Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 20

Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 20
I 276 lagt sérstaka áherzlu a að planta tré í girðingu, sem Skögræktar- félagið á í Tunguskógi. Eru nú komnar þarna um sex þúsund plöntur. SitkagreniÖ virðist dafna þar betur milli birkihrísl- anna heldur en í goðura jarðvegi og skjóli í garðinum minum. — Ég vona, að ég fái að liía það lengi, að ég með aðstoö goðra manna geti sett niður þrjátíu þúsund plöntur og bar næð fyilt garð skógræktarrélagsins í Tunguskógi. Og eitt enn um þetta. Ég hef búið svo um hnút- ana, að garðurinn minn verður uppeldisstöð fyrir skógrækt ís- firðinga í framtíðinni. Skógrækt- in er annað höfuðáhugamál mitt, og finnst mér ég aldrei hafa get- að unnið þessu máli eins vel og ég hef óskað. Eins og ég hef áður 'sagt, þá eru áhugamál mín óþrjótandi — og skal nú enn dvalið við nokk- ur þeirra. Þegar ég hóf ljós- myndastörfin lagði ég með öllu niður glingur mitt við málara- listina, en fékkst um sinn lítils háttar við að gera svartkritar- myndir. Næst sneri ég mér að líkneskjasmíði. Fyrst gerði ég líkneski eftir mynd Thorvald- sens — Bergmálið. Þennan grip hef ég síðan haft í garðinum mínum í Tungudal. Ýmsir voru að ympra á því við mig, hvort myndin væri úr gipsi eða öðru slíku efni, en reyndar smíðaði ég stúlkuna úr kassafjölum, fyllti og málaði vandlega með hvítum farva, svo daman sýnist vera úr gibsi. Á seinni árum hef ég mjög lagt mig eftir líkneskjasmíði eftir lifandi fyrirmyndum. Ár- angurinn af þessari viðleitni minni er m. a. sundmaðurinn og sundkonan, sem nú hafa ver- ið sett á stall framan við Sund- höll ísafjarðar. Ég hef á prjón- unum ýmsar hugmyndir í þess- um efnum, sem ég nú er að leit- ast við að framkvæma. Mér þykir ekki úr vegi að geta hér um þá örðugleika, sem ég hef átt við að stríða sökum heilsu- brests. Síðan ég var nokkuð á fertugs aldri hef ég verið mjög þjáður af meltingarkvillum og kroniskum bronchitis. Ég lá iðu- lega rúmfastur mikinn hluta árs- ins og nemur sá veikindatími að Heim'a er BE'ZT líkindum tíu árum ævi minnar. Þegar ég var fimmtíu og sjö ára var ég dæmdur dauðvona. Lækn- isfræðin gafst alveg upp við mig. Af tilviljun komst ég þá yfir bók- ina Matur og megin eftir Jónas Kristjánsson. Hætti ég þá al- gjörlega að borða kjöt, fisk og egg. Við þetta skipti alveg um heilsufar mitt. Síðan hef ég lif- að af jurtafæðu eingöngu og aldrei verið heilsuhraustari en síðustu árin. Ég er nú sextíu og fimm ára. Þetta er bara eitt af mörg þúsund dæmum sem sanna, svo ekki verður um deilt, að jurtafæðan er og hefur ávallt verið hin eina rétta fæðutegund mannanna. Ef allir nærðust ein- göngu af heilbrigðum jurtum og forðuðust allt annað í mataræði, þá er það skoðun mín, að engin þorf væri fyrir helminginn af þeim sjúkrahúsum, sem nú eru fyrir í heiminum — hvað þá heldur að stórkostlegur sjúkra- hússkortur plagaði mannkind- ina eins og dæmin sanna. 5. Óður lífsins. Fyrir mig er namingjan og lífs- gleðin fólgin í því að leitast við að iifa í samræmi við lífið og þau sannindi, sem ég get sjálf- ur fundið og viðurkennt. Þá er ég loks kominn að mínu mesta og stærsta áhugamáli: leitinni að sannleikanum, skoð- unum mínum á tilverunni yfir- leitt, sem nú eru orðnar að lífs- skilningi fyrir mig. í síðastliðin tuttugu og fimm ár hef ég ávallt og stöðugt hugs- að um lífið og tilveruna út frá sjónarmiði sjálfstæðrar íhugun- ar og jafnframt ritað talsvert um þessi mál með það fyrir aug- um að setja saman bók og gefa út, ef það mætti verða til þess að gera aðra að þátttakendum í leit minni að veruleikanum. Og bók- in er komin. Hún heitir Óður lífs- ins og kom út í tveim bindum (1945—’46). Meðan ég hafði þessa bók í smiðum — en það var í um tuttugu ár — leið vart sá dagur, að ég ekki meir eða minna hugleiddi efni hennar og boðskap. Bókin hefur kostað mig meiri vinnu en almenningur getur gert sér i hugarlund, enda Nr. 9 veit ég að verkalaunin verða aldrei greidd mér í peningum. Samt sem áðúr hef ég stórgrætt á samningu bókarinnar. Fyrir þetta starf hef ég öðlast traust- an lífsskilning. Ég er nú einu sinni þannig gerður, að mig skortir með öllu trúhæfni á allt sem nefnist ávani, en fyrir sömu ástæðu get ég jafnan séð staðreyndirnar blasa við í réttu ljósi, og byggist þetta að sjálfsögðu á grundvelli rökréttrar hugsunar. En þar sem ég nú tek aðeins tillit til stað- reynda, verða oft ýms atriði skoðana minna að botnlausum, hlægilegum eða draumóra- kenndum fullyrðingum í skynj- un fjöldans, en eru að mínu viti einföldustu, rökfræðilegustu og sjálfsögðustu staðreyndirnar. Lífsskilningur er, gagnstætt þekkingu, gersneiddur hæfni til þess að trúa á lærdóma, en lær- dómur og reynsla mannkynsins er á hinn bóginn eini vizku- brunnurinn, sem hann (lífs- skilningurinn) getur ausið úr til úrlausnar staðreyndum. En hvað er þá lífsskilningur? Lífsskilningur greinist frá öll- um öðrum skoðunum með því, að hann hefur einungis ávarp lífs- ins sjálfs að sannfæringu (reli- gion). Lífsskilningur getur aldrei orðið skilgreindur í orðum — heldur aðeins fyrir lífsreynslu. Það skiptir engu máli í þessu sambandi hvað nútíðarmaður kann að ætla um þær staðreynd- ir, sem ég hef náð skilningi á, því í bók minni er aðeins birtur meginkjarni ævilangrar sann- leiksleitar. Það, sem er sannleik- ur fyrir mig, þarf ekki og er ekki sannleikur fyrir þig, fyrr en þú skynjar frá sama sjónarmiði og ég. Enginn megnar að ryðja sannleikanum braut fyrir aðra. Sannleikans (lífsskilningsins) verður hver og einn að afla sér sjálfur. Hann er séreign þess, sem höndlar hann. Enda þótt ég sé einn í hópi þeirra manna, sem ausið geta úr vizkubrunni reynslunnar, mundi ég þó aldrei hafa getað náð þeim andlega þroska og þeirri innsýn í leyndardóma lífsins, sem ég nú hef öðlast, hefði ég ekki eign- ast „Livets Bog“ eftir hinn

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.