Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 21

Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 21
Nr. 9 Heima er BE'ZT 277 kunna danska heimspeking, Martinus. Þessum manni á ég að mestu leyti að þakka þá hugsun- arheiðrikju, sem ég nú bý að. Ég vil vekja athygli á því, að kenn- ingar Martiniusar hafa breiðst það ört út í föðurlandi hans, að þar fyrirfinnst nú ekki einn ein- asti kaupstaður, þar sem ekki er hópur manna, sem kemur reglu- lega saman til þess að hlýða á umferðakennara Martiniusar- kenninganna. Þá eru þessar kenningar óðum að ryðja sér til rúms í Noregi og Svíþjóð — og höfuðverk Martiniusar er í þann veginn að koma út á enska tungu. Ég efast ekki um, að hér sé um að ræða þróttmikla, and- lega vakningu, sem muni hafa úrslitaþýðingu fyrir alla framtíð mannkynsins. Það er skoðun mín, að nútíma- maðurinn sé úrkynjað dýr, en ófullkominn maður á leið til mannríkisins. Lögmál dýrarík- isins (en þar er maðurinn stadd- ur í dag) er vald (eigingirni), en lögmál mannríkisins (framtíðar- ríkis mannkynsins) er alkær- leikur (óeigingirni). Mannkynið er komið í brennidepil dýrarík- isins, lifir nú umbreytingartima, þar sem löngunin eftir náunga- kærleika fer að öðlast æ meiri ítök í öllu vitundarlífi manns- ins. Þetta þýðir, að nútímamað- urinn, í gegnum miklar þreng- ingar, stríð og milljónamorð, lif- ir fæðingarhríðir framtíðarrík- isins (mannríkisins). Að lokum nokkrir punktar úr bók minni, Óður lífsins: 1. í þessari bók göngum vér burt frá óveruleika hinnar þoku- kenndu trúar inn í hinn sól- bjarta veruleika sálfræðinnar, rökfræðinnar og stærðfræðinn- ar. 2. Grundvöllur bókar minnar er þessi: Allar gátur tilverunnar eru fólgnar í því, að þekking á hinu góða fæst aðeins fyrir þekkingu á hinu illa, — og þess vegna liggur vegurinn til ljóss- ins og kærleikans aðeins gegnum víti haturs og myrkurs. 3. Venjulega er það svo, að maðurinn tekur út margra ára þrautir og þjáningu fyrir reynslu, sem hann gæti aflað sér á nokkr- „Ekki er hægt að vænta þess, að önnur eins bók komi út nema einu sinni eða tvisvar á öld”, segir c-mii af ágætustu eðlisfræðingum heimsins, Nóbels- ve''ðlaunamaðurinn Robert A. Millikan, um bókina Stefnu- mark mannkyns (Human destiny) eftir franska vísinda- manninn oe heimspekinginn Lecomte du Noiiy. Um gervallan hcúm hefir Síefnumark mannkyns vakið geysimikla athygli og fjö'.di heimskunnra ágætismanna talið hana öndvegisbók allra bnka, er komið hafa út síðari áratugi. Hér snúa vísindin ser lcks að úrlausn áleitnustu og mikilvægustu spurninga veraldarinnar: Ei Guð til? Hvað er mannssálin? Hefir mann- kynið stefnt og stefnir enn að ákveðnu marki? Getum vér vænzl þess, að maðurinn þroskist meira en orðið er? Eða er lífeðlislegri og andlegri þróun hans gersamlega lokið? Við þessum spurningum og ýmsum fleiri, fáið þér svar í bókinni. Séra Jakob Kristinsson, fyrrverandi fræðslumálastjóri, hefir unnið það snilldarverk, að þýða þessa bók á íslenzku. í ávarpsorðvm til lesanda bókarinnar segir þýðandinn m. as. „ . . Stefnumark mannkyns kom út fyrsta sinni í New York í íebrúar 1947. Hún var endurprentuð fimm sinnum á þrem- ur fyrshi mánuðunum eftir útkomuna og hlaut frábærlega góðar viðtökur og lofsamlega dóma .... Þegar ég las þessa bók fvrir eitfhvað þremur árum, þótti mér hún bæði heill- andi og stórmerkileg .... Mér fannst hún eiga brýnt erindi til vor Menriinga, og mig langaði svo mjög til þess að hún vrði íslenzkuð, að ég hafði enga eirð í mér, nema reyna að vinna þetta verk, þó að það kynni að verða erfitt . ...“ Steínumark mannkyns kemur á markað- inn næstu daga. Enginn bókamaður, enginn menntamaður, enginn hugsandi maður getur látið þessa bók ólesna. — 327 bls. í stóru broti. Heft kr(. 58.00, innb. kr. 78.00. Sendum gegn póstkröfu. Bókaútgáfan NORÐRI Pósthólf 101 — Reykjavík.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.