Heima er bezt - 01.11.1951, Page 14

Heima er bezt - 01.11.1951, Page 14
270 HEIMA ER BE’ZT Nr. 9 VISNAMAL enginn vafi á, að lögð hefur ver- ið áherzla á, að segja sem rétt- ast frá, en í sem styztu og skýr- ustu máli, enda ekki ósennilegt, að stundum hafi þeir, sem á hlustuðu, getað leiðrétt sögu- mann ef þurft hefur, því vegna margendurtekins áhuga og það oft um sama söguefni, hafa margir blátt áfram lært þær. Þetta var þátíma fróðleikur og skemmtun fólksins, á sinn máta eins og sögulestur varð seinna á prentaðar bækur t. d. á kvöld- vökum. Seinnitíma kynslóðir og nú- tíminn eru í mikilli þakkarskuld við fortíðarfólkið, sem nam þennan sagnafróðleik allan og geymdi í minni sér, svo að hann gæti gengið til næstu kynslóða. Það yrði lítið um þekkingu okk- ar á fortíðinni t. d. hér á Norð- urlöndum, uppruna og ýmsum atburðum, ef þetta fortíðarfólk hefði ekki reynt að festa sér þá sem bezt í minni, svo að þeir gætu gengið til afkomendanna, og með því hafa þeir komizt inn á ritöld hér á Norðurlöndum, sem ritað mál. Það^r greinilegt, að fornmenn hafa haft mjög ná- kvæma og skýra eftirtekt — kemur það víða fram í íslend- ingasögum — þá hafa þeir haft frábærlega gott minr\i. Þessir hæfileikar hafa þroskast við mikla æfingu og þjálfun, og ræður þar sama lögmál og við þroskun líkamlegra hæfileika. Fram á okkar daga hefur þessi mikli eftirtektarhæfileiki komið fram t. d. í því að sjá fyrir veð- urlag. En sá hæfileiki er nú mjög að hverfa, vegna æfinga- og eft- irtektarleysis. Frásagnagáfan hefur hjá mörgum verið orðin að hreinni list á framsetningu efnisins, svo að allt væri sem skýrast og greinilegast, en þó í sem styztu máli, án ofmikilla umbúða, og sem réttast. Þar var ekki verið að hafa umbúðimar sem lengstar og mestar, svo að þó eitthvert efni væri, þá væri það illfinnanlegt innan um þær allar. Menn hafa saknað þess að vita ekki nöfn þeirra, sem hafa ritað t. d. íslendingasögur, og væri víst ekkert á móti því, að TÆKIFÆRISVÍSUR eftir Pál á Hjálm- stöðum. Þegar Ferskeytlur og farmannsljóð Jóns S. Bergmanns voru nýkomin út, og Páll hafði lesið kverið, gerði hann þessa vísu: I ’onum óðareldur býr, ei þær glóðir linna. Bergmanns hróðrar dísin dýr deyfir ljóðin hinna. Eftir lestur „Hvamma" Einars Benedikts- sonar, kvað Páll: Ennþá heldur bolsterk björk blöðum iðja grænum. Engin finn eg ellimörk á Einars Ijóðum vænum. Þessa vísu kvað Páll að vetrarlagi: Nú er vestan veðra gnýr veina brestir klaka, stormur hvestur hurðir knýr hríðar þrestir kvaka. Þegar Hekla gaus 1947 kvað Páll vísu þessa — en Hekla blasir við frá Hjálm- stöðum: Roða slær á rökkurský rotnar hæra af kolli. við vissum nöfn þeirra allra. En orsakir til þess að við vitum lít- ið um höfundana, munu aðal- lega vera tvær. Sú fyrri, að þeir, sem rituðu fyrst sögurnar, hafa ekki verið búnir að fá inn í sig neitt sérmat á sjálfum sér, fyrir þessa ritmennsku sína, sem nauðsynlegt væri að auglýsa til eftirkomendanna. Menn vildu heldur í þá daga vera en sýnast. Þeir vissu líka, að það var rangt að eigna sér þesa eða hina sög- una, þótt þeir kæmu henni á bókfell. Hin ástæðan var nefni- lega sú, að þeir, sem rituðu, hafa líklega fæstir átt mikinn þátt í efni hennar. Söguefnið var komið frá öðrum, sem mundu og kunnu, og þeir hafa sjálfsagt verið margir að sömu sögunni, annað er lítt skiljanlegt, og þá eru í raun og veru margir höf- Hekla ærist enn á ný elds í glærum solli. Jósep S. Húnfjörð fór skemmtiför austur í Laugardal. Gerði hann þá eftirfarandi vís- ur um tvo af gömlu dalbændunum. Pál á Hjálmstöðum þekkti hann áður. En Böðvar hafði hann ekki séð fyrr. Hann var þá staddur í Miðdal: Hetjutaugar hér má sjá. Hetjubaug, sem glitrar á. Fögur augu, björt og blá. •— Böðvar Laugarvatni frá. — Oftast glaður, orðaþjáll, óðs í vaði snjall og háll. Umtalaður eins og Njáll er Hjálmstaða skáldið Páll. I annað sinn fór Jósep austur í Þjórsár- dal. Kvað hann þá þessa vísu: Hugann næra fornhelg föng, forna æru kynna. Gildan mæring Gauk á Stöng gaman væri að finna. Er hann kom i skálatóftina á Stöng kvað hann: undar að sömu sögunni, var því illt að tilgreina, hver væri höf- undur að þessu og hver að hinu. Söguritarinn færði auðvitað í stílinn, hefur kannske bætt inn í orðum eða setningum, ef þess hefur sérstaklega þurft með. Enginn skyldi halda, að okkar mesti sagnaritari, Snorri Sturlu- son, hafi ritað allt upp úr sér, eða haft þekkingu á öllu því, sem eftir hann liggur í rituðu máli, nei líklega minnst af því. Hinn mikli fróðleikur var úr minni annarra og frásögnum kominn. En fyrir að hafa ritað þennan merka fróðleik allan upp, og þar með bjargað honum frá algerri glötun, á hann ævar- andi þakkir skilið. Þorst. J. Jóhannsson (frá Narfeyri).

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.