Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 22

Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 22
278 Heima ER BE'ZT Nr. 9 um mínútum með íhugun og rökréttri hugsun. 4. Maðurinn gengur stöðugt þangað sem lofsöngur lífsins hljómar, hin bitra lífsreynsla leiðir hann ávallt í þá áttina. 5. Þú finnur aldrei dauðann, af því að hann hefur aldrei ver- ið til öðruvísi en sem hugsuð andstæða lífsins. 6. Ekkert mannlegt vald get- ur staðið gegn andlegum og efn- islegum lögmálum náttúrunnar, sannleikurinn og veruleikinn munu alltaf sigra að lokum. 7. Engin þjáning jafnast á við þá örðugu leið, sem liggur frá trúnni til veruleikans. 8. Enginn getur orðið sann- kristinn eingöngu fyrir trú. 9. Trú er andstæða allra and- legra framfara. 10. Trú og þjáning er jafn ó- leysanlega tengt hvort öðru sem trú og umburðarleysi. 11. Aðeins fyrir þá sem trúa eru guðs vegir órannsakanlegir. 12. Trú er aðeins dropi í því kærleikshafi, sem lífsskilningur- inn hefur komið auga á. 13. Lífsskilningurinn hefur einkarétt á að bera virðingu fyr- ir sérhverri skoðun, trúin hefur einkarétt á umburðarleysi. 14. Hið sanna ljós kristninnar skín því bjartar, sem maðurinn verður veikari í trúnni. 15. Allt sem þú kallar efni er lífið séð frá efnishliðinni, og allt sem þú kallar líf er efnið séð frá lífshliðinni. Hið anddlega og hið efnislega er ein órjúfandi heild. 16. Sérhver breytni hefur sín- ar afleiðingar, sem eru nauðsyn- legar fyrir þróun einstaklings- ins. 17. Sérhver skoðun er ávallt afleiðing andlegs þroskastigs hlutaðeigandi manns. 18. Maðurinn vill ennþá held- ur þjást en hugsa. 19. Ekkert er illt nema van- þekkingin. 20. Hið góða getur aðeins hjálpað þeim, sem hefur hæfi- leika til að nota það rétt. 21. Alkærleikur skapast aðeins af skynsemi og tilfinningu í sam- einingu. 22. Efnisvísindin eru aðeins efnislegar afleiðingar alóþekktra orsaka. Nýjar Norðra-bækur Söguþættir landpóstanna III. Lokabindi af hetjusögnum landpóstanna gömlu, svaðilförum þeirra og mannraunum. Helgi Valtýsson safnaði og bjó til prent- unar. — 236 bls. Heft kr. 50,00. Austurland í bók þessari birtist sögulegur fróðleikur, margvíslegir þættir um menn og atburði, sagnaþættir og ævisöguþættir fjölmargra Austfirðinga. Af mikilli frásagnalist er hér brugðið upp ógleyman- legum myndum frá liðnum árum. — 390 bls. Heft kr. 48,00, innb. kr. 68,00. Að vestan III. — Sagnaþættir og sögur Hér er sagt frá Rannveigu stórráðu, séra Jóni Eiríkssyni, Tungu- Halli, Eiríki í Ormarslóni, Markúsi á Nauteyri, Ólafi á Sandá, svo nokkurra sé getið, en alls eru þættirnir 13. Svo koma 35 sögur um ýms dularfull fyrirbrigði, sérstæðar og athyglisverðar. — 238 bls. Heft kr. 38,00, innb. kr. 55,00, skinnb. kr. 65,00. Færeyskar sagnir og ævintýri Þýddar og valdar af Pálma Hannessyni rektor og frú Theodóru Thoroddsen, úr þjóðsagnasafni hins merka fræðimanns, dr. Jakobs Jakobsens. Langflestar sögurnar falla undir þá flokka, er nefndir eru afreksmannasögur, en auk þess eru sagnir frá seinni öldum og ævintýri. — 191 bls. Heft kr. 36,00, innb. kr. 55,00. Hvað viltu mér? Hugrún hin vinsæla skáldkona sendir hér frá sér 18 hugljúfar og yndisfagrar smásögur fyrir börn og unglinga. Þær eru fjöl- breyttar eins og sjálfur barnshugurinn og eiga erindi til allra ungra hjartna. — 105 bls. Innb. kr. 22,00. Hilda efnir heit sitt Bók þessi er framhald sögunnar Hilda á Hóli, sem kom út fyrir nokkrum árum og margir töldu beztu unglingabók, er út hefði komið hér á síðari árum. Nú gefst mönnum kostur á að kynnast því, hvernig Hilda fer að því að efna heit sitt, umvafin vandamál- um og erfiðleikum daglegs lífs. — 175 bls. Innb. kr. 28,00. Hreinninn fótfrái er sænsk saga þýdd af Stefáni Jónssyni námsstjóra. Segir frá hreininum Tjapp og stráknum Kapp, svaðilförum að vetrarlagi í hríð og hörkufrostum, hreindýraþjófum, blysförum, bardaga úlfs og hreins o. m. fl. Bókin er prýdd fjölda mynda, hún er ævintýra- leg og heillandi. — 108 bls. Innb. kr. 25,00. Petra hittir Áka Allir þeir, sem lásu bókina Petra á hestbaki, munu hafa beðið þessarar þókar með óþreyju. Nú er Petra 17 ára og les undir stúdentspróf. Ánægja hennar og yndi af Faxa verður samt ekki endaslepp, en smám saman fjölgar áhugamálunum og viðhorf lífsins breytast. Hún hittir glæsilegan bóndason — og þar með hefst ævintýri æskunnar. — 132 bls. Innb. kr. 25,00. Beverly Gray og upplýsingaþjónustan Þetta er 12. bindið í sagnaflokknum um hina snjöllu og dugmiklu Beverley Gray. Nú gerast hörð átök og umsvifamikil, ný ævintýri, furðuleg og spennandi. — 167 bls. Innb. kr. 25,00. Bókaútgáfan NORÐRI P'ísthólf 101 — Reykjavík.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.