Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 10
266
HEiaÍA ER BEZT
Nr. 9
Gömul trú og fomar sagnir:
Arnarfætur — og ásatrú
Eftir Þorstein J. Jóhannsson
MARGT ELDRA FÓLK, sem
uppalið er í sveit og sérstaklega
þar, sem smiðjur voru á bæjum,
mun kannast við arnarfæt-
urna, sem hafðar voru til að
halda í á taug þeirri, sem lá til
smiðjubelgsins, sem blés afl-
inn, þegar smíðað var í smiðj-
unni. Hætta var auðvitað alltaf
á, að slík hús brynnu, ef eldur
leyndist eftir að kveldi, svo að í
gæti kviknað að nóttu til. Það
var trú fólks, að ef einhver hlut-
ur af örn, eða fálka — val —
væri í húsinu eða smiðjunni, þá
mundi það hús ekki brenna.
Ég ætla að segja hér frá öðru,
sem á víst til sama uppruna að
rekja, þótt það væri ekki almenn
venja að sinna því.
Ég er uppalinn á eyjajörð, þar
sem töluvert varp var á heima-
eyjunni ásamt nærliggjandi eyj-
um og hólmum. Ég man eftir
því, að það kom oft fyrir á vorin,
stuttu áður en æðarvarp byrj-
aði, að faðir minn lét safna
saman á tveim til þremur stöð-
um, þurrum og hálfþurrum
marhálmi, sem skolað hafði
upp um stærstu flóð um vetur-
inn, kom svo með dálítið af mó
og öðru eldsneytisrusli og lagði
svo eld í. Þegar eldurinn var vel
lifnaður í mónum, var bætt á
marhálminum eftir þörfum, en
ekki svo mikið, að eldurinn
kafnaði. Við þetta myndaðist
töluverður eldur og reykjarhaf
mikið, sem lagði langt yfir, ef
vindur var. Þetta var kallað að
bræla varg eða að fjarlægja
hann varplöndin. En vargur
hét bæði örn, fálki (valur) og
hrafn. Fuglar þessir voru allir
skaðlegir i varplöndum, en þó
mismunandi. Örn var að vísu
skaðleg ef hún heimsótti varp-
land, og mun brælan helzt hafa
átt að fæla hana frá varpland-
inu, en örn var þó fremur sjald-
gæf til spillis í varplandi, ef hún
ekki hafði orpið í nærliggjandi
klettaeyju eða fjallshömrum.
En ef hún kom í varp, var hún
mjög skæð og allir fuglar
hræddir við hana, og æðarkolla,
sem hún sá á hreiðri sínu, átti
það víst að lenda í klóm hennar,
annaðhvort til átu strax við
hreiðrið, eða til burtflutnings.
Á þeim tímum var dálítið um
örn, þó hún megi nú heita horf-
in úr landinu. Það var töluvert
um fálka hér á landi fyrir 60 ár-
um, en ekki gat hann talizt mjög
skaðlegur í æðarvarpi, því að
hann ræðst frekar á smærri
fugla, þó allir fuglar séu hrædd-
ir við hann. Þá er að minnast
á hrafninn. Hann er í reynd-
inni skæðastur þessara hræ-
fugla í æðarvarpi, þó að hann
drepi ekki fullorðna fuglinn, því
að hann er gráðugur í æðaregg-
in á meðan þau eru ný. Æðar-
kollan fer ekki að liggja á eggj-
um sínum í hreiðrinu fyr en
við þriðja egg, sem hún hefur
orpið í hreiðrið, heldur fyllir
hún hreiðrið með allskonar
rusli, svo að sem minnst beri á,
að þar séu egg undir, og fer svo
til sjávar í bili. Hún er því ekki
viðlátin að verja þessi fyrstu
egg sín, og öllum fuglum er ekki
nærri því eins annt um egg sín,
á meðan þau eru ný, eins og
þegar þau fara að verða unguð.
Krummi veit vel, hvernig æðar-
kollan hagar varpi sínu og
skyggnist því vel um, eftir þess-
konar hreiðrum, ekki sízt
snemma á morgnana, því það er
venja hans að taka daginn
snemma. En æðarkolla, sem
tapað hefur fyrstu ’eggjum sín-
um úr hreiðri, verpur aldrei aft-
ur á því vori í sama hreiðrinu,
heldur býr hún sér hreiður ein-
hvers staðar annars staðar,
jafnvel í annarri eyju, sem til-
heyrir öðrum varpeiganda. Þetta
eggjarán krumma getur því orð-
ið skaðlegt varpeiganda, ef mik-
ið kveður að því, sem stundum
vill verða. Ekki étur krummi
eggin við hreiðrin, heldur flýg-
ur burt með þau í nefinu, til bú-
staðar síns, og getur farið marg-
ar ferðir sama dag. Hér getur
því verið um töluvert tjón fyrir
varpeiganda að ræða, ef hrafn-
vargur sækir mikið í varpland í
byrjun varps. Stundum hafa
fundizt ný æðaregg t. d. í smá-
fylgsni, þar sem er moldarkent
í þúfu, og er sagt að það sé eftir
krumma, sem hafi komið því þar
fyrir, þegar veiðin er góð hjá
honum, og ætli sér að sækj a það
seinna, þegar hann þarf með, en
til þess að finna það aftur, tek-
ur hann mið, en miðin eru ský-
in, en skýin eru óstöðug eins og
menn vita, og finnur hann því
eggið ekki aftur. Þaðan er kom-
ið máltækið um það sem er ó-
stöðugt eða vafasamt: að miða
við skýin eins og hrafninn. —
Þessi trú á skýjamiðun krumma,
mun vera komin af því, að þeg-
ar hann situr, er hann venju-
lega að halla til hausnum sitt á
hvað, eins og hann sé að horfa
upp til skýjanna. Það er sagt, að
hrafninn verpi fugla fyrstur á
vorin, jafnvel nokkru fyrir
sumar. Geri þá hart kuldakast
með snjókomu, sem stundum
vill verða, en krummi á hreið-
ur sín í fjöllum eða fellum, og
sé hann svo óheppinn að vera
áveðra eða illa settur þar, þeg-
ar mikinn kulda gerir, helzt
hann þar ekki við, er þá sagt,
að hann éti sín eigin egg, éti
undan sér, eins og það er kallað,
og verður þá á eftir því gráðugri
í annarra egg. Þessi aðferð
krumma er ekki talin eftir-
breytnisverð, en nauðsyn getur
brotið lög hjá krumma eins og
öðrum. Þaðan er komið mál-
tækið: að éta undan sér, eins og
hrafninn.
Nú er bezt að reyna að vita
hvort nokkuð það sé finnanlegt,
sem bendi til hvaðan þessi trú
fólks er komin, að eldur og
reykur sé til þess fallið, að hræ-
fuglar (sérstaklega örn) forðist
að koma nálægt þeim stöðum,
sem eldur hefur verið kyntur á,
þó nokkuð sé umliðið. Eða að
betra sé en ekki að hafa ein-
hvern part af arnarham, til
dæmis arnarfót í húsi því, sem
eldhætta er, og forða með því
húsbruna, því eitthvað eða
eitthvert dularafl sé að verki
frá arnarhamnum eða hluta af