Heima er bezt - 01.11.1951, Side 18

Heima er bezt - 01.11.1951, Side 18
274 HEIMA ER BE'ZT Nr. 9 úr skóginum til þess að leika sér í grasinu, en ef maður nálgaðist þá — þá lét „mamma gamla“ ævinlega til sín heyra, þótt hún sæist aldrei. Hún var bara að hóta okkur. Hérna er svo saga um mjög skoplegt fyrirbæri: Skógarhöggsmaður nokkur, sem líka var úrsmiður, sá einu sinni sjö yrðlinga að leik. Hann flýtti sér að byrgja grenið og var svó heppinn að ná í fjóra af yrðling- unum. En þar sem hann hafði ekkert við hendina til þess að geyma þá í, þá tekur hann það ráð að fara úr buxunum og geymir síðan yrðlingana í þeim, að svo búnu fór hann að leita hinna þriggja. En á meðan kem- ur „mamma gamla“, rífur upp grenið og dregur buxurnar með ungunum í niður í það. Úrsmið- urinn náði aldrei í neinn yrðling inn, en varð að fara tómhentur heim og buxnalaus í þokkabót. Og var hann upp frá þessu aldrei kallaður annað en buxnalausi úrsmiðurinn. Já, margs er að minnast úr skóginum mínum; þar lifði ég og lærði öll fegurstu ævintýrin sem ég kann. 3. Á hringleiksviðinu. Ég mun hafa verið níu ára gamall, þegar ég var sendur að heiman til þess að sjá fyrir mér að öllu leyti sjálfur. Þá voru gerð ar sömu kröfur til unglinga hvað vinnuafköst snertir og fullorð- inna karlmanna. Það hljómar kannske ekki sennilega, en samt er það satt, að ég stóðst þessa raun það vel, að ekki var fundið að við mig. Árslaunin voru tíu krónur. Ég var svo í vinnu- mennsku þar til ég náði sautján ára aldri, en þá sá ég í fyrsta skipti cirkus, trúðleikaflokk. Ég varð mikið hugfanginn af hin- um margvíslegu listum, sem ég sá þetta fólk leika, og réð mig þegar sem hjálparpilt hjá cirk- useigandanum. Eftir nokkurra mánaða starf bað ég um kaup mitt. Herrann vildi ekkert borga, en launaði mér þjónustuna með því að vísa mér tafarlaust frá störfum. Næst fékk ég starf hiá fyrirtæki, sem sýndi vaxmyndir af mönnum og dýrum og hinum margvíslegustu hlutum, eftirlík- ingar af sögufrægum pynting- artækjum, svo eitthvað sé nefnt. Litlu seinna gerðist ég svo lærl- ingur hjá fámennum og fátæk- um trúðleikaflokki. Við sýndum um þvert og endilangt landið; á sumrum í tjöldum, en á veturna í samkomuhúsum. Þetta voru erfiðir tímar. Ég fékk eina krónu og tuttugu aura í kaup fyrsta veturinn og lítið og lélegt að borða. Ég átti aðeins ein nær- föt, bg þegar ég þvoði þau, neydd ist ég að sjálfsögðu til þess að þurrka þau á sjálfum mér. Við ferðuðumst í lokuðum hestvagni, sem var sex sinnum fimm álnir — og urðum við lærlingarnir oft að sofa undir vagninum í snjó og kulda. Mér tókst fljótlega að nema ýmis konar listir, og eftir tvö ár var ég orðinn fullgildur trúðleik- ari. Ég framkvæmdi m. a. svo- nefndar tannaflraunir. T. d. fór ég í reipdrátt við sjö menn, hélt í minn enda með tönnunum ein- um saman, og gat ævinlega með sérstöku bragði dregið sjömenn- ingana um koll. Seinna var þjálfun mín í þessari list orðin það mikil, að ég lyfti smávöxn- um, íslenzkum hesti, sem vóg 435 pund, og gat gert þetta án þess að „svindla“, en þarna er hægt að koma brögðum við eins og áður er sagt. Þá var ég einn af hinum svo- nefndu „slöngumönnum", en list þessi er í því fólgin, að lík- ami trúðleikarans virðist eins sveigjanlegur og líkami sjálfrar slöngunnar. Nokkur dæmi til skýringar: Ég sat á venjulegu ölglasi með fæturna bak við hnakkann, — stóð þétt upp við staur og lét annan fótinn liggja fast upp með staurnum, — sat á sérstökum stól með fæturna fyrir aftan hnakka, lét mann leggjast á hæla mér og lágu þá fæturnir beint aftur af stólnum, þótt ég sæti með hnakkann mót stólbakinu. Og enn fleiri listir lærði ég og sýndi, t. d. hugsanalestur og mis- sýningar ýmis konar og ali furðu legar, sem of langt yrði upp að telja. Sem trúðleikari starfaði ég í tíu ár, bæði við smáa og stóra leikflokka. Cirkuslífið er í senn „brútalt“ og einkar aðlaðandi. Aðdráttarafl kringlótta leik- sviðsins í cirkus, með saggólfinu, er að mínum dómi miklu vold- ugra en leiksvið í venjulegu leik- húsi. Hér vil ég geta þess, að að- alatriðið er ekki að maður sé duglegur trúður, heldur að máð- ur eigi hæfileika til þess að leysa þrautirnar þannig af hendi, að fólkið hrífist með og gleymi öllu öðru en því, sem gerist á leik- sviðinu. Þetta er list, sem ekki er hægt að læra. Þetta verður að vera meðfætt, vegna þess, eins og fyrr er á drepið, að hér er ekki um verklegan dugnað að ræða eingöngu, heldur miklu heldur andleg áhrif, eins konar fjölda- sefjun að ég held. Ég komst fljótt að raun um, að galdurinn var helzt fólginn í því að hugsa hlýtt og fordómalaust til áhorf- endanna. Mér tókst þetta ævin- lega. Strax og ég kom inn á leik- sviðið og norfðist í augu vio áhorfendur mína, sem sátu þarna allt um kring, komst ég í óútskýranlegt sálarástand, þann ig að ég gat ekki annað en haft djúptæk áhrif á fólkið, jafnvel með hinu einfaldasta töfra- bragði. Ég átti þessa eiginleika í svo ríkum mæli, að að lokum þótti mér alveg nóg um. Ég gerði svo mikla „lukku“ á leiksviðinu, að ég fann beinlínis til óþæg- inda af því að vera ofdáður, og ekki hvað sízt af kvenþjóðinni. Á þessum árum var ég blátt á- fram umsetinn af kornungum blómarósum, hvar svo sem ég kom og fór. Þarna fékk ég ríku- legt tækifæri til þess að rann- saka sálarlífið í gegnum ástalíf- ið, ef ég mætti orða það þannig. Þessi reynsla mín kom mér að miklum notum síðar, er ég fór að fást við sjálfstæðar heim- spekilegar rannsóknir, en um iðkanir mínar á sviði hugsunar- innar mun ég geta lítillega síð- ar. Hið hrottafengna við cirkus- lífið er einkum fólgið í því, að þar er aldrei hugsað um hætt- una, já, þá miklu lífshættu, sem svona störf hafa óhjákvæmilega í för með sér fyrir trúðinn. Líf- ið er trúðleikaranum einskis virði, ef áhorfendur hans eru ekki ánægðir með frammistöðu hans á leiksviðinu. Ég kenndi

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.