Heima er bezt - 01.11.1951, Síða 24
280
Heim'a er bezt
Nr. 9
Frá borði ritstjórans:
Hvers vegna fagnar fólk bókum með
alþýðlegum sögum og fróðleik?
ekki fýsilegt fyrir þreyttan og
þjakaðann mann, sem loks var
búinn að fá í sig hita, að fara út
í frostið og nóttina aftur. En það
var ekki nema um tvennt að
velja, að verða hungurmorða,
eða að ná í fiskinn. Báðir kost-
irnir voru vondir. En hann valdi
þann síðari og kofa hurðin skall
að baki hans eins og leiksviðs-
tjald að loknum sjónleik. Hinir
tóku til óspilltra mála við að
tálga til steikarteina úr tré, því
þeir ættluðu að steikja fiskinn
yfir eldinum.
Veiki maðurinn stundi og bylti
sér í óráði á gólfinu og urðu þeir
að hafa vakandi auga með hon-
um, því hætta var á að hann
fálmaði í eldinn með hendurnar.
En næst honum varð hann
samt að vera til að hafa hlýjuna.
Varð því einn að gæta hans og
kasta sprekum á eldinn, því
hætta var á að hann kulnaði út
og eldfærin í kofanum voru slög-
uð og óvíst að hægt væri að
tendra eld aftur. Þá var þeim
dauðinn vís.
Eftir skamma stund kom fé-
lagi þeirra aftur, fannbarinn frá
hvirfli til ilja. Hann hafði fisk-
inn með sér eins og ætlast var
til. Urðu þeir mjög fegnir komu
hans. Þíddu þeir fiskinn við eld-
inn, því hann var svo freðinn að
teinarnir gengu ekki í hann. Eft-
ir nokkra stund sátu þessir fimm
menn kringum hlóðirnar, með
sinn steikarteininn hver og
steiktu sér fisk yfir rauðri glóð-
inni. Frummennskan var átak-
anleg umhverfis þá. Þeir voru
eins og vofur aftan úr úlfgrárri
forneskjunni, þama sem þeir
sátu við glæðurnar og stýfðu
hálfhráan fiskinn úr hnefa, sugu
safann úr beinunum með græðgi
glampa í augunum. Þarna í ver-
manna-kofanum urðu þeir að
hírast í 3 sólarhringa. Þá lygndi
og slétti sjóinn. Var nú, farið að
hugsa til heimfarar.
Heima töldu víst allir þá
dauða. Þá var ekki síminn til að
spyrjast fyrir um báta, sem ekki
skiluðu sér í höfn á réttum tíma,
eins og nú. Þá urðu menn að
treysta á guð og gæfuna, sem oft
vildi þó bregðast. Gættu þeir svo
að vörunni, en hún var lítið
LÆRÐIR SPEKINGAR með
þjóð vorri hafa oft undrast þaö,
hve mikið kemur hér út af bók-
um um innlendan fróðleik, per-
sónusögum, sögnum af starfi og
lífsbaráttu forfeðranna, og hve
vel þær seljast, hversu vel þeim
er tekið af alþýðu manna. Þetta
hefur valdið enn meiri furðu
ýmsum í hópi spekinganna, sem
fyrst og fremst eru fagurkerar
og þykir það skipta mestu máli
hvernig sagt er frá, en minna
um hvað sé skrifað, því að ó-
neitanlega hefur stundum skort
á listræna framsetningu í þess-
um bókum, enda margar af þeim
skrifaðar af mönnum, sem ekki
gera kröfur til að litið sé á þá
sem listræna rithöfunda.
Ég hef oft rætt við menn, sem
hafa látið undrun sína í ljós yf-
ir þessu, en ég hef aldrei verið
hissa á því, líkast til vegna þess,
að allar slíkar bækur gríp ég feg-
ins hendi, og enga bók fæ ég
kærkomnari en þá, sem segir frá
liðnum tíma hér á landi, styðst
við sanna sögu og skýrir fyrir
mér þann jarðveg, sem ég er vax-
inn upp úr. í þessari minni eig-
in tilfinningu þykist ég skynja
tilfinningu þess almúga, sem
skemmd, enda höfðu þeir gengið
vel frá henni, breitt yfir hana
segl og sjóklæði.
Báru þeir svo félaga sinn í bát-
inn og ýttu úr vör. Síðan var
haldið austur og segir ekki af
ferðum þeirra fyrr en þeir komu
að Hvammi.
Höfðu allir talið þá dauða. Var
nú svo dregið af veika mannin-
um, að hann talaði hvorki í ráði
né óráði. En á þriðja degi eftir
heimkomuna andaðist hann úr
lungnabólgu að haldið var.
Læknavísindin voru þá ekki
komin á það stig, sem þau eru
nú komin á og ekki var styttra
til læknis en til Eskifjarðar, en
þar var danskur læknir Zeuten
að nafni.
fagnar svona bókum og kaupir
þær.
En undirrót þessarar tilfinn-
ingar er áreiðanlega sú, að þjóð-
félagsleg bylting hefur orðið hér
svo snögg, að við höfum ekki enn
áttað okkur á henni. Móðir mín
virðist nýstigin út úr hlóðar-
stybbu eldhússins í sveitinni, þar
sem skánar- og móhlaðinn var
út við einn vegginn, en bjúgu og
hangikjöt hékk í rjáfri, faðir
minn er nýbúinn að sleppa ár-
inni á sexæringnum, og eldri
bróðir minn nýstiginn af segl-
skútunni. Hálffertugt fólk man
símalaust land eða svo gott sem,
rúmlega tvítugt fólk man þá
tíma, þegar ekkert útvarp var,
þrítugt fólk man tíma þá, þegar
bifreið var fjarlægur draumur.
Hvað eru mörg ár síðan fólk í
dreifbýli þorði varla að vona, að
það fengi nokkru sinni að njóta
rafmagns? — Það er alveg áreið-
anlegt, að það, hve breytingin
hefur orðið leiftursnögg hér á
landi veldur því, að við lesum um
líf forfeðra okkar og finnst sagn-
ir um það eins og furðuleg ævin-
týr, að vísu ekki vafin ljóma og
rómantík, en þá ævintýr um frá-
bært þrek, hugrekki, þolgæði og
hetjulund.
En til viðbótar við þetta kem-
ur svo það, að við höfum farið á
svo miklu spani í leit okkar að
gleðinni á tiltölulega fáum ár-
um, að við erum tekin að þreyt-
ast. Við æskjum eftir friði og
kyrrð heimilanna. Þetta á ekki
aðeins við þá, sem nú gerast
aldraðir, eða okkur, sem nú er-
um miðaldra, heldur og unga
fólkið. Ég finn þessa tilfinningu
í æ ríkari mæli hin síðari ár ein-
mitt hjá því. Þetta er enn ein
sönnunin fyrir þeirri eilífu sögu-
legu staðreynd, að eitt skipulag
fæðir af sér annað, að mannfólk-
ið stefnir fram, stundum blint af
augum, og lendir því í sjálfheldu,
en leitar þá aftur uppruna síns
og síns raunverulega eðlis. Og ég
held, að við höfum undanfarið,