Heima er bezt - 01.11.1951, Side 11
Nr. 9
HeikCa er bbzt
267
honum, sem bægi eldshættunni
frá sér, til að brenna ekki sjálf-
ur.
Það er enginn vafi á því, að
ástæðuna fyrir þessari trú, er
hægt að finna, en það verður að
leita langt til þess. Ástæðuna
er að finna lengst aftur í forn-
öld, alla leið aftur í Ásatrú eða
lengra. Sýnir það, hve lífseigar
fornar norrænar venjur hafa
getað orðið, eða gamlar hug-
myndir, aldaröðum eftir að þær
eiga að vera úr gildi gengnar
og mörgum öldum eftir að allur
almenningur hefur gleymt upp-
runa þeirra eða ástæðu að þeim.
Til gamans ætla ég að skrifa
hér upp kafla úr norrænni goða-
fræði, sem er undirstaðan að
þessari trú fólksins, sem hefur
haldizt við fram á vora daga.
Þessi kafli er þannig:
ÞJASI OG IÐUNN.
„Þrír Æsir fóru að heiman, Óð-
inn og Loki og Hænir, og fóru
um fjöll og eyðimerkur, og var
illt til matar. En er þeir koma
ofan í dal nokkurn, sjá þeir
öxnaflokk og taka einn oxann
og snúa til seyðis. En er þeir
hyggja, að soðið mun vera, raufa
þeir seyðinn, og var ekki soðið.
Og í annað sinn, er þeir rjúfa
seyðinn, þá er stund var liðin,
og var ekki soðið. Mæla þeir þá
sín á milli, hverju þetta mun
gegna. Þá heyra þeir mál í eik-
ina upp yfir sig, að sá, er þar
sat, kvæðist valda því, er eigi
soðnaði á seyðinum. Þeir litu
til og sat þar örn og eigi lítill.
Þá mælti örninn: Viljið þér gefa
mér fylli mína af oxanum, þá
mun soðna á seyðinum." Þeir
játa því. Þá lætur hann sígast
úr trénu og sezt á seyðinn og
leggur upp þegar hið fyrsta lær
oxans og báða bógana. Þá varð
Loki reiður og greip upp mikla
stöng og reiðir af öllu afli og
rekur á kroppinn erninum. Örn-
inn bregst við höggið og flýgur
upp. Þá var föst stöngin við bak
arnarins, en hendur Loka við
annan enda stangarinnar. Örn-
in flýgur hátt svo, að fætur
Loka taka niður grjót og urðir
og viðu, en hendur hans hyggur
hann að slitna munu úr öxlum.
Hann kallar og biður allþarflega
örninn friðar. En hann segir, að
Loki skál aldrei laus verða,
nema að hann veiti honum
svardaga að koma Iðunni út um
Ásgarð með epli sín. En Loki vill
það. Verður hann þá laus og fer
til lagsmanna sinna, og eru eigi
að sinni sögð fleiri tíðindi um
þeirra ferð, áður þeir koma
heim. En að ákveðinni stundu
teygir Loki Iðunni út um Ás-
garð í skóg nokkurn og segir, að
hann hefur fundið epli þau, er
henni muni gripir í þykja, og
bað, að hún skal hafa með sér
sín epli og bera saman og hin.
Þá kemur þar Þjasi jötunn í
arnarham og tekur Iðunni og
flýgur braut með og í Þrymheim
til bús síns. En Æsir urðu illa
við hvarf Iðunnar og gerðust
þeir brátt hárir og gamlir. Þá
áttu Æsir þing, og spyr hver
annan, hvað síðast vissi til Ið-
unnar. En það var séð síðast,
að hún gekk út úr Ásgarði með
Loka. Þá var Loki tekinn og
færður á þingið, og var honum
heitið bana eða píslum. En er
hann varð hræddur, þá kvaðst
hann mundu sækja eftir Iðunni
í Jötunheima, ef Freyja vill ljá
honum valsham, er hún á. Og
er hann fær valshaminn, flýgur
hann norður í Jötunheima og
kemur einn dag til Þjasa jötuns.
