Heima er bezt - 01.02.1952, Side 5

Heima er bezt - 01.02.1952, Side 5
Nr. 2 Heima er bezt 37 til Kerlingarfjalla þöglir, eins og nóttin sjálf, og hröðuðu sér hið bráðasta burtu, er þeir urðu mín varir. Loks komst ég á bílveginn, sem liggur í Árskarð, þar sem Sælu- hús Ferðafélagsins stendur. Skipti þá brátt um til hins betra fyrir hestana að komast áfram, enda þótt vegurinn væri eigi alls kostar góður. Leiðin til Kerlingarfj alla tók nú mjög að styttast. Undirhlíðar þeirra risu framundan, mikilúð- legar útlits undir þokufarginu, sem yfir þeim grúfði. Þessi tígu- legu fjöll, sem ég hafði svo oft virt hugfanginn fyrir mér úr fjarska, voru nú myrk á svip, eins og þau byggju yfir einhverj- um ógnandi leyndardómum, sem engum væri fært að kanna. Það var sem þau yggldu sig mót hverjum þeim, er hygðist voga sér inn í veldi þeirra. En ég vissi, að bak við þetta skuggalega við- mót var dulin fegurð, áhrifarík og undursamleg. Og það var ein- mitt þessi fegurð, sem hafði lokkað mig hina löngu leið til þessara kynjafjalla. Áhrif þokunnar á umhverfið urðu stöðugt magnaðri, eftir því sem nær dró meginfjöllunum. Hvaðeina fékk á sig ferlega mynd. Einkum beindist athygli mín að kletti einum háum, sem gnæfði upp úr brattri hlíð, eða skriðu, skammt frá leið minni. Var hann býsna kynlegur útlits i þokukufli sínum og engu lík- ur, nema einhverjum bergrisa aftan úr forneskju. Klukkan var nálega fimm, er ég kom í Árskarð. Þar er grös- ugt land og skjólsælt, enda hef- ur hvammur þessi um langt skeið verið áningastaður í Kerlingar- fjöllum. Ég hafði eitt sinn áður komið í Árskarð, á sólfögrum sumardegi. Þótti mér þá hlýlegt þar og fagurt, svo að seint mun mér úr minni líða. Nú var þar að vísu öðruvísi umhorfs, veður kalt ng hráslagalegt og myrk þoka allt umhverfis. Samt var ég feg- inn að vera þangað kominn. Ég hafði fulla þörf fyrir hvíld og hestarnir sömuleiðis. Og þarna voru öll skilyrði góð til að hvíl- ast, haglendi gott fyrir hestana og sæluhúsið tilvalinn dvalar- staður fyrir mig, svo að þar varð naumast á betra kosið. Hefti ég nú hestana, tók af þeim reiðtygin og skildi svo við þá þar sem haglendið var einna bezt. Að því búnu tók ég að svip- Eyþór Erlendsson, Helgastöðum. ast um eftir hvíluplássi í sælu- húsinu. Sá ég þá að nokkrir menn voru þar fyrir. Voru þeir allir í fastasvefni og fór ég því sem hljóðlegast, til þess að raska eigi svefnró þeirra. Brátt fann ég autt rúm, sem hentaði mér vel, lagðist í það og sofnaði inn- an skamms tíma. Ég mun hafa blundað fullar tvær klukkustundir, er ég vakn- aði við mannamál, Voru þá sælu- húsbúar vaknaðir og teknir að ræða saman. Gaf ég mig brátt á tal við þá og spurði um ástæð- una fyrir veru þeirra þarna. En þeir kváðust eiga að annast fjár- vörzlu um þessar slóðir sumar- langt, vegna sauðfjársjúkdóm- anna illræmdu. Þeir voru alls fjórir og var Jóhannes skáld úr Kötlum einn þeirra. Mér varð nú hugsað til hest- anna og fór út, til að gæta að þeim. Veður var enn kalt og úr- koma nokkur, sem var slydda. Hestana fann ég fljótlega, því að þeir voru aðeins spölkorn frá sæluhúsinu. Var þeim sýnilega mjög kalt og leið illa. Sá ég, að þeir þörfnuðust húsaskjóls fram- ar öllu öðru. Rétt við sæluhús Ferðafélags- ins er gamall leitarmannakofi úr torfi. Kom mér nú til hugar að láta hestana þar inn og hafa þá þar, unz þeim hlýnaði. En þar voru smávegis annmarkar á, því að í kofanum var allmikill farangur, sem sæluhúsbúar áttu. Fór ég því til fundar við þá og mæltist til þess, að þeir rýmdu kofann. Tóku þeir því vonum framar vel, og eftir nokkrar bollaleggingar var þessu komið í framkvæmd. Lét ég síðan hest- ana þar inn og gat nú verið ró- legur þeirra vegna. Alltaf var sama þokufargið yf- ir tindum Kerlingarfjalla og sýnilegt, að því myndi eigi létta í bráð. Það virtist streyma kald- ur loftstraumur ofan af Hofs- jökli, suður yfir fjöllin, og gerði ég mér í hugarlund, að hann myndi vera valdur að þokunni. Ég hafði upphaflega ætlað að ganga á einhvern af hátindum Kerlingarfjalla og njóta hins frábæra útsýnis þaðan. Nú var sú hugmynd að engu orðin. Hins vegar taldi ég líklegt, að unnt væri að komast í Hveradalina, sem var einn aðaltilgangur far- arinnar. Ég vissi, að úr Árskarði átti að vera stutt leið í Neðri- Hveradalina svonefndu og á- kvað að reyna að finna þá. Ég færði þetta í tal við Jó- hannes, því að mér virtist hann vel kunnugur staðháttum þarna. Taldi hann öruggt, að ég myndi finna dalina, þrátt fyrir þokuna, og sagði mér greinilega, hvar fara ætti. Var ég svo eigi með frekari heilabrot þar um, en lagði þegar af stað. Hélt ég nú með Árskarðsá að austanverðu, inn á milli fjall- anna. Dökknaði þokan brátt, eft- ir því sem hærra kom, og sá ég að lokum aðeins örskammt frá mér. Árgljúfrið hafði ég jafnan til hliðsjónar og var það mér ó- metanlegur leiðarvísir. Það er víðast stórbrotið mjög og hrika- legt yfirlitum, eða þannig kom

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.