Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1998, Side 9

Bjarmi - 01.03.1998, Side 9
Þegar betur er að gáð er ekki fjarri pví að pessir menn geri sjálfa sig að guðum. Það er pvíaugljóst að óhlýðni við slíkan leiðtoga telst vera óhlýðni við Guð sjálfan og allar efasemdir um kenningar hans koma einföldum safnaðarmeðlimi í hina verstu stöðu og innri baráttu. Sá sem lendir í pessari stöðu á aðeins um tværfærar leiðir að velja: Að bæla niður efasemdir sínar eða að yfirgefa söfnuðinn og slíta öll tengsl við hann. Allt þetta ætti að vera nóg til að við verðum á varðbergi og látum ekki blekkjast. Kristur og postulamir vömðu okkur við þvi að hlusta á falsspámenn og boðskap þeirra. Andlegur faðir fals- spámanna er Satan sem Jesús nefnir föður lyginnar (Jóh. 8, 44) og víst er að hann er meiri meistari í blekkingum en nokkur jarðneskur töframaður. Óskorað vald leiðtogans. Algengt er að einn sterkur leiðtogi sé yfir söfnuðum bæði innan og utan kristninn- ar. Ekki er vist að það sé slæmt, stund- um getur sannur Guðs maður verið and- legur leiðtogi og fyrirmynd sem göfgar líf annarra. Á sama hátt getur veraldlegur leiðtogi leitt þjóð gegnum erfiðleika og virkjað bestu öfl þegna sinna. Það er þó mikil ástæða til að gæta að sér. Sumir villutrúarsöfnuðir (enska: sect og cult) hafa haft slík áhrif á fylgjendur að þeir hættu að lifa eðlilegu lífi, höfnuðu eðlileg- um tengslum við fjölskyldu sína og vini, þurftu að afneita eigin skynsemi og heil- brigðri gagmýni og lifðu jafnvel í annar- legu vitundarástandi. Frægustu dæmi síðari ára eru Waco og Johnstown þar sem allir létu lifið. í báðum þessum tilvikum leiddi einn andlegur leiðtogi allan sinn söfnuð í dauðann. Það er áhyggjuefni að sumir kristnir söfnuðir hafa slíka leiðtogaímynd í dag. Þessir leiðtogar kenna það að þeir hafi sérstaka „smumingu Heilags anda“ eins og stórmenni Biblíunnar, t.d. Móse og Davíð, og hafi raunar svo náið samband við Guð sjálfan að þeir hafi beinan boðskap til safnaðarins. Raunar er það íhugunarefni að Nýja testamentið notar þetta orðalag fyrst og fremst um Jesúm Krist, enda þýðir orðið Kristur: hinn smurði. Þegar betur er að gáð er ekki fjarri þvi að þessir menn geri sjálfa sig að guðum. Það er því augljóst að óhlýðni við slíkan leiðtoga telst vera óhlýðni við Guð sjálfan og allar efasemdir um kenningar hans koma einföldum safnaðarmeðlimi í hina verstu stöðu og innri baráttu. Sá sem lendir í þessari stöðu á aðeins um tvær færar leiðir að velja: Að ' bæla niður efasemdir sínar eða að yfirgefa söfnuðinn og slíta öll tengsl við hann. Reynum að setja okkur í þessi spor: Þetta er sennilega eins og martröð fýrir þann sem í kemst, öll mannleg tengsl hans vom innan samfélagsins sem hann er að yfirgefa. Hann er búinn að temja sér að hafna öðrum skoðunum sem villu og öðrum mannlegum samskiptum sem freistingum. Samviskan verður því í uppnámi og einsemdin yfirþyrmandi. Það getur verið mörgum um megn að byrja nýtt líf í þessum aðstæðum og það er umhugs- unarefni fyrir kristið fólk og raunar einnig sérfræðinga hvernig það getur hjálpað þeim sem svo er komið fyrir. Það er nokkuð auðvelt að sjá i Nýja testa- mentinu að svona er ekki leiðtogi kristins safnaðar. Hann er þjónn annarra, auðmjúkur og metur aðra meira en sjálfan sig (I. Pét. 5,3-5). Það var táknræn athöfn þegar Jesús þvoði fætur lærisveina sinna (Jóh. 13,12-17). Raunar er vafasamt hvort einhver einn á að vera leiðtogi safnaðar. Það er ffemur talað um að allir vinni saman með einum huga og hyer og einn þjóni með þeirri náðargjöf sem honum hefur verið gefin og verði trúr í þeirri þjónustu sem hann er kaflaður til. (Róm.12,5-10). Það er því ljóst að lýðræði, bundið af Guðs orði er nær kristinni kenningu en einræði. Lokaorð. Þó ég setji hér punkt á eftir efninu er það svo viðamikið að gefa mætti út um það sérstakt tímarit. Staðreyndin er sú að nýöldin hefur sáð fræjum sínum í garð kristninnar og framandi jurtir eru teknir að spretta viða í Guðs kristni (Mt. 13,25). Ég hvet þig, lesandi góður, til að gæta þín, hjarta þitt er einnig garður sem rækta ber hinar bestu jurtir í og ávextirnir koma fram í lífi þínu. Minnumst hins forn- kveðna, að „ekki er allt gull sem glóir!” 1. Anders Bergem: Himmelen Pá forskudd? Oppgjor með framgangsteologien. Luther/Credo, Oslo 1987. 2. Hank Hanegraaff: Counterfeit revival. Looking for God in all the wrong places. Word Publ., Dallas 1997. 3. Dave Hunt & McMahon: The Seduction of Christianity. Spiritual discernment in the last days. Harvest house, Eugene Or. 1985. 4. Geir Harald Johannessen: Vekkelse eller villfarelse. Trosforkynnelsen alias herlighetsteologien: Hvor herlig er den? Lunde, Oslo 1991/1996. 5. Torbjörn Swartling: Trosförkunnelsen. Vár tids gnostisism. Sola Scriptura, Mönsterás 1994. Gísli H. Friðgeirsson er deildarstjóri í mælifræði á Löggildingarstofu íslands.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.