Heima er bezt - 01.11.1951, Page 2
258
HeIMA ER BE'ZT
Nr. 9
Heima er bezt
Keraur út mánaðarlega, 32 síður. i
1 Ritstjóri: Vilhj. S. Vilhjálmsson.
1 Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri.
! Sími 3987. Pósthólf 101.
Áskriftarverð, 12 blöð, kr. 67.20.
' Útsöluverð kr. 7.00 eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
~~~Á
Þökk fyrir bréfin
o— Sagt er...
SAGT ER, að eitt sinn, þegar Pétur biskup Pétursson var á efri árum sínum
á yfirreið um Vesturland, hafi hann dag nokkurn riðið heim á kirkjustað hesti
einum, sem var mikill og fríður — og fjörlegur og ganggóður að sama skapi. Þegar
biskup var genginn í bæinn, mælti einn af bændunum, er komið höfðu til kirkju,
við bróður sinn, sem einnig var bóndi og átti stóð mikið:
„Hvernig lízt þér á biskupskempuna, Jón bróðir?“
„Mér sýnist hann lítil kempa, þetta er heldur ræfilsmaður," svaraði Jón.
„En þetta var nú mesta hetja og skörungur — á sínum yngri árum.“
„Ekki veit ég það,“ sagði Jón, „en hitt veit ég, að ég hefði gjarna viljað, að
hesturinn hans hefði visiterað hjá mér stóðið, þegar hann var upp á sitt bezta!"
★
HEIMA ER BEZT fær mörg
bréf frá vinum sínum og velunn-
urum víða um land.
Jóhann Sigurðsson, Reykjavík
segir í bréfi nýlega: „Ég vil
þakka ykkur fyrir blaðið. Það er
í raun og veru eitt bezta lestrar-
efnið á mínu heimili, jafnt fyr-
ir okkur hjónin sem börnin okk-
ar. Það, sem ég álít vera aðal-
kostinn við ritið er, að það birtir
bæði innlendan alþýðufróðleik,
sagnir og þætti og erlendar sagn-
ir af líku tagi. Smásögurnar, sem
það hefur birt, hafa verið sæmi-
legar og mér fannst sagan, sem
kom í tveimur blöðum, vera á-
gæt, vekjandi til skilnings á
kjörum þeirra, sem eru orðnir
aldraðir og veikir. En ég held aö
ekki ætti að birta erlendar smá-
sögur í ritinu, heldur aðeins inn-
lendar sögur. Ég vil sérstaklega
þakka fyrir þátt Hagalíns um
Þórhildi bænakonu. Ég þykist
vita, að þessir mánuðir, sem liðn-
ir eru síðan blaðið hóf göngu
sína, hafi nægt til að sýna og
sanna tilverurétt þess.“
Bóndakona í Skagafirði segir:
„Lausavísnaþátturinn í blaðinu
líkar mér vel, og helzt vildi ég
óska, að hann væri aukinn.
Draugasögur þykja mér leiðin-
legar og ekki óska ég eftir þeim,
enda hafið þið ekki birt margar.
Forsíðumyndirnar eru á við
langar greinar og ég hygg að fá-
um ritum hér á landi hafi tekist
að búa ytra útlit sitt svo glæsi-
lega sem ykkar riti. Eitt sinn
auglýstuð þið eftir héraðasöngv-
um og lofuðuð að birta þá, en
ekkert hefur orðið úr því. Hvað
veldur? Ég hygg, að framtíð
þessa rits sé tryggð. Það hefur
Myndirnar á forsíðu
1. Réttir eru nú afstaðnar. Þær
hafa löngum verið kær-
komnar ungu kynslóðinni,
sem fagnað hafa vini af
fjalli. Þessi mynd er tekin á
réttarvegg, að Stafholtsrétt-
um í Gnúpverjahreppi. Þar
situr ung bóndadóttir og
lítur undrandi yfir almenn-
inginn, en vinur hennar,
sárfættur af fjalli, hvílist við
hlið hennar.
2 . í sumar hafa endur verið
fjölmennari á Tjörninni í
Reykjavík en nokkru sinni
áður og hafa Reykvíkingar
mjög stundað það að gefa
þeim brauð. Er eins og heill
floti komi siglandi í odd-
fylkingu þegar brauði er
varpað á skyggðan flötinn af
einhverjum bakkanum.
ekki brugðist þeim heitum, sem
það gaf í upphafi og er það meira
en hægt er að segja um flest öll
önnur rit, sem hafið hafa göngu
sína hin síðari ár.“
K. S. B., Akureyri segir í bréfi:
„Heima er bezt“ er að mínu viti
bezt allra þeirra rita, sem koma
út mánaðarlega. Ég býst varla
við að allir séu sammála um það,
en þetta er mín skoðun. Viðtölin
við fólk, sem birt eru í hverju
3. Kynslóðir koma og kynslóð-
ir fara, sagði einhver og
þótti mæla spaklega. — Að
Þjórsárholti í Gnúpverja-
hreppi hefur fé verið fer-
hyrnt í marga áratugi — og
gefur hér að líta eina „úr
kvenlegg“, en nú er féð fellt
í Árnessýslu — og með því
hið sérkennilega Þjórsár-
holtsfé.
4. Kolbeinn Jóhannsson, Ham-
arsheiði í Gnúpverj ahreppi,
er þúsundþjalasmiður sveit-
ar sinnar. Hann gerir við allt,
og er hinn mesti völundur,
en ekkert hefur hann lært,
nema af sjálfum sér. Hann
hefur komið upp myndar-
legu verkstæði heima hjá
sér og gerir við landbúnað-
arvélar og bifreiðar sveit-
unga sinna. — Á öllum tím-
um höfum við átt í sveitum
landsins slíka smiði, en nú
er mjög breytt frá því sem
áður var, vélar komnar og
verkstæði í stað ljáanna,
skeifnanna og smiðjanna.
hefti, munu verða merkileg sögu-
leg heimild þegar stundir líða —
og einnig munu geymast í ritinu
margar sagnir, sem annars
mundu fara forgörðum. Það
gleður mig að sjá frá því skýrt
í ritinu að vinafjöldinn sé ætíð
að stækka, enda óttast ég ekki
um framtíð svona alþýðlegs og
fróðlegs blaðs.“
Kærar þakkir fyrir bréfin og
heillaóskirnar.