Heima er bezt - 01.11.1951, Blaðsíða 25
Nr. 9
HEIM'A ER BBZ'T
281
Einn af landpnstunum.
og að vissu leyti í ríkum mæli
enn, stefnt blint af augum.
Eg gat ekki minnzt þjóðlegra
bóka, sem mig langaði að gera að
umtalsefni, án þess að hafa
þennan formála, svo að lesend-
ur mínir skildu skoðun mína í
þessum efnum. En hér vil ég
minnast á þrjár bækur, sem
Norðri er að senda frá sér. Ein
þeirra er skáldsaga, „Valtýr á
grænni treyju“, eftir Jón Björns-
son, önnur þriðja bindið af
„Söguþættir landpóstanna“ og
sú þriðja „Austurland“, þriðja
bindi.
„Valtýr á grænni treyju“ er
6. skáldsaga Jóns Björnssonar
eftir heimkomu hans, en hann
dvaldi lengi í Danmörku og rit-
aði bækur á dönsku, en auk þess
hafa komið út eftir hann fjórar
unglingabækur síðan. Mér hefur
enn ekki gefist tækifæri til að
lesa hina nýju skáldsögu Jóns,
en nafn hennar er girnilegt.
Sagan er byggð á samnefndri
þjóðsögu um austfirzkan bónda,
sem ákærður var fyrir morð.
Mun höfundurinn leggja áherzlu
á sögumátt þeirrar aldar, sem
þjóðsagan gerist á, flétta inn í
bók sína réttarhöld, lýsingar á
réttarfari, hjátrú og hindurvitn-
um á 18. öld, en höfða þó til
nútímans og milli línanna knýja
fólk til að leita að hliðstæðum
í nútímanum. Þessi nýja skáld-
saga Jóns Björnssonar er um 300
síður að stærð.
Þegar „Söguþættir landpóst-
anna“ komu út fyrir nokkrum
árum, vöktu þeir mikla athygli
og umtal, enda seldust bækurn-
ar frábærlega vel. Þá skrifaði ég
um þessa þætti. Ýmsir hafa gerzt
til að gagnrýna framsetninguna
á þessum sögnum, en höfundur-
inn, Helgi Valtýsson, hefur
aldrei gert kröfu til þess, að á
verk hans væri litið sem vísinda-
rit og heldur ekki sem listaverk.
Hann hefur tekið sér fyrir hend-
ur á gamals aldri og af alkunn-
um dugnaði að safna saman
sögnum og heimildum um land-
póstana í þann mund, sem stétt
þeirra var að líða undir lok. Og
ég leyfi mér að spyrja: Hver
hefði gert það, ef hann hefði ekki
hafizt handa? Það er alveg víst,
að Helgi Valtýsson hefur bjarg-
að frá glötun sögunum um land-
póstana. Og það er víst, að sög-
urnar, sem hann segir í þessum
bókum, munu lengi ylja íslend-
ingum. Inú er komið út þriðja
bindi þessara sagna, en það hef-
ur inni að halda fyrst og fremst
viðbæti við fyrri sagnir, leiðrétt-
ingar og nokkrar nýjar. í for-
mála fyrir bindinu gerir Helgi
grein fyrir tilgangi sínum með
verkinu, og svarar að nokkru
þeim, sem gagnrýnt hafa starf
hans. Eg verð að þakka honum
fyrir starf hans. Ég fellst á þá
skoðun hans, að hinir hafi ekk-
ert gert, að hann hafi safnað
gögnunum og komið þeim fyrir
almennings sjónir, og svo geti
hver sem vill unnið úr þeim á
vísindalegan hátt eins og þeir
vilja.
„Austurland“ er orðið mikið og
voldugt rit. Áður eru komin út
tvö bindi og hér er hið þriðja. í
ritnefnd þess eru Halldór Stef-
ánsson fyrrverandi alþingismað-
ur, sem hefur lagt fyrir sig ágæt
fræðastörf, þegar degi hefur
tekið að halla, en það hefur lengi
verið siður ýmissa ágætra manna
hér á landi, Sigurður Baldvins-
son póstmeistari og Bjarni Vil-
hjálmsson magister, hinn ágæti
fræði- og bókmenntamaður. í
þessu þriðja bindi er fyrst og
fremst Papeyjarsaga og Papey-
inga eftir Halldór Stefánsson og
Eirík Sigurðsson. Þarna er mik-
inn fróðleik að finna um þessa
sögufrægu eyju, sem nú virðist
vera að eyðast, og er sagan rak-
in frá' upphafi til Gísla bónda,
föður Ingólfs
læknis, sem ritað
hefur nokkrar
greinar um fugla-
líf í Papey hér í
ritið. Þessi bók er
full af fróðleik og
skemmtilegum
sögnum, en þó ber
af þáttur Sigurð-
ar Baldvinssonar
um Steindór Hin-
riksson. Þar er
gefin lýsing á frá-
bærum persónu-
leika, manni, sem
virðist næsta eins
dæmi — og þó svo
rammíslenzkur,
að við könnumst næstum því
við hvern svipdrátt i lýs-
ingu hans. Mér finnst, að ég
heíði misst mikils, heföi ég
aldrei kynnzt Steindóri Hinriks-
syni, þótt aðeins hafi orðið af
þessum þætti.
Eg læt útrætt um þessar þrjár
bækur. Norðri hefur sent frá sér
Færeyskar þjóðsögur, sem Pálmi
Hannesson og Theódóra Thor-
oddsen hafa þýtt og einnig marg
ar barnabækur. Um barnabæk-
urnar get ég ekki rætt, en þær
eru vel út gefnar og líkast til
hinar skemmtilegustu. Fær-
eysku þjóðsögurnar eru einnig
myndarlegar að öllu útliti og
gera má ráð fyrir að þær gefi
góða hugmynd um Færeyinga og
þjóðlif þeirra. VSF.
F~* ’ i
Steindór í Dalhúsum sérkenmlegur kvistur
d austfirskum stofni.