Var hann róinn á sæ, en Iðunn
var ein heima. Brá Loki henni í
hnotarslíki og hafði í klóm sér
og flýgur sem mest. En er Þjasi
kom heim og saknar Iðunnar,
tekur hann arnarhaminn og
flýgur eftir Loka og dróg arn-
súg i flugnum. En er Æsirnir sá,
er valurinn flaug með hnotina
og hvar örnin flaug, þá ganga
þeir út undir Ásgarð og báru
þannig byrðar af lokarspónum
(Lokar er sama og Hefill). Og
þá er valurinn flaug inn um
borgina, lét hann fallast niður
við borgarvegginn. Þá slóu Æs-
irnir eldi í lokarspænina, en
örnin mátti eigi stöðva sig, er
hann missti valsins. Laust þá
eldinum í fiður arnarins og tók
þá af fluginu. Þá voru Æsir nær
og drápu Þjasa jötunn fyrir inn-
an Ásgrindur, og er það víg all-
frægt. En Skaði dóttir Þjasa
jötuns, tók hjálm og brynju og
öll hervopn og fer til Ásgarðs að
hefna föður síns. En Æsir buðu
henni sætt og yfirbætur, og hið
fyrsta, að hún skal kjósa sér
mann af Ásum og kjósa að fót-
um og sjá ekki fleira af. Þá sá
hún eins manns fætur for-
kunnar fagra og mælti: „Þenna
kýs ég, fátt mun ljótt á Baldri.“
En það var Njörður úr Nóatún-
um. Það hafði hún og í sættar-
gjörð sinni, að æsir skyldu það
gera, er hún hugði, að þeir skyldi
eigi mega, að hlægja hana. Þá
gerði Loki það, að hann batt um
skegg geitar nokkurrar og öðr-
um enda um herðar sér, og létu
þau ýmsi eftir og skrækti hvort-
tveggja hátt. Þá lét Loki fallast
í kné Skaða og þá hló hún. Var
þá gjör sætt af Ásanna hendi
við hana. Svo er sagt, að Óðinn
gerði það til yfirbóta við Skaða,
að hann tók augu Þjasa og
kastaði upp á himinn og gerði
af stjörnur tvær.“
Saga þessi geymir í sér ram-
forna goðsögn eða trú, sem
gengið hefur kynslóð eftir kyn-
slóð í fornöld í minni manna og
frásögnum, mörgum öldum áð-
ur en ritöld hófst. Menn munu
segja, að sagan sé ósköp barna-
leg. Ég held, að við ættum sem
minnst að tala um barnaskap
hjá fornþjóðum, hann er áreið-
anlega til hjá okkur, enn í dag,
í ýmsu, og líka til í því sem nú
er kallað heilagt orð.
Aðalinnihald sögunnar, sem
hér skiptir máli, er þetta: Illur
hugur eða ill vera kemur til goð-
anna í arnarlíki, og gerir þeim
mikinn óskunda og ætlar meira
að segja að hafa á burt með sér
einn þeirra, þó hann sleppi með
því að gangast undir afarkosti
frá hinu illa, sem var í arnar-
hamnum, en sá verknaður kemst
upp og verður Loki því að bæta
fyrir hann. En til þess verður
hann að fá ytri búning, sem
ekki stendur að baki þeim, sem
hið illa bjó í, sem var arnar-
hamur. Þess vegna fær hann
valsham, (sem Freyja átti). Því
valur er hraðfleygari en örn, þó
hann sé minni. Þegar eltingar-
leikurinn byrjar á milli Loka í
valshamnum og Þjasa í arnar-
hamnum, þá sjá goðin að óvíst
er, hvor muni vinna, og taka
það ráð að bera saman lokar-