Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 10
Guðmundur Karl Brynjarsson Ung kona segir frá bitnrri trúarrey ns lu Iér fer á eftir sönn frá- sögn rúmlega þrítugrar fjölskyldukonu. Víst er að frásögnin muni vekja mismunandi viðbrögð lesenda Bjarma en hún er birt í von um að hún gæti orðið til hjálpar þeim sem hugsanlega hafa frá einhveiju svipuðu að segja en ekki fengið hjálp. Konan, sem hér rekur sögu sína, hefur verið trúuð svo lengi sem hún man eftir sér en vissir atburðir, sem hún upplifði í kristnu trúarsamfélagi, urðu til þess að hún leið sálarkvalir i langan tíma. Af tillitssemi við ættingja sína vill konan ekki láta nafn síns getið. Við gefum henni orðið: Forsagan Ég er alin upp á sannkristnu heimili þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að trú og breytni héldust i hendur. Trúar- umhverfi bernsku minnar hefur síðan reynst mér mælistika á það sem mér finnst vera rétt trú og breytni. Um tvítugt hóf ég hins vegar að leita Guðs enn frekar en áður. Þá lenti ég í ákveðnum erfiðleikum en fékk hjálp og varð upp úr því fyrir sterkri, trúarlegri reynslu og skynjaði nálægð Guðs með áþreifan- legum hætti og hann svaraði bænum mínum. Ég kynntist fljótt kristnu fólki sem lagði rækt við náðargjafirnar, tungutal, spádómsorð og svo framvegis. í því samhengi upplifði ég og reyndi margt sem áður var mér óþekkt með öllu. Þrátt fyrir það öðlaðist ég ekki sálarró, eins og margir myndu eílaust búast við, heldur hrópaði ég bara á meira og meira. Með tímanum varð ég alveg ótrúlega upptekin af sjálfri mér og sambandi mínu við Guð. Trúarsamfélagið, sem ég sótti, ól að mínu viti á heimtufrekju við Guð og kærleiks- leysi gagnvart náunganum. Ég bað Guð sífellt að fylla mig anda sínum svo að ég yrði betri þjónn í ríki hans og þegar hann gerði það fór ég ekki út að þjóna náunganum í kærleika heldur bað Guð um meira af andanum. Ég var algerlega dofin fyrir neyð annarra, hætti að fylgjast með fréttum, fjarlægðist venjulegt, daglegt líf og fannst ég ekki ná neinu sambandi við fólk í kringum mig. Þegar ég þurfti að hitta „syndarana" gætti ég þess vel að krossa mig í bak og fyrir svo að ég vanhelgaðist ekki í samneytinu við þá. Myrkrið í lífi þeirra var mikið en auðvitað bara ljós hjá mér. Ég gleymdi því að ég er líka syndari sem er barn Guðs af náð hans en ekki af eigin verðleikum. Trúarlíf mitt á þessum tíma var upplifanaþræl- dómur og ekkert annað. Kenning, sem elur á slíkum þrældómi, hlýtur að vera röng og teljast þar með trúarvilla. Þetta eru hörð orð sem ég vil útskýra aðeins betur. Áfallið Ég lenti í bænahópi þar sem við báðum gjarna hvert fyrir öðru með yfirlagningu handa. Oft ákölluðum við Guð mjög ákaft um að hann gæfi okkur vísdómsorð og spádómsorð inn í vissar aðstæður og oft kom eitthvað slíkt til okkar. í fyrstu þóttu mér þessar stundir vera mér til mikillar blessunar en smám saman fóru þó að renna á mig tvær grímur og að lokum var svo komið að þær snerust upp í algera andhverfu sína og leiddu yfir mig mikla angist og sálarkvalir. Þetta gerðist þannig að einu sinni sem oftar, þegar hópurinn hittist, var beðið fyrir mér. Fyrirbiðj- endurnir voru karl og kona. Meðan við báðum voru minningar úr bernsku kallaðar fram í huga mér, eða það var Meðan znð báðum voru minningar úr bernsku kallaðarfram íhuga mér, eða pað var mér talin trú um. Þetta var eins og andasæring. Minningarnar og orðin voru öll á pá leið að náinn ættingi minn hefði misnotað mig kynferðislega sem barn og ég sá, eins og í sjónvarpi, atburðinn gerast í huga mér.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.