Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 7
Nr. 9 HeiMa er bbzo: 263 r— —-—^ —-- >, HESTAVÍSUR skófla í hespu á hurðinni og gat ég ipokað frá hurðinni, til að komast inn. Ég fór að virða kof- ann fyrir mér, sá ég þá að þetta myndi vera hús fyrir hross, en ekki hrakta menn. Samt hélt ég til í honum og sló fljótt að mér kulda því ekkert var þarna til að hlúa að sér með eða leggja sig í, nema pallur og þótti mér hann ekki vistlegur fyrir hvílu. Ég hafði með mér spíritusflösku og var að smá dreypa á henni og hélt hún mér töluvert við. Ann- að verra var, sem ég hafði ónæði af en kuldinn. Ég var búinn að heyra mikið talað um drauga- gang í þessum kofa. Ég setti í mig kjark og var tilbúinn að taka á móti því sem hendi bæri, en aumingja vofurnar hafa víst kennt í brjósti um mig, því þær létu mig í friði. Svo leið þessi kalda og langa nótt. Um morguninn þegar fór að birta, lagði ég af stað og bað guð að likna þessari huldu veru, ef hún væri þá nokkur. Svo hélt ég að Skógarkoti, í sæmilegu veðri. Ég var að finna Þorsteinn bróð- ir, sem var þar vinnumaður. Svo komst ég heim heilu og höldnu. Var fólk mitt orðið hrætt um mig, því illviðrasamt var um þessar mundir. Á næsta vori fór ég að Fífuhvammi 21 árs að aldri. Á því heimili voru þrjár stúlkur, 2 dætur hjónanna og uppeldis- dóttir þeirra, og tökupiltur, syst- ursonur Þorláks. Vinnumenn toldu þar illa vegna skaplyndi húsbónda. Stundum lék hann á alls oddi, aðra stundina var ekki hægt að toga út úr honum orð, nema köpuryrði og ónot. Leidd- ist mér þetta mikið, því ég var sjálfur glaðsinna, en hann talaði aldrei á bak manni. Ég fékk þar góðan orðstýr. Samt gat ég ekki verið þar nema 2 ár, þó kvenn- höndin væri mér hliðholl. Ég tók að mér fé til hirðingar, fram að vertíð. Þess á milli var ég í jarða- bótum og mótekju. Það var mik- ið tekið af mó, sem var aðal eldi- viðurinn. Mórinn var 14 stungur á þykkt. Á haustin fór ég austur í Þingvallarétt með öðrum fleiri mönnum, til að hirða féð, er átti heima fyrir sunnan Mosfellsheiði. ÉG HEF NÚ blaðað í síðasta hefti Heima er bezt, eða réttara sagt lesið það gaumgæfilega, og vil ég hvorki segja kost né löst á, því hvorttveggja liggur ljóst fyrir. Mér er það ljóst mál, að þú eygir það markmið, sem því riti er ætlað, sem minnir með nafni sínu á heimili eða heimahaga, heimaland og þar fram eftir göt- unum. Öll þessi hugtök hafa sér- stakan blæ í málmynd sinni, og það er engin tilviljun, að hug- takið „bezt“ fylgir þeim. Það er sannara en sagt verði. En þá er líka bezt að fara til sinna heima- haga og horfa í kringum sig í minning um þroska og yndi, sem þar hefur gefist. Það er langt mál að fara langt í þetta efni, en eitt hið mesta yndi heima er hesturinn og mjög margar þroskaminningar eru við hann tengdar. Nú er hann einhvern Þá var skilaréttin í Árnakrók. Var glatt á hjalla nóttina fyrir réttardaginn. Þar var dansað, sungið, slegist og trúlofast. Margs konar sælgæti var þar á boðstól- um, kaffisala, hákarl og brenni- vín. Einu sinni lenti ég þar í stímabraki við Guðna Oddsson frá Félagsgarði. Hann var að leita mín til að yfirvinna sig. Þekkti ég hann aðeins í sjón, en vissi að hann var jötunnefldur. Þá kom að því að leiðir okkar lágu saman, var ekki að sökum að spyrja. Hann tekur annari hendinni undir kverk mina og ætlar að slá mig með hinni. Ég reiddist, tók rykk á mig svo málsmálið slitnaði, og skellti honum því næst á utanfóta- bragði. í því kemur kunningi hans honum til hjálpar og lenti ég þá undir þá báða. Samt komst ég á fætur. Var ég þá orðinn æfa- reiður og slæ Guðna. Þá þutu menn upp til handa fóta til að skakka leikinn, sem var kominn á hættulegt stig. En daginn eftir veginn að ganga að hurðarbaki í þjóðlífinu, en minningin lifir og hana á að hefja svo hátt, að aft- ur komi „Skinfaxi“ og aki kerru dagsins, eins og hinn forni hug- myndaheimur lét vera, án þess að hann taki við henni í þjóðlíf- inu, eins og hann gerði mestan hluta sögu. Þessar minningar um hestinn eru meðal annars í fjölda mörgum vísum, sem orð- ið hafa til í daglega lífinu af yndi hestsins og þýðingu í þjóð- lífi voru fram að þessum tíma. Nú þætti mér vel til fundið, að Heima er bezt taki upp sérstak- an þátt af hestavísum, og mundi þá margt koma í leitirnar, sem betra er að geyma en gleyma. Og þótt Einar E. Sæmundsen hafi safnað miklu af þessum þýðing- armiklu vísum, er þó alltaf þörf á því „að tína berin“. Ég átti um tíma einn hinn á- sá ég Guðna með reifað höfuðið. Spurði ég hann hvernig honum liði, og sagðist hann vera ótta- legur aumingi. Eftir þessa viður- eign urðum við beztu mátar og unnum oft saman í Reykjavík. Ég var tvö haust 1 Öskjuhlíð. Ég var þá hjá Gísla múrara. Þá var kaupgjaldið 20 aurar á klst. hjá verkamönnum. Maður sem hafði hest og vagn fékk fyrir sig og hestinn 4,00 kr. á dag að haust- lagi. Annars var kaupgjaldið 25— 30 aurar. Þá var mest byggt upp úr steini. Klofinn steinn tilsett- ur sem var 12 og 12 kostaði 60 aura alinin, kominn á bygging- arstaðinn. En steinn sem var settur á þrjá kanta var keyptur á 40 aura ferhyrningsalinin. Ár- ið 1898 flutti ég vinnumaður austur í fæðingarhrepp minn til Jóns Jörundssonar í Flagbjarn- arholti. Dvaldi ég þar 2 ár og bar lítið til tíðinda á því tímabili. Læt ég hér staðarnumið að sinni. Magnús Jóhannsson. Hafnarnesi.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.