Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 8
40
Heima er bezt
Nr. 2
eru úr sögunni. Þó sýsla þeir
sumir sitthvað þarflegt á vök-
unni. En tamara er þeim samt
að halla sér að hvílubekknum
og lesa í blaði eða bók eða
horfa á kvenfólkið og ræða við
það um hagi heimilisins utan
bæjar og innan, vandamál og
viðhorf dagsins á bæ og af, gang
lífsins í héraði og utan. Fólkið
rabbar um daginn og veginn,
menn og málefni, nýjustu frétt-
ir úr blöðum, útvarpi og síma,
bækur, sem verið er að lesa, og
margt fleira. Hin f j ölþættustu og
sundurleitustu málefni ber á
góma. E. t. v. eru skoðanir all
skiptar, svo að roði breiðist um
vanga og gneisti kvikni í auga
við umræðurnar. En það er að-
eins til að krydda þær og gefa
þeim líf og kraft. Það skýrir mál-
in og gefur þeim fastara svip-
mót, líf, innihald, að öldur ólíks
smekks og gagnstæðra skoðana
leiki um þau, og að sem flestir
beini að þeim ljósi skilnings og
íhugunar. Þegar það er gert af
gleði og góðvilja, og jafnframt
lögð stund á iðkun hugðarefna
og skyggnzt inn í ríki skálda og
listamanna, þá líður kvöldið í
ljúfum unaði.
Kvöldvökurnar á íslenzku
sveitaheimilunum, þar sem fólk-
ið, jafnframt því að stunda þjóð-
nýt og merkileg störf, sat við
„lista-lindir“ og auðgaði anda
sinn við áhrif óðs og óma, söngs
og sagna, þær hafa verið arin-
eldur þessarar þjóðar í þúsund
ár, athvarf hennar og unaðs-
gjafi, háskóli hennar og helgi-
vé. Þann sannleika túlkar breið-
firzka skáldkonan einkar vel
með þessum orðum:
„Vetrarlöngu vökurnar
voru öngvum þungbœrar,
við Ijóðasöng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar.“
Og:
„ísaspöng af andans hyl
íslands söngvaf þíða.
Kalt er öngvum komnum til
kvœða Lönguhlíða."
Sú íþrótt að kveðast á, og svo
rímnakveðskapur og flutningur
fornbókmennta mun nú úr sög-
unni sem heimilisskemmtun á
kvöldvökunni upp til sveita á fs-
landi, en um aldaraðir var þetta
hvorutveggja: merkileg skemmt-
un og verulegur lærdómur, hinn
eini skóli margs alþýðumannsins.
Nærfellt með hverju ári fer þeim
og fækkandi heimilunum, þar
sem lesið er upphátt úr blöðum
og bókum. Það var áður þjóðar-
íþrótt, er skóp listalesara og
veitti þeim, er á hlýddu, ótal
margar fræðslu- og ánægju-
stundir, sem ógjarnan urðu
metnar til verðs. Nú er þetta að
verða eitt af því, sem heyrir for-
tíðinni til, en verður þeim, er
þess nutu, gull í sjóði minning-
anna. Á fyrri tímum, þegar fátt
var um menntasetur með þjóð-
inni og leiðin til lærdóms var
lokuð öðrum en örfáum útvöld-
um. Þegar flestir voru bundnir
við eina og sömu þúfu ævilangt,
þegar lítið var um ljós og hlýju
í híbýlum manna, stritið og fá-
tæktin þrengdi að eins og álaga-
hamur og ekkert varð til þess að
rjúfa þá einangrun, sem fólkið
bjó við. Þá varð hver bók, hver
hljómur eins og æðri opinberun,
auðlind, sem án afláts var aus-
ið úr til svölunar og uppörfunar.
