Heima er bezt - 01.11.1951, Page 31

Heima er bezt - 01.11.1951, Page 31
Nr. 9 Heim'a er be-zt 287 inn á það afmarkaða svið, sem þau áttu að koma inn á, en há- vaðatæki að tjaldabaki komu þeim til að fetta sig og bretta og láta sjást í hvítar tennurnar, auk þess sem fimm menn hleyptu af skammbyssum til þess að gera atriðið sem allra áhrifamest. í lokaatriðinu, sem var mjög áhrifamikið, var stærsta ljónið látið hlaupa fram, þegar ég stappaði niður fætinum. Þetta ljón var sauðmeinlaust og hafði verið æft sérstaklega í því að leggja hramminn á öxl mér og veltast með mér um gólfið, rétt eins og um átök væri að ræða. Loks lá það grafkyrrt, samkvæmt því sem því hafi verið kennt, en ég stóð á fætur, með annan fót- inn á ljóninu liggjandi, rétt eins og fyrsta flokks sigurvegari. En hvað Frakkarnir gátu öskrað sig þegjandi hása af hrifningu yfir þessu atriði! Það var engu líkara en þeir hefðu misst vitið. Tjaldið var fellt og dregið frá fimm sinnum. Að lok- um tókst mér að fá ungu, fallegu leikkonuna til þess að koma með mér fram á sviðið, ásamt ljón- unum, svo að áhorfendur sæju. En á meðan hún stóð þar, skalf hún svo af hræðslu, að ég átti fullt í fangi með að styðja hana. Fagnaðarlætin voru dæmalaus, tjaldið féll í fimmta skipti, og þegar það var fallið, tók ég eftir því, að hin bjarta kinn mótleik- ara míns hafði fengið á sig kol- svartan blett. Hún hafði nefni- lega, sökum ótta við ljónin, hall- að sér upp að öxlinni á mér — sem var svartmáluð. Aftur var gefið klukkustund- arhlé, ljónin tekin burtu, og borgarstjórinn, blaðamennirnir og allt mektarfólkið kom upp á sviðið. Leikhúseigandinn var svo ánægður, að hann kyssti mig, samkvæmt frönskum sið, á báð- ar hinar svartmáluðu kinnar mínar. Öllum bar saman um það, að sýningin hefði verið stórfeng- leg. En þar sem klukkan var nú orðin fimm að morgni og engin sýning eftir, sem ég þurfti að taka þátt i, dró ég mig í hlé — sannarlega meira en lítið þreytt- ur. Ég get að lokum sagt, að með hinum eiginlega blökkumanni og ljónunum mínum var leikur þessi sýndur í sex mánuði og skilaði drjúgum skilding í vasa hins hamingjusama og hug- myndasnjalla leikhúseiganda. qicftp hBfir staöizt dóm reynslunnar Framleiðum meðal annars til he imilisnotkunar: ELDAVÉLAR KÆLISKÁPA ÞVOTTAPOTTA OFNA ALLS KONAR BRAUÐGERÐAROFNA HITUN ARTÆKI H.f. Raftækjaverksmiðjan HAFNARFIRÐI

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.