Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 12
Dr. Sigurbjörn Einarsson svarar spurningunni: Hvað eru FALSSPÁMENN? Síðastliðið haust var, á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla íslands, haldið námskeiðið „Leit og svör - um trúarlíf í sögu og samtíð" sem dr. Sigur- bjöm Einarsson annaðist. Á námskeiðinu bauðst nemendum m.a. að spyrja Sigurbjörn ýmissa áleitinna spuminga er varða trú og trúarlíf. Eftirfarandi spurning er ein þeirra er þar kom fram: „Hvað er að vera falsspámaður og hvað ber að varast?“ Svar Sigurbjöms var eftirfarandi: Falsspámaður er stórt orð. Spámaður er sá sem talar af guðlegum myndugleik. Hann þarf ekki að bera Guð fyrir sig, en hann er með „stórasannleik" og getur í krafti hans lagt stórhuga dóm á hvað sem er. Á þessari öld hafa margir komið fram, sem voru jafnvel meira en spámenn, þeir voru mannkynsfrelsarar. Ég held að engin önnur öld sögunnar hafl eignast eins marga slíka, að minnsta kosti enga sem urðu eins voldugir á skömmum tíma. Hitler, Stalín, Maó. Fáir guðdómar i sögunni hafa risið eins skjótt í hæstu hæðir og engir raunar fallið eins hastarlega. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá, segir Jesús, þegar hann varar við falsspámönnum. En menn vita oft ekki hvað þeir hafa gleypt íyrr en þeir eru orðnir veikir og margt miður hollt hefur í sér deyfandi áhrif. Allt sem er vont verður að hjúpa eðli sitt til þess að ná tökum. Ekkert fals er hættulegt ef það hefur ekki einhvern sannleika á oddinum. Enginn fellur fyrir grimulausri illsku, enda talar Jesús um úlfa í sauðagærum í þessu sambandi. Margir minni spámenn hafa náð þvi valdi yfir liði sínu að þeir gátu teymt það beint í dauðann. Slíkt hefur gerst oftar en einu sinni upp á siðkastið. Það er einkenni á andlegum ofsamönnum að þeir lofa stórum, nærtækum og áþreifanlegum vinningum út á algera undirgefni undir vald sitt. Því er verr að þeir þekkjast ekki af ávöxtum sínum íyrr en þeir eru búnir að valda mannskemmdum og hörmungum. Hvað ber að varast? Það verður seint upp talið allt. Þegar Jesús kennir okkur í Faðirvorinu að biðja um vörn gegn freistingum eða þolraunum, þá fylgir því engin formúla eða upptalning á öllum varasömum tilvikum eða möguleikum. Lífið er margbrotið og hver mætir sínu, það sem gæti orðið mér að falli er ef til vill hættulaust fyrir þig og öfugt. En trúarlegt skrum af öllu tagi er varasamt. Nýja testamentið hefur skýran mælikvarða: Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Að öðru leyti gildir sú almenna regla að hafa andvara á sér, vera algáður, vaka. Það er oft brýnt fyrir manni í Nýja testamentinu. Og að gera sig ekki viðskila við þá sem byggja trú sína á Kristi, vilja byggja trú sína á honum, vilja fylgja honum og uppbyggjast í þeirri trú, sem hann hefur falið kirkju sinni í eitt skipti fyrir öll. En hann benti á það í dæmisögu að á akri hans, sem er kirkjan, er ekki aðeins það hveiti sem hann sáir, heldur líka illgresi úr annarri átt og við þurfum ekki að ímynda okkur að við séum fær um að hreinsa þar til að fullu, það gerir hann einn á efsta degi. En hver ber ábyrgð á þeim jarðvegi sem hann er sjálfur og þvi sem sáir sér og dafnar þar. Það er nauðsynlegt að vita, að illgresi er til og varast það en mestu varðar að þekkja Iífgrösin og nota þau.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.