Heima er bezt - 01.11.1951, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.11.1951, Qupperneq 23
Nr. 9 HeiiWa er beizt 279 Söguleg svaðilför 1864 Eftir Magnús Jóhannsson 23. Allt, sem virðist vera aftur- för, hlýtur að gefa reynslu og reynsla er alltaf framför. Ekkert annað en þjáningin getur leitt okkur áfram í lífinu. 24. Allt það, sem þú þráir — hamingju, yndi, kærleika — finnur þú aðeins í djúpum þinn- ar eigin sálar. Úti í hinum mikla alheimi finnur þú alls ekkert, sem ekki er að finna í hinum litla alheimi, sem ert þú sjálfur. 25. Ástin er grundvöllur hjóna- bandsins, en hið fullkomna hjónaband finnst aðeins i dýra- ríkinu. Ástin er því algjör and- staða kærleikans. 26. Frain, þó að sorgin og sárin mæði, sannleik má nema a£ vitfirrings æði. Fram, stefnum fram gegnum aldir og ár, endalaust fram gegnum böl og fár. Frfam, fram, af lífi til lífs vér sáurn, loks kemur sumar, vér uppskeru fáum. Fram gegnum þoku að þekkingarlindum, þreytum vort skeið að sannleikans tindum. Frarn, horfum fram með fögnuð í anda, framundan eygir til kærleikans landa. Fram, fram til fegri stranda. 27. Lofsöngur lífsins er tví- raddaður. Það er lofsöngur lífs- ins og ljóssins sem við stefnum að, en hann er j afnframt dauða- söngur yfir hinum dýrslegu hvötum mannshugans. — Og stöðugt hljómar óður lífsins gegnum tímann og rúmið, þótt hann heyrist aðeins af þeim sem skilja. 6. Sterkar rœtur. Dagurinn var fyrir löngu geng- inn veg allrar veraldar þegar við Simson höfðum loks talað okk- ur metta. Hann hafði ekki fyrr losað mið við skrifborðið, plöt- una af skjalaskápnum og komið henni á sinn stað, en honum varð að orði: — Áðan sagðirðu, að þú hefð- ir séö laufin fjúka. — Já, anzaði ég, — og það minnir mann óneitanlega á það, að haustið er í nánd. Við fáum aldrei of mikið af sumri og eign- umst aldrei of marga blómakon- unga. Um stund var Simson líkt og annars hugar. Síðan sagði hann blátt áfram: — Laufið fýkur og trén verða svört og nakin. En ræturnar eru ÞAÐ VAR árið 1864 að farið var í kaupstaðarferð frá Hvammi, Hafnarnesi og Gvendarnesi, til Djúpavogs á opnum róðrabát og voru 4 menn í förinni. Þá þurftu menn að sækja nauðsynjar sínar, ekki skemur en til Eskifjarðar, eða til Djúpa- vogs því verzlunarstaðir voru hvergi nær. Til Djúpavogs er löng og hættuleg blindskerja- leið og yfir 3 straumrastir að fara. En í þá daga létu menn sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Lagt var af stað í bezta veðri, hægum andvara af austri. Siglt var alla leiðina, því leiði var hið ákjósanlegasta. Gekk ferðin að óskum til Djúpavogs og var höndlað í mesti flýti, því dagurinn var stuttur, leiðin löng og hættuleg og brimhafnir upp í að leggja. Er þeir höfðu borið vöruna í bátinn, var lagt af stað austur. Var veður hið bezta. Norðaustan kæla á móti, en norðurfall. Himininn var orðinn dökkur, sem hrímugur ketilbotn og skýjafar ískyggilegt. Var nú tekinn sprettróður sterkar. Þær leynast djúpt í moldu og deyja ekki þrátt fyrir langvarandi myrkur og frost- bruna, lifa enda þótt greinarnar brotni og brestir komi í stofn- ana, lifa og næra trén, bera þau fram til nýs vors. Og með nýju vori klæðist skógurinn nýj u lauí- skrúði. Þetta er nákvæm líking af þróun mannsandans, lífs- skilningur minn í hnotskurn Mannsandinn lifir nú svartasta fimbulvetur, þar sem styrjaldir, hatur og umburðarleysi er fros- ið í niðamyrkri dýraríkisins. En hvað heldur þú að margir skilji, að þessi ragnarök séu nauðsyn- leg, syo að mannsandinn fái numið andstæðnalögmálið (gott og illt) til fullnustu, og uppskor- ið vor og dásamlegt sumar — al- kærleikann? Óskar Aðalsteinn. austur undir Hlöðu, sem er sker útaf Streitishvarfi. En er þang- að kom, var komið fárviðri af norðvestri og rauk særinn sem nýfallin mjöll, svo ekki sást út- úr augum. Var ekki viðlit að halda lengra, því foráttu brim var komið, svo fleytan varðist ekki áföllum og hætta var á að skemma vöruna, sem þeir höfðu haft svo mikið fyrir. Urðu menn ásáttir, að freista að ná landi í Hafnarey, sem er ein af Breið- dalseyjunum. Eftir illan leik og miklar mannraunir, náðu þeir landi, skömmu fyrir myrkur. Tókst landtakan slysalaust. Voru menn þá orðnir þjakaðir mjög og einn þeirra orðinn fárveikur, svo hinir urðu að standa undir hon- um. En í eynni var vermanna- kofi, því um sumarið hafði verið stundað þar útræði frá Breið- dalsvík. Ekki var kofinn rúm- betri en það, að 6 menn gátu hafst þar við með harmkvælum. En þröngt mega sáttir sitja. Þessir örþreyttu menn hreiðruðu þarna um sig eftir föngum og hlúðu að félaga sínum, sem þjáð- ist mjög og var orðinn svo langt leiddur, að hann talaði óráð. Til allra hamingju var nægt brenni og eldfæri í kofanum, svo hægt var að tendra upp eld, sem þeir ornuðu sér við og þurrkuðu klæði sín. Nestið var upp étið, enda ekki mikið, sem þeir höfðu haft með sér. Sáu þeir nú mjög eftir óforsjálni sinni, er hungrið tók að sverfa að. En í bátnum var nýr fiskur, sem þeir höfðu fengið á Djúpavogi. En í kofan- um var aðeins hlóðareldur, en engin ílát til að sjóða í. Ráðguð- ust þeir um hvað gera skildi. Féllust þeir á að senda einn nið- ur að bátnum til að sækja fisk- inn. Sá hraustasti var valinn til þessara farar. Óveðrið var kom- ið í algleyming. Kofinn skalf og gnötraði, sem skekinn af jötna- höndum, haglélið dundi á glugg- anum og utan úr myrkrinu bár- ust óhugnanleg hljóð. Það var

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.