Þá tóku menn eftir því, sem þeir
heyrðu, og mundu það, sem þeir
lásu; þá lærðu menn heila
rímnaflokka, heil ljóðakver og
sálmasöfn utanað og mundu það
tíðum, lítið eða ekki brenglað,
um langa ævi. Þegar brugðið
hafði verið upp ljósglætu í bað-
stofunni og kvöldvakan hófst,
tók einhver heimilismanna sér
bók í hönd og las í henni fyrir
hina, sem höfðu verk með hönd-
um. Þá breyttist hið lágreista,
ljósvana skýli í uppljómaða
ævintýraborg, fólkið hófst yfir
amstur hversdagsins og tóm
auðnarinnar og hvarf til dvalar
í þeim ljósheimi, sem listin skóp.
Það fylgdi fornköppunum til
leikja og íþrótta, til vopnaþinga
og í víkingaferðir. Það steig á
gnoðina með höfðingj anum,
sigldi með honum um hin víðu
höf og fylgdi honum, er hann
steig á framandi strönd, gekk í
konungsgarð og gerðist hirðmað-
ur. Það þeysti á gunnfáki yfir
víðar lendur og festi sjónir á
gózzi sigurvegaranna; það ók
með „gullinhyrndum hreinum“
til álfheima, þar sem hallir luk-
ust upp og fundinn var lykillinn
að draumi lífsins. Það vaggaðist
þýtt í værð og frið, er rekkjan
rann og svanirnir sungu, og
kenndi sælu við að svífa með
töfraklæðinu um loftin blá. Það
er þetta, sem um aldaraðir hef-
ur verið þessari þjóð „langra
kvelda jólaeldur“ og hennar
brjóst við hungri og þorsta,
hjartaskjól þegar bezt var sól-
in“, eins og sr. Matthías orðar
ar það. Og enn í dag er bókin
eitthvert dýrsta gullið í sjóði ís-
lendingsins. Enn er horfið til
hillingalanda þjóðsagna og æv-
intýra, enn eru gullaldarbók-
menntir í heiðri hafðar víða, enn
er hlustað á hljómana frá hörp-
um þjóðskáldanna og atgjörvis-
mönnunum í ríki andans goldin
þökk og hylli. En þó gerist það
nú æ tiðara, að lítt er hirt um
að greina kjarna frá hismi.
Reyfarar og dægurljóð eru tekin
fram yfir ágætar sagnir og
ódauðleg kvæði, léleg, erlend
framleiðsla sett ofar sígildum
listaverkum á eigin tungu. Þegar
bókaútgáfan er orðin að þvíliku
flóði sem nú, þá hungrar menn
ekki lengur né þyrstir eftir
hverri einstakri bók. Margir
ruglast í ríminu, er að því kem-
ur að velja og hafna, og það
verður næstum tilviljun ein,
hvort þeir hreppa góðan drátt.
Hraðinn og. ólgan, sem ríkir í
umhverfinu, slævir athyglisgáf-
una og hæfileikann til að muna,
í mörgu er kraflað, en fátt lesið
eða lært til hlítar, og af þessu
leiðir hnignandi smekk og dofn-
andi dómgreind. En á meðan
þjóðin geymir sinn dýra arf, á
meðan hún elskar óminn frá
hörpum þeirra, sem voru skáld
af guðs náð, og greinir þá frá
harmonikuleikurunum í heimi
andans, á meðan hún dáir „and-
ans form í mjúkum myndum“ og
skilur, að „orð er á íslandi til,
um allt, sem er hugsað á jörðu",
þá á hún sín helgivé ofar ys og
sþríði, sitt töfraklæði, er hún líð-
ur með um loftin blá, sinn hvíta
gæðing, sem ber hana yfir sér-
hvert torleiði inn í ljósgeisla
hinnar ljúfustu fegurðar. Þá
verður eldurinn, sem þeir, er una
í faðmi sveitanna, orna sér við
á „vetrar löngu vökunum“, enn
sem fyrr sá jólaeldur, sem rýf-
ur rökkurraunir skammdegisins
og gerir mögulegt að þreyja