Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.03.1998, Blaðsíða 21
Bænin hans Nehemía Til glöggvunar er hægt að skipta bæninni niður á eftirfarandi hátt: - trúaijátning (v. 5} - syndajátning (v. 6-7) - Guð minntur á íyrirheit sín (v. 8-10) og -beiðni (v. 11). Neh. 1.5. Nehemía hefur bæn sína á því að bera fram játningu til Drottins Guðs himnanna. Hér er ekki um dæmi- gert ávarp að ræða heldur auðmjúka en um leið hressilega játningu þess sem sér að mennirnir mega sín fjarska lítils fyrir þeim sem hefur öll ráð í hendi sér. Sumir líkja upphafinu á bæn Nehemía við upphaf Faðirvorsins en ljóst er að Nehemía biður þó á allt öðrum nótum. Hann beinir ekki orðum sínum að ljúfum föður á himnum, heldur miklum og ógurlegum Guði sem umfram allt er fullkomlega réttlátur og miskunnsamur. Margir hefja bænir sínar yfirleitt á styttri ávörpum, svo sem „góði Guð“ sem er vissulega gott ávarp. En játning, sem byggð er á vitnisburði Ritningarinnar um verk Guðs í upphafi, er óneitanlega fyllri og kjötmeiri. Ekki svo að skilja að Guð falli eitthvað frekar fyrir slikum ávörpum, heldur eru þau fyrst og fremst hjálpleg þeim sem biður til að „stilla sig inn á bylgjulengd Guðs”. Neh. 1.6-7. í syndajátningu Nehemía, sem hann ber fram fyrir sína hönd, ættmenna sinna og allrar ísraelsþjóðar- innar, kemur hann með tvær hendur tómar til Guðs sem hann veit að er ríkur af miskunn. Neh.1.8-10. Þótt Nehemía sé tómhentur þá veit hann sig velkominn. Hann veit að Guð er trúfastur og langlyndur Guð, sem ótal sinnum hefur miskunnað sínum vanþakkláta lýð, og styður það með til- vitnunum í frásögur og íyrirheit, einkum úr 5 Mósebók (5. Mós. 28.63-64, 30.1-4 og 9.29). Neh. 1.11. Bænin fær snöggan og raunar óvæntan endi þegar í ljós kemur hver beiðni biðjandans er. Hann biður Guð um að hann (Nehemía) mætti mögu- lega finna „meðaumkvun hjá manni þessum”, en þessi maður, sem hann ræðir um, er að sjálfsögðu Antarxerxes kon- ungur. Þannig lætur Nehemía Drottin leiða hvert einasta skref í því mikla verki sem fram undan var. Um leið kennir hann okkur að treysta Drottni fyrir mark- miðum okkar og ganga með honum hvert hænufet á lífsleiðinni. En í stuttu máli er það annars að segja af Nehemía að hann fékk sig lausan úr vistinni og er frásagan af því hvernig Drottinn notaði hann til viðreisnar múrum og borgarhliðum Jerúsalem afar fögur og lífleg. Hafir þú, lesandi góður, ekki þegar lesið hana, hvet ég þig til þess. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson er skólaprestur.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.