurlöndunum.
Þar eru góðir íjölmiðlaskólar á háskólastigi,
t.d. í Noregi og Sviþjóð.
Fyrir nokkra var ég á ferð í Noregi og
heimsótti þá slíkan skóla í Kristiansand,
höfuðstað Suður-Noregs. Sá heitir
Mediahogskolen i Kristiansand og er í
eigu Norska lútherska kristniboðs-
sambandsins. Skólinn hefur nýlega
fengið full réttindi sem háskóli og býður
upp á tveggja ára nám í fjölmiðlun. Ég
ræddi við rektor skólans, Knut Sigurd
Aasebo, og spurði hann fyrst hvort það
væri eitthvað sem gerði það
eftirsóknarverðara að sækja þann skóla
en aðra í Noregi.
„Það era flmm skólar í Noregi þar sem
hægt er að taka háskólanám í íjölmiðlun.
í Bodo, Volda, Stavanger, Osló og svo hér í
Kristiansand. Við höfum borið saman
útbúnað, kennslufyrirkomulag, kröfur og
annað og sjáum að þessi skóli er jafn-
góður hinum hvað það varðar. En það
sem hann hefur umfram er að hann er
byggður á kristilegum grunni. Það þýðir
að skólinn mun leggja áherslu á
fjölmiðlasiðfræði og samskipti milli
menningarsvæða sem kemur sér vel þar
sem þjóðfélag okkar er samsett af fólki
víða að.
Að auki er þessi skóli undir sama þaki
og útgáfufyrirtækið Lynor og útvarps-
kristniboðsfélagið Norea sem gerir að
hann hefur nokkuð betri tækjakost en