Heima er bezt - 01.11.1951, Page 9

Heima er bezt - 01.11.1951, Page 9
Nr. 9 HeIIiÍA er bezot 265 Það segir mér sonarsonur Gísla í Ármúla og alnafni, Gísli Bjarnason skipasmiður í Reykja- vík, að aldrei hafi hann heyrt afa sinn minnast á það að hann hefði verið varaþingmaður ís- firðinga og átt kost á því, að setjast í sæti Jóns Sigurðssonar. Gísli var um tvítugt, er afi hans lézt, svo vel mátti hann taka eft- ir því, ef gamli maðurinn hefði minnst á slíkt. Ber það enn vott um að Gísli var ekki maður raupsamur. Grein Jóns Sigurðssonar ber það mér sér að honum var ekki í mun að ómaka sig á Alþing til þess að rækja þar formleg þing- störf. Hann var fyrst og fremst kominn þar í því skyni að hrinda hinum mest varðandi málum fram á leið. Svo er líka að sjá af bréfum Jóns Sigurðssonar að hann hafi átt mjög örðugt með að vera að heiman um þessar mundir vegna margvíslegra ritstarfa í þágu ís- lands og vísindastarfa. Geta má sér þess til raunar, að Jón Sigurðsson hafi ekki fýst að láta varaþingmann sinn mæta á Alþingi vegna hugsanlegrar af- stöðu hans í kláðamálinu. Jón Sigurðsson var sem kunnugt er lækningamaður eindreginn og lenti þar í andstöðu við megin- þorra flokksbræðra sinna, en nær allir þingbændurnir voru niðurskurðarmenn. Nær ávallt voru þingsæti full- skipuð á ráðgjafarþingunum, og var þetta því sérstætt um ísa- fjarðarsýslu, tvö þing í röð, en varamenn mættu þar oft jöfn- um höndum. Sumir aðalþingmenn tóku aldrei sæti á Alþingi þessi árin. — Þannig var Árni Thorlacius í Stykkishólmi kjörinn aðalþing- maður Snæfellinga á fyrstu ráðgjafarþingin 1845—49, en lét varaþingmanninn, Kristján sýslumann Magnusen mæta á tveimur þingum, en á hinu þriðja mætti enginn. Séra Friðrik Eggerz var líka kosinn aðalþingmaður Snæfell- inga árið 1852, en lét sr. Eirík Kúld varaþingmann sinn mæta á öllum þingunum. Þá var Bryn- jólfur Benediktsen í Flatey kjör- inn alþingismaður Barðstrend- inga árið 1864, en lét varaþing- mann sinn, sr. Eirík Kúld mæta á báðum þingunum 1865 og 67. — Loks má geta þess, að Þor- steinn sýslumaður Jónsson var skipaður konungkjörinn þing- maður þessi árin,- en settist aldrei á þingbekk og kom varaþing- maður í hans stað. Má vera að fleiri aðalþing- menn hafi aldrei á þingbekk sezt þótt mér sé ekki sem stendur kunnugt um það. Haft hefur verið á orði, að ýmsum hinna þjóðhollari em- bættismanna hafi verið óljúft að taka við konungkjörnu þing- sæti á ráðgjafarþingunum, þótt þeir létu til leiðast um stund og hefur Þorsteinn sýslumaður sjálfsagt verið einn þeirra, en haft þann manndóm að taka aldrei sætið. Sumir báru víst fyrir sig annir, þóttust eigi mega að heiman vera sumarmánuðina, og hefur sennilega verið svo um Brynjólf í Flatey (hann mætti þó á þjóð- fundinum). Hvort séra Friðrik hefur metið meira að annast bú- sýslu sína, ellegar að hann hafi ekki talið sig geta að heiman far- ið sumarmánuðina, verða hér ekki leiddar líkur að. En það, sem birtst hefur af æviþáttum hans bendir þó á, að hann hafi ekki sótst eftir vegtyllum né hé- gómlegum hlutum, þótt harð- fengur fésýslumaður væri. Þetta stingur harla mikið í stúf við þá siðvenju síðustu ára, er varauppbótarmenn taka þing- sæti, ef aðalþingmaður bregður sér frá nokkra daga. — Uppbót- arþingsætin hafa í núgildandi stjórnarskrá og kosningalögum forgangsrétt yfir kjördæma- kjörnu þingmennina, sem eng- an varamann geta sett fyrir sig þótt þeir forfallist frá þingstörf- um allan þingtímann eða leng- ur. Er þetta heldur ömurlegur vottur um flaustursbrag Alþing- is á stjórnlagasmíð vorri. Hver kynslóð hefur sínar sið- venjur, sem sumpart eru festar í lög, sumpart látnar skapast, sem venjur í háttum einstakling- anna. Hversu sem fer um „smekk“ ^Tljaniar Eftir Bénedikt Gíslason frá Hofteigi. Eg var Kata á kjólnum grænum, kát og fjörug, lítils vís. Átti heima á „innra“ bænum, ætlaði mér að vera í blænum, einhvers konar draumadís. Fátæk var ég, fekk að skarta flesta daga á sama kjól. En ung eg var og átti hjarta, — úti sumarnóttin bjarta — Fór eg upp að Fagurhól. Fagnaðs hlaðin föngum mínum fór eg inn með Grænuhlíð. Lífið allt á ljúfum dýnum lúrði vors í draumi sínum. Lóan sagði „bí“-in blið. ' Fagurt var um foldarbólin, fjallagolan mild og hrein. Himinn bjóst í heiða kjólinn. Hágang var að kveðja sólin. Grænahlíð í gulli skein. Laufi skrýddist lítil hrísla 'lágt í skauti dalaranns. — Lækir yndisómi hvísla, — að eg skildi hitta ’ann Gísla. Oft eru skrýtin örlög manns! Nú er síðan langt um liðið, löng er búin ævitíð. Bráðum opnast hamrahliðið, hleyp eg út á blómasviðið, græna Fagurhóls- við -hlíð. Það kvað sjást um sumarnætur svipur stúlku á grænum kjól. — Fer hún inn við fjallsins rætur, fagnar hún þá, eða grætur — fyrií innan Fagurhól. þjóðmálamanna vorra í ýmsum efnum þá er það víst, að ávallt verður að teljast mikilsvert, að menn sækist því aðeins eftir sæti á þingbekk, að þeir telji sig eiga brýnt erindi á Alþing. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.