Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 3
Nr. 2
Heima er bezt
35
Sveinn Björnsson, forseti
Með forseta íslands, herra Sveini Björnssyni, er
til moldar genginn einn af áhugasömustu og af-
kastamestu mönnum aldamótakynslóðarinnar. Fá-
ir munu hafa verið jafn bjartsýnir á framtíð lands
og þjóðar og hann, þegar hann kom fyrst fram á
svið opinberra mála. En
bjartsýni og trú á land-
ið einkenndi þá kyn-
slóð, sem var að kom-
ast á þroskaaldur
kringum aldamótin.
Hannes Hafstei’n talar
fyrir munn þessarar
kynslóðar í hinu fræga
aldamótakvæði sínu.
Sveinn Björnsson var
sonur hins mikilhæfa
stjórnmálaforingja
Björns Jónssonar ri't-
stjóra ísafoldar og síð-
ar ráðherra og konu
hans Elísabetar Sveins-
dóttur. Hann var fædd-
ur 27. febrúar 1881 og
varð því nærri 71 árs
er hann lézt aðfara-
nótt 25. janúar s.l.
Æskuheimili Sveins
Björnssonar var eitt af
myndarheímilum höf-
uðstáðarins. Faðir hans
var, eins og kunnugt
er, einn áhrifaríkasti
st j órnmálaf oringi'
landsins og blað hans,
ísafold, var stórveldi í landinu á sínum tíma. Mun
Sveinn Björnsson þá hafa kynnst þjóðmálum fyrst,
eins og hann lýsir í minni'ngagrein um æskuheimili
sitt, sem kom út fyrir nokkrum árum. Var hann
snemma settur til mennta og lauk stúdentsprófi
frá háskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir að hann
kom heím hafði hann málfærslu á hendi í mörg
ár, var í bæjarstjórn og alþingismaður og margt
fleira, sem hér yrði of langt að telja. Á þessum ár-
um vann hann að ýmsum merkum framfaramál-
um, svo sem stofnun Eimskipafélags íslands og
varð fyrsti formaður þess. Enginn vafí er á því að
Sveinn Björnsson hefði átt glæsilegan stjórnmála-
feril framundan, ef hann hefði helgað sig þeim
málum. En starf hans átti að liggja á öðru sviði.
Eftir að ísland komst í tölu sjálfstæðra ríkja
áríð 1918, voru mörg
verkefni óleyst með til-
liti til að tryggja hið
nýfengna sjálfstæði og
afla því viðurkenníng-
ar annarra ríkja. Var
því sett á stofn sendi-
herraembætti í Kaup-
mannahöfn árið 1920.
Sveinn Björnsson var
skipaður fyrsti sendi-
herra íslands erlendís
og veitti hann sendi-
ráðinu í Kaupmanna-
höfn forstöðu í tvo ára-
tugi. Munu störf hans
í því embætti tæpast
kunn alþýðu manna
enn, en það starf, sem
hann innti þá af hönd-
um, mun verða merk-
ur þáttur í sögu þess-
ara ára, þegar hún
verður rítuð. Á þessum
árum mótaði Sveinn
Björnsson utanríkis-
þjónustu hins unga
ríkis og samningalip-
urð hans og glögg-
skyggni á ríkan þátt í
því, hve fljótt ísland varð víðurkennt meðal ann-
arra ríkja. Reynsla hans í þessu vandasama starfi
gerði hann því sjálfkjörinn til að takazt á hendur
æðstu forstöðu ríkisins, þegar styrjöldin lokaði öll-
um samgöngum víð hið fyrra sambandsríki okkar.
Varð Sveinn Björnsson, eins og kunnugt er, kjör-
inn ríkisstjórí íslands árið 1941, og þegar lýðveldið
var stofanð 1944 var hann sjálfsagður sem fyrsti
forseti hins unga lýðveldis. Varð hann tvívegis
sjálfkjörinn í þá stöðu síðar.
Það var míkið happ fyrir þjóðina, að maður eins