Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 19
Nr. 9 Heima er BE'ZT 275 aldrei dauðahrolls, hversu mjög sem ég stofnaði lífi mínu og lim- um í hættu. Ég get ekki sagt, að nokkur skuggi hafi hvílt yfir trúðleikaraferli mínum, nema þá helzt öfund starfsbræðra minna, en þeir öfunduðu mig al- veg óspart af öllu meðlætinu. Einu sinni reyndu þeir að fá nokkra stráka til þess að „öskra mig út“. En þar sem ég var eins konar afguð strákanna, þá komu þeir sér saman um að klappa mér lof í lófa, en öskra starfsbræður mína út af sviðinu. Daginn eftir sögðu strákarnir mér frá þessu. Ég bauð þeim þá á sýninguna og bað þá að klappa fyrir okkur öllum, sem þeir gerðu ósvikið. Þetta hreif. Eftirleiðis varð ég ekki fyrir nærri því eins miklum óþægindum af hálfu starfsbræðra minna og alltaf áð- ur. Líf mikilhæfs trúðleikara er slungið marglitri töfrabirtu, en sannur trúðleikari lifir ei að síð- ur fögru og reglusömu lífi. Ef hann gerði það ekki, mundi hon- um fljótlega glötun búin sem listamanni. — Meðan ég fékkst við þessi störf lagði ég einnig stund á tónlist og lék jöfnum höndum á básúnu, gítar og mandólín. í tómstundum fékkst ég talsvert við málaralist og seldi myndirnar jafnharðan við mjög vægu verði. Þá lét ég prenta litaða mynd (póstkort) af sjálfum mér, sem ég svo seldi áhorfendum. Ég jós út 45 þús- und kortum á fimm árum. Árið 1913 varð ég sjálfur búinn að sauma mér tjald, sem tók sex hundruð áhorfendur. Og nú stjórnaði ég eigin trúðleikaflokki um tveggja ára skeið. Síðan seldi ég tjaldið (1915) og fór til ís- lands. Samtímis bauðst mér tæki færi til að fara bæði til Nýja- Sjálands og Ameríku sem trúð- leik^ri, en af einhverjum mér litt skiljanlegum ástæðum vildi ég endilega út til íslands, þótt ég hefði engar spurnir haft af landi og þjóð, aðrar en þær, að þar væri eilífur kuldi og bláfátækt. Nú er það alkunna. að mikill munur er á hugsunarhætti Dana og íslendinga. En ég hafði ekki dvalist lengi á íslandi eða haft mikil kynni af þjóðinni, þegar mér varð það ljóst, að ég hafði ávallt verið íslendingur í hugs- unarhætti. Ég var því í rauninni kominn heim — fyrst nú ■— en ekki farinn að heiman. 4. Maðurinn getur allt, sem hann vill. Ég ferðaðist um landið í tvö ár samfleytt og sýndi listir mín- ar. Síðan settist ég að á ísafirði, lærði þar ljósmyndaiðn, stofn- sett eigin ljósmyndastofu og hef upp frá því stundað ljósmynda- gerð sem aðalatvinnuveg. Nú er það þannig með mig, að ég hef ævinlega átt fjölmörg áhugamál. Ég þykist geta sann- að, að máltækið — maðurinn getur allt, sem hann vill ■—• sé sannleikanum samkvæmt. Mun ég nú leitast við að rökstyðja þetta nokkuð með dæmum úr eigin lífi: Strax eftir heimsstyrjöldina fyrri hófust tilraunir með út- varp. Ég reyndi að afla mér allra fáanlegra bóka, sem fjölluðu um þetta efni — og varð ég annar maður á íslandi, sem byggði mót- tökutæki; sá, sem varð á undan mér, er Snorri Arnar, Reykjavík. Allir hlutir til slíkrar smíði, sem hér um ræðir, voru þá ófáanlegir með öllu, nema lamparnir, óg varð ég því sjálfur að smíða þessa hluti. Eins og gefur að skilja var það miklum erfiðleik- um bundið, eins og t. d. að búa til spennubreyti með 30 þúsund vafningum. Nú, mér tókst þetta samt framar öllum vonum. Þá var aðeins hægt að hlusta á eina útvarpsstöð. Hlustunarskilyrðin voru harla misjöfn og sum kvöld in heyrðist stöðin alls ekki, enda tækin frumstæð í frekara lagi. Fólkið á ísafirði varð strax for- vitið og áhugasamt fyrir þessari nýjung. Ég kom því móttakar- anum fyrir í myndastofunni og seldi aðgang á eina krónu, þegar eitthvað heyrðist. Nú hittist svo kynlega á, að Sigfús gamli Daní- elsson hjá Ásgeirsverzlun kom þrjú kvöld í röð án þess hann fengi nokkuð að heyra. Hann sagði þess vegna, að hér væri um tómt svindl að ræða, og enginn skyldi fá hann til að leggja trún- að á, að svona nokkuð væri hægt. — Og Sigfús gamli lét sig ekki, kom ekki aftur, trúði ekki á undrið, þótt margir segðu hon- um, að þeir hefðu heyrt hjá mér í tækinu kvöld eftir kvöld. Eftir því sem frá leið fór að verða auðveldara að fá ýmsa hluti í móttakarann. Brátt komst ék líka það langt í þekkingu á hringrás, tíðni, sveiflum og fleiru, sem ég man ekki að nefna í svipinn, að mér lánaðist að „setja upp“ alveg sérstakt día- gram, sem gaf mjög góðan ár- angur. Og nú byggði ég og seldi í allar áttir ein fimmtíu tæki, sem reyndust það vel, að sum þeirra eru við lýði enn þann dag í dag, þótt þau séu vissulega mik- ið á eftir tímanum. — Áhuginn fyrir þessu varð mjög mikill um sinn, eins og oft vill verða með merkar nýungar. Ég var beðinn að kenna radiotækni við Gagn- fræðaskóla ísafjarðar, og gerði ég það í tvo vetur; þar að auki hafði ég eitt námskeið heima hjá mér og tóku þátt í því átján nemendur. Að lokum pantaði ég móttökutækin beint frá útlönd- um og verzlaði með þau, þar til ríkiseinkasala á slíkum vörum tók til starfa í landinu, en þá hætti ég algjörlega öllum af- skiptum af útvarpstækni. Jæja, þá er að minnast á blóm- in og trén. Það mun hafa verið sumarið 1925 sem ég fékk land til afnota í Tungudal við Skut- ulsfjörð. Byggði ég þar sumarhús og hóf þegar tilraunir með garð- rækt og skógrækt. Þarna hef ég gert tilraunir með alls konar trjáplöntur og heppnast vonum framar. Ég sé t. d. lítinn mun á vexti barrtrjánna hér og þar sem ég ólst upp. Ég hef nú í garðin- um mínum fagrar trjáplöntur, sem skipta hundruðum, og rækta allar þær trjátegundir, sem náð hafa fótfestu á íslandi. Fyrir nokkrum árum var stofn- að Skógræktarfélag ísafjarðar og hef ég setið í stjórn þess frá upphafi. Þá tók ég mér ferð til Noregs, ásamt mörgum öðrum skógræktarmönnum, vorið 1949, á vegum skógræktarfélaganna. Við fórum allt til Troms-fylkis, sem liggur allmikið norðar en ís- land. Þetta var með afbrigðum örvandi og skemmtilegt ferðalag. Síðan ég kom heim aftur hef ég

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.