Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 5
Nr. 9
Heima er bezt
261
En fyrir það að þetta brást, réð-
ist ég sjómaður til Þórðar Er-
lendssonar, Torfabæ í Selvogi.
Lagði ég af stað seint á Þorra,
með föt mín og nesti á bakinu.
Færur mínar voru komnar til
Þorlákshafnar. Tvær kr. fékk ég
til að kaupa hest undir pjönkur
mínar út í Selvog. Aðra peninga
átti ég ekki.
Útgerð mín var 35 pund smjör,
sauður í kæfu og hálf kind, reykt,
eitt ullarteppi og brekán. Urð-
um við 4 samferða, Guðjón bróð-
ir og tveir aðrir, Eyjólfur mál-
lausi frá Galtalæk og Halldór
vinnumaður frá Næfurholti. Við
fórum yfir Þjórsá á ís, en hláka
var komin, svo að vatnið í ánni
var orðið mikið, að ísinn var far-
inn að svigna, það mikið að vatn-
tók okkur í mitt læri. Var ísinn
orðinn það meir að tveir okkar
skruppu niður um hann með
annan fótinn. Mátti eigi tæpara
standa. Við fórum á Eyrarbakka
þennan dag, næsta dag í Þor-
lákshöfn, þriðja daginn komst
ég alla leið í Selvog. Fékk ég hest
hjá tilvonandi formanni mínum,
undir mötu mína og skinnklæði.
Ég býzt við að formanni mínum
hafi eigi fundist ég vera neinn
burgeis. Ég átti að róa á 6
manna fari og sagði formaður
við mig að ef ég gæti ekki borið
allar áramar til sjós, væri ég
ekki hlutgengur. Mér tókst að
bera 6 árar á annari öxlinni nið-
ur að sjó, og sagðist hann verða
að láta mig hafa heilan hlut,
fyrst ég hefði getað afkastað
þessu. Þá var ég 14 ára. Við
byrjuðum svo að róa þegar gaf.
Við vorum 7 á bátnum. Ég var
yngstur, annar 15 ára, sá þriðji
17 ára, og 2 menn um sextugt, og
tveir á bezta aldri, um þrítugt.
Þetta var talin fremur léleg
skipshöfn, en samt björguðumst
við, með guðs hjálp. Tvisvar
hrakti okkur út í Herdísarvík í
norðaustan stormi. í annað
skiptið er okkur hrakti til Her-
dísarvikur, lögðum við til heim-
ferðar daginn eftir, en þá leit
enginn til sjávar í Herdísarvík.
Við komust austur á móts við
Strandarkirkju, var þá svo mikið
siglt að skipið jós sig sjálft, og
er það ískyggilegasta sigling sem
ég hefi verið með í. Var þá snúið
til sömu hafnar.
Þar var ein ensk loggorta, sem
sá til okkar, og sigldi hún til okk-
ar og fylgdi okkur þar til hún sá
okkur borgið. Samt komumst við
heim næsta dag. Gekk svo ver-
tíðin slysalaust. Fékk ég 210
fiska hlut yfir vertíðina og herti
ég það allt. Húsbóndi minn sótti
mig og aflann að lokum. Það er
rétt að lýsa húsmóðurinni. Hún
var komin töluvert á níræðisald-
ur. Reykti hún mikið af skro úr
stórri pípu úr járni. Kveikti hún
í pípunni við glóðirnar, því hún
hafði á hendi öll eldhúsverk. Það
var ekki öðrum að ýta, og fórst
henni það vel úr hendi, enda var
hún heilsu góð. Sonur hennar
Erlendur, var kominn í rúmið og
steig ekki í fætur, nema á sum-
ardaginn fyrsta. Hann var á
sjötugs aldri og faðir Þórðar for-
manns míns. Þessi þrjú mæðgin
lásu og sungu á hverjum degi, út
alla vertíðina. Gamla konan
þurfti ekki að hafa bók við söng-
inn, hún kunni alla sálmana ut-
an bóka. Þá var lesið á hverju
heimili sem ék þekkti, hvað mikil
verk lágu fyrir. Og fram að þeim
tíma lásu sjómenn á hverjum
morgni, áður en þeir reru til
miða. Var það góður siður. Eins
settu formenn fram skipin sín í
Jesú nafni og signdu sig á eftir,
svo og öll skipshöfnin.
