Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 6

Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 6
262 HeIM'A er beizt Nr. 9 því um hádegi, deginum áður. En nú var vandinn að finna félaga mína. Ég hafði enga hugmynd um hvar húsið var, sem ég kom í kvöldið áður. Samt hitti ég'fé- laga mína um hádegi og voru þeir fegnari en frá megi segja, því þeir höfðu verið beðnir að líta eftir mér á leiðinni. Þá var lagt af stað og gekk allt slysa- laust, suður að Merkinesi. Þá gengu þaðan 3 skip, 2 áttæring- ar og eitt 6 mannafar. Ég reri á 6 mannafari og fiskaði eitthvað um fjögur hundruð fiska fyrir lúðu, sem fékkst þá töluvert af. Var þetta mest hert og flutt heim. Hrálýsið var notað með tólk. Þótti mér það sælgæti og sveik það engann. Svo herti ég líka þorskmaga og svil. Þetta var látið í skyrsýru þar til það var orðið mátulega súrt. Þarna reri ég í sjö vertíðir, en var þá alltaf sjóveikur. Það var ekki glæsilegt að fara í skinnklæði öll útmökuð með grút. Það þurfti hraust bein til að þola þetta. Samt skildi sjóveikin við mig að mestu leyti og saknaði ég hennar lítið. Þriðju vertíðina, sem ég reri þarna, varð ég fyrir því óhappi að mig kól á alla figurgómana og annað handar- bakið. Gómamir krosssprungu og gróf svo í öllu saman. Samt reri ég með því að láta klæða mig og liðkaðist ég svo þegar hendurn- ar voru orðnar blautar. Halldór útgerðarmaður hugsaði vel um þetta og skánaði mér furðu fljótt, en bágt átti ég með að vinna. Ég hafði heila lófana og gat því haldið utan um árarnar, og gerði helzt ekki annað en að andæfa. Svo var mér hjálpað til að gera að fiskinum sem mér bar. Síðasta skeinan var gróin 17 vik- ur af sumri. Þessa vertíð fékk ég hæstan hlut, átta hundruð af þorski og lúðu, rikling á 2 hesta og á þriðja hestinn af kinnum og gellum. Var það góð búbót. Mesta lúðuna fengum við í Reykjanesröst. Var mikið af því stórlúða. Ég var nú að verða 18 ára og var þetta fyrsta árið sem ég fékk kaup. Voru það 16 kr. Var ég i Kefla- vík vorvertíðina til róðra og landvinnu hjá Arnbirni sem fyrstur reisti bakarí í Keflavík. Kaup mitt þar voru 40 kr. til Jónsmessu. Stundaði ég sjó í þrjár vikur meðan síld veiddist og var þá lítill svefn þann tíma. Við sóttum út í Garðsjó drykkj- arlausir og matarlausir. Kom það oft fyrir að við vorum á sjón- um hátt upp í sólarhring. Þá var maður farinn að verða innan- tómur, Þá var ekki siður að hafa með sér hvorki mat né drykk. Svo þegar að landi kom þá fór- um við hásetarnir að gera- að aflanum, en formaðurinn að sofa. Og þegar það var búið þurftum við oft að sækja til bak- aríisins, og þá var kominn tími til að róa aftur, og þá var enginn svefninn. Maður átti því þessar fáu krónur. Sama var vorið áð- ur hjá Ásbirni í Njarðvíkum nema að ég hafði heldur meiri svefn, oftast þó tvo tíma á sól- arhring. En þar fékk ég krónu á dag. Þá tíðkaðist ekki meira kaup, en vetrarvertíðarkaup um 50 kr. Vinnumannskaup var frá 40—100 kr. Vinnukonur fengu frá 12—20 kr. í kaup. Þær voru líka fleiri ár að vinna fyrir söðli, kistu og sængurrúmi. Auðvitað fengu þær þrjú föt og til handa og fóta, en oft þurftu þær að vinna að fötum sínum í frístund- um sínum. Vinnumenn fengu fjögur föt og til handa og fóta. Næstu vertíð reri ég á sama stað, var þá útgerðargerðarmaður sem kallað var. Fékk ég þá 50 kr. yfir vertíðina og gengu þær í búið. Næsta ár fékk ég nýjan hnakk, er kostaði 40 kr. Eftir fimm ára skeið fór ég frá Odda í Lúnans- holt til foreldra minna, dvaldi hjá þeim eitt ár. Næsta ár fór ég til Runólfs bróður, þegar hann byrjaði búskap sinn í Koti á Rangárvöllum. Dvaldi ég þar eitt ár og var ég heima það haust. Það var erfiðleikum bundið að búa í Koti, því að ekkert slægju- land var þar nema túnið, sem gaf af sér 30 hesta. Fengum við því slægjur niður á Rangárvöll- um, á eyðijörð, Ketlu. Áttu hana bræður tveir, Ólafur er bjó í Sel- sundi og Ófeigur í Næfurholti. Þangað var þriggja stunda lesta- gangur. Heyjuðum við þar 150 hesta og vorum við bara tveir við heyskapinn. Eins var með vatnið. Það var einnar stundar ferð 1 Selsundslæk og varð ég að bera vatnið á bakinu í 40 potta kút, haust og vor. Hafði ég reið- ingsdýnu undir kútnum til þess að það væri mýkra við bakið. Einu sinni var ég að sækja vatn og þá var okkur gefinn hálf tunna af rófum og bætti ég henni ofan á kútinn. Þama í Koti var enginn hrossahagi, en þetta var góð jörð fyrir fé. Land- ið var mest brunahraun frá forn- öld, sem Hekla hafði framleitt, en hitt var mest sandur og vik- ur. Víkingslækur, hefur runnið rétt fyrir neðan bæinn í fortíð- inni, en hefur þá þornað upp í eldgosi. Sést ekkert af honum nema svolítill spotti út við Ytri- Rangá. Nú ætlaði ég að verða laus næsta ár og hætta vinnu- mennsku, en það fór á aðra leið. Samt fór ég suður seint um haustið til að ráðgast við kunn- ingja mína, en það varð þá öll lausamennskan, að ég réði mig hjá Þorláki alþingismanni í Fífu- hvammi, fyrir 300 kr. um árið. Mér hafði aldrei verið boðið svo gott kaup. í Fífuhvammi dvaldi ég í tvö ár. Nú legg ég af stað heim og ætla Mosfellsheiði. Fór ég klukkan þrjú af stað úr Reykjavík. Þeg- ar ég kem á móts við Miðdal þá er að verða dimmt af nóttu og kominn næðings bylur. Ég ætlaði austur að Skógarkoti um nótt- ina, en réði samt af að halda á- fram. Ég vissi af sæluhúsi aust- ur á heiðinni og ætlaði að halda þar til, til morguns ef á þyrfti að halda. Hélt ég því áfram, því það var upphlaðinn vegur dálít- inn spöl. Þegar ég var búinn að ganga góðan tíma, þá var kom- inn svo mikill austan bylur að ég sá sama og ekkert frá mér. Nú leist mér ekki á blikuna. Ég vissi að það var tveggja stunda gangur að sæluhúsinu. Nú var upphlaðni vegurinn búinn. Samt reyndi ég að halda stefnunni. Nú var vandinn að hitta á kofann. Var ég svo heppinn að ég sá grilla í hann rétt hjá mér. Var ég þá alhugar feginn, að vera bú- inn að fá húsaskjól. Það var

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.