Heima er bezt - 01.11.1951, Side 32
288
Heim'a er bezt
Nr. 9
Föndur fyrir unglinga:
REFSKÁKIN
Hér er um að ræða gamlan
leik ,sem við skulum reyna að
hressa svolítið upp á.
Eins og þið munuð sjá, þarf
sérstaklega gert bretti með
mátulega stórum holum, og svo
20 „hænur“ og tvo „refi“. Brett-
ið og dýrin gerið þið hvort
tveggja úr tré.
Hér áður fyrr notaði maður
eldspýtur fyrir hænur og tré-
flísar fyrir refi. En ég held við
ættum að gera tilraun til að
smíða heldur eftirlíkingar þess-
ara dýra. Hér sjáið þið myndir
af þeim eins og þær eiga að
vera, þ. e. a. s. í heppilegri stærð.
i
Notið hárfína bandsög og sag-
ið varkárlega. Ef þið getið kom-
izt yfir örþunnan við (svo sem
3 mm.), er hann heppilegastur,
en einnig er hægt að notast við
efni úr vindlakassa. Hænurnar
verða bezt gerðar, ef þær eru
útbúnar með löpp, sem borað er
inn í þær.
Brettið gerið þið úr 1 cm.
þykkum viði. Á teikningunni
getið þið séð, hvernig línur skulu
dregnar á það með bleki eða
„tusch“. Holurnar borið þið á
eftir. Gott er að bera hvítan lit
eða olíu á viðinn, áður en þið
málið brettið. Annars er hætt
við því, að línurnar (fyrirmynd-
in) fái slæma áferð.
Leikreglur eru svo þessar:
Leikurinn er fyrir tvo. Annar
hefur refina, hinn hænurnar.
Eldspýturnar eða „hænurnar“
eru settar eins og myndin sýnir,
og „refirnir“ hafðir lengst inni
í „hænsnahúsinu."
Nú byggist leikurinn á því, að
hænurnar komist inn í hænsna-
húsið, án þess að refirnir nái
þeim. Refur getur tekið hænu
með því að hoppa yfir hænuna.
Hænan þarf þá að standa til
hliðar við refinn og autt gat að
vera fyrir aftan hana. Annars
getur refurinn heldur ekki
„hoppað yfir.“
Hæna (eða refur) verður
jafnan að flytjast frá einu gati
til þess næsta, og ætíð eftir
striki.
Refirnir geta farið til allra
hliða og aftur á bak, en hæn-
urnar einungis beint áfram og
til hliðar eða á ská.
Refirnir geta tekið fleiri en
eina hænu í einu, en þá verður
líka að vera autt gat á bak við
hverja hænu, sem refur hoppar
yfir.
Geti refur tekið hænu, en
gerir það ekki, hefur hann tap-
að réttinaum. Hann fær þá ekki
að vera með lengur, og leikurinn
verður að halda áfram með ein-
um ref.
Geti hænurnar króað refina
einhvers staðar inni (báða),
hafa þær á þann hátt unnið
leikinn. Sá, sem leikur fyrir
hænurnar, hefur einnig unnið
leikinn, ef hænunum tekst að
fylla hænsnagarðinn. Hafi ref-
irnir hins vegar drepið svo
margar hænur, að þær nægi
ekki til að fylla hænsnagarðinn,
hefur leikmaður refanna unnið
leikinn.
Og nú getið þið byrjað.
HEILABROT
1. íbúar eyju einnar skiptast í
tvo ólíka hópa, heimskingja og
vitmenn. Þeir eru allir nákvæm-
lega eins álitum, en ef við spyrj-
um heimskingja um eitthvað,
lýgur hann alltaf, en vitmaður-
inn segir aftur á móti alltaf
sannleikann. Einhverju sinni
kom ferðalangur til eyjarinnar
og hitti þrjá eyjarskeggja, sem
við skulum til hægðaðrauka
kalla Jón, Pétur og Pál, og hann
lagði fyrir þá eftirfarandi spurn-
ingar: Við Jón: „Er Pétur
heimskingi eða vitmaður?“ —
— Svar: „Heimskingi.“ — Við
Pétur: „Heyra Jón og Páll til
sama hóps eða ekki?“ — Svar:
„Þeir eru úr sama flokki.“ — Við
Pál: „Er Pétur úr hópi vit-
manna eða heimskingja?“ —
Svar: „Vitmanna.“
Getið þér svo úrskurðað til
hvaða hóps Jón, Pétur og Páll
heyra? Voru þeir heimskingj&r
eða vitmenn?
'jSunjsuiprt n?H ua ‘mg'Bui
-;ia ua upr S'E ‘iíhjb iisioi JB IBCj
ua ‘b fSuiifsuiiaii mjgd Bgimisin
gn ingi9A nss9<^ jv 'uini{iioij uin
-gæjSpUB in BI9A gB II9Cj ujofm
IAcí 3o ‘89A buibs b nSuiuinds
IIBSS9C} gBIBAS III5I9 IJOUI B injJB
BJBlI II^J 30 U9f ua 'IÍI5IOIJ BUIBS
in niæA So uop gn ‘igSus
injgd 'ibCSuijisuii9ii npd So
injgd U9 ‘ingBUIJIA 19 Ugf 'I
:HOAS
HEIMA ER BEZT
er áreiðanlega bezt