Svo þegar komið var út fyrir
sundið, tóku allir ofan og báðu
guð að gefa sér björg og blessun,
varðveita sig frá slysum og
háska. Þá var lesin ferðamanna-
bæn, er lagt var upp í langferð.
Þórður falaði mig næstu vertíð,
en húsbóndi minn kvað það eigi
mundi geta gengið, og mislíkaði
Þórði það, sem von var, þar sem
hann var búinn að taka mig
svona ungann upp á fullan hlut
og kenna mér dálítið í sjó-
mennsku. Næstu vertíð lagði ég
svo af stað suður í Hafnir til
Halldórs Sigurðssonar í Merki-
nesi. Þetta var útgerðarmaður,
sem hættur var að róa sjálfur, og
hélt því formenn fyrir sig. Lögð-
um við af stað á Þorra, því vertíð
byrjaði annan febrúar. Voru þeir
mér allir eldri. Fyrsta daginn
ætluðum við út í Ölfus, en seinni
part dagsins skall á okkur norð-
anhríð svo að við vissum ekki
gerla hvað gera skyídi, eða hvað
við fórum. En seinna um kveldið
vorum við komnir út á ís, og tveir
okkar voru rétt hrataðir ofan í
vök. Við vorum þá staddir í
Ölfusi. Snérum við aftur og
þræddum niður með ánni, þar til
við hittum Laugadælahverfið og
gistum þar um nóttina. Svo var
uppstytta næsta morgun, en
hvasst og mikið frost.
En er við komum suður í
Svínahraun, gekk í slyddu af
austri. Ég varð allur holdvotur og
þreyttur. Hinir kvörtuðu líka um
slæma liðan. Vorum við að hugsa
um að gista í sæluhúsi sem var
fyrir neðan vötnin. En þegar
þangað kom, sáum við fram á
það, að við myndum tæplega lifa
af nóttina fyrir vosbúð og kulda,
því í kofanum var ekkert sem gat
skýlt okkur. Það var aðeins eitt
þrep, sem hægt var að sitja á og
rúm fyrir nokkra hesta. Réðum
við því af að reyna að komast
niður að Lækjarbotnum. Kom-
umst við þangað með veikum
burðum. Hvíldum við okkur þar
vel og fórum til Reykjavíkur um
kvöldið.
Brá mér þá í brún að sjá alla
þá ljósadýrð, því slíku var ég ó-
vanur. Þar héldum við til Einars
Jónssonar skósmiðs, því bróðir
hans var samferða okkur, og
fylgdum við honum. Vorum við
settir þar við kaffidrykkju og á-
fengi. Var ég því lítt vanur í þá
daga, og var það víst í fyrsta
skipti, sem ég neytti víns, enda
varð mér ekki gott af því.
Mér varð hálf illt og gekk ég
því út með poka minn og ráfaði
niður á götu, þar til það verður
fyrir mér sexmannafar, býst ég
til að gista þar um nóttina, sem
ég líka gjörði. Náði ég þar í
strigasvuntu, er hékk þar á stagi.
Lagði ég mig því næst niður í
framstafni hafði poka minn
undir höfðinu, en svuntuna yfir
herðunum. Að því búnu sofnaði
ég rólega eins og ég væri heima,
en vaknaði síðla nætur og var
mér þá hrollkalt, en albata. Fékk
ég mér Þá góðan bita af hangi-
kjöti, því ég var orðinn svangur
og hafði ekki bragðað mat frá