Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 11
Nr. 2 Heima er bezt 43 og með bera leggi. Allar línur líkamans voru glöggar og skýrt mótaðar, ávalir, holdugir hand- leggir, hvelfd og bústin brjóst, þrýstnar mjaðmir, þéttir kálfar. Léttur andvari bærði mjúklega brúna lokka. — Augu þeirra mættust — hennar: ástleitin og ögrandi, hans: fjarræn og blik- andi; var tillit beggja fast og ákveðið. Aldrei hafði honum sýnzt Borghildur eins hrífandi, jafn lokkandi sem nú. Hún var alveg ómótstæðileg, og á svip- stundu var teningunum kastað. Árni Ágúst tók undir arm Borg- hildar og þau leiddust út í sum- arnóttina og fundu loks sinn álfhól. — Leiftursnöggt læsti sig innst inn í hugskot hans sú hugsun, að njóta það sem eftir væri nætur með Borghildi, hverjar, sem afleiðingarnar kynnu að verða.---------------í álfhól ævintýranna leið tíminn fyrr en varði. Klukkan var orð- in sex. Með árroða rísandi dags tóku fjötrarnir að falla, álaga- hjúpurinn að eyðast. Lögfræði- neminn og ljúflingsmærin leystu armlögin. Varir þeirra mættust í seiðandi þokka, — heitri þrá — það var lokainnsigli ævintýra- næturinnar.----------------Þeg- ar frá líður og fjötrar álaganna eru fallnir, skýrist sálarsjónin smátt og smátt. Þá skýtur hin- um venjulega, sýnilega manni aftur upp á yfirborðið, og þá er það hinn ytri maður, sem hugs- ar og starfar. En meðan álaga- ástandið varir, þá er það hinn ósýnilegi, innri maður, sem fær að njóta sín. Árni Ágúst var nú milli tveggja skauta, annarsvegar: að- dáunarinnar og ástarinnar á Borghildi, en hinsvegar: um- deilanlegrar breytni sinnar, sam- kvæmt ríkjandi, viðteknum venjum. Hafði hann þá ef til vill brotið eitthvað af sér? Hann reyndi að svara því og gekk illa að finna ákveðið svar. En væri hér um brot að ræða, hversu mörg voru þá ekki öll brotin og misstigin mannanna? Og eru það ekki álögin, sem mannkynið frá örófi alda hefir alltaf verið í, og getur á engan hátt sigrast á né losnað við? Hafa ekki menn- irnir á öllum öldum deilt um það, hvaða brot séu stærst og mest, og hverjir séu forhertastir synd- arar? Hafði hann ekki sjálfur oft átt í orðasennum við ýmsa skólabræður sína út af þessum hlutum, og það meira að segja fyrir fáum vikum við einn af sínum bezbu vinum: Ara Sverr- isson, væntanlegan verkamann í víngarði drottins. — Ari sagði: „Óðara og þið lögfræðingarnir gangið frá prófborðin, byrjið þið á að þverbrjóta lögin, og er þá ekki von að aðrir komi á eftir og gangi beint í ykkar slóð?“ Og hann hafði svarað Ara fullum hálsi: „Og þið prestarnir eruð sannarlega ekki eftirbátar ann- arra, því þið brjótið líka ýmis lög og siðareglur, og það jafnvel þótt þið séuð í hempunni eða að- eins rétt búnir að klæða ykkur úr henni.“ Var ekki nokkur sannleiksneisti fólginn í þessu öllu saman hjá þeim vinunum, þótt orð beggja væru mælt 1 augnabliksgeðshræringu? Já, það er nú einu sinni svona, að mennirnir þrá hvað mest að brjóta það, sem þeim er bannað; löngun þeirra er oft svo sterk til að bragða hin forboðnu epli. En háskalegast allra brota er þó að hefta vaxtarlögmálið, kyrkja gróandann. Árna Ágústi virtist, að þeir væru nokkuð margir, sem fallið hefðu í freistni við snertingu heitra vara og villzt eitthvað af vegi vegna ómótstæðilegra áhrifa frá djúpi dökkra augna. Hví skyldi hann ekki mega leyfa sér það líka? Leyfa sér að bergja of- urlítið á bikar nautnanna, teyga hið gómsæta vín, er þar freyðir? Óneitanlega fannst honum líf- ið vera tilbreytingaríkara vegna þess, að hann átti þetta ævintýri. Hann hafði þó þessa stuttu næt- urstund, einu sinni á ævinni, lát- ið það eftir sér að lifa fyrir líð- andi stund. Og svo gátu þeir, sem vildu, kallað þetta ævintýri hans brot, jafnvel synd; víst var þeim það leyfilegt. En gái þeir fyrst í eigin barm, því sé vandlega leit- að, hversu margir finnast þá hreinir og alveg hvítþvegnir, því freistingin birtist í svo mörgum og ólíkum myndum, og fjötrar álaganna saman slungnir úr svo margvíslegum gerðum. — Vegna Arnheiðar var þetta þó leiðinlegt. En skyldi lögfræði- prófið á sínum tíma ekkí geta jafnað yfir þær misfellur? Eigi gekk hann þess dulinn, að í aug- um Arnheiðar var embættis- prófið mjög þýðingarmikið at riði — stór stund í lífi þeirra beggja. En var hann Árni Ágúst, þegar allt var athugað, nokkuð verri eða óheiðarlegri maður þrátt fyrir þetta? Var ekki þetta ævintýri aðeins misstig, bernsku- brek, sem varpaði þó birtu inn í líf hans; var ljúf og hugstæð minning, er seint mundi fyrnast né fölna? — En á þessu máli voru til fleiri hliðar en ein. Hugsast gat, að sumarnóttin, sem hann naut með Borghildi, kynni síðar að marka einhver sýnileg spor, því reynslan virð- ist stundum leiða í ljós, að það hverfa ekki óðara öll spor í sandinn.-------- --------Arnheiður! Borghild- ur! Hvora þeirra átti hann að velja? Sennilega gæti hann gleymt Arnheiði, en ekki Borg- hildi. En hann gat ekki heldur brugðið heiti við Arnheiði án neinna misgjörða af hennar hálfu; nei, slíkur ódrengur skyldi hann aldrei verða. Til var ein vel fær leið út úr ógöngunum, og þá leið yrði að fara. Væri sú leið valin, varð hann, Árni Ágúst, tilvonandi embættismaðurinn, að vera peð- ið á skákborðinu. Hann varð að bíða dóms. Hann skyldi segja Arnheiði, blátt áfram og alveg undirhyggjulaust, hvernig spil- in lágu nú orðið. Síðan átti hún að setjast í dómarasætið, og dómsúrskurði hennar, hver svo sem hann yrði, skyldi hlíta. Arn- heiður var bezti og réttlátasti dómarinn, sem völ var á. Hún var ekki sek. Félli dómurinn þann veg, að Arnheiður samt sem áður brosandi byði honum faðminn, þá var þetta allt sam- an orðið eitt samfellt, heillandi ævintýri. En sneri hún við hon- um baki, þá skyldi taka því, og var það ævintýri á enda. — En framundan blasti við honum annað nýtt, því undir bylgjum brúnna lokka biðu hans dökk, töfrandi augu í seiðandi þrá og mjúkar, heitar varir buðu hon- um að bergja hið gómsæta vín.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.