Heima er bezt - 01.02.1952, Side 12
44
Heima JSK bezt
Nr. 2
Mikligarður, höfuðborg
Árið 949 tólc biskup að nafni
Liutprand frá borginni Cre-
mona á Norður-Ítalíu sér ferð á
hendur og létti eigi fyrr en hann
kom til borgarinnar Byzants við
Bosporus-sund, eða Konstan-
tínópel, sem borgin var lengst af
nefnd. Þá réð þar ríkjum Kon-
stantín VII. keisari, með því
nafni. Biskupinn reit ferðasögu
og lét í ljós álit sitt á ýmsu, er
hann sá og heyrði. Er auðséð á
ferðalýsingu hans, að hann hef-
ur orðið mjög hrifinn af skrauti
því og auðæfum, sem hann sá í
þessari frægu borg, en hann
hafði hvergi séð neitt því líkt
annars staðar. Einkum dáðist
hann að keisarahirðinni, og lýs-
ir nákvæmlega öllu, er fram fór
við móttöku erlendra sendiherra
og annarra stórmenna: „Við
hliðina á keisarahöllinni í Kon-
stantínópel stendur önnur höll
dásamlega fögur. Grikkir kalla
hana „Magnaura“ eða „hina
miklu, gylltu höll“. Konstantín
keisari lét ryðja til í henni, er
hann tók á móti mér, ásamt ný-
komnum sendiherra frá hinum
mikla Kalífa og Liutefred, stór-
kaupmanni frá Mainz, en hann
var erindreki hins þýzka keis-
ara. Fyrir framan hásæti keis-
arans stóð gyllt „tré“ úr járni.
Greinar þess voru prýddar fugl-
um úr málmi, er einnig voru
logagylltir og gátu sungið hver
sitt lag. Hásæti keisarans var
þannig útbúið, að það lyftist upp
hægt og hægt. Fyrst leit út fyr-
ir, að hann sæti í stól, en að lok-
um var hann kominn hátt upp
í loftið. Kringum þetta risavaxna
hásæti stóðu ljónslíkön úr járni
og tré, sem einskonar verðir.
Voru þau prýdd gulli. Slógu þau
öðru hverju í gólfið með halan-
um og öskruðu. Tveir geldingar
leiddu mig fram fyrir hásæti
keisarans. Er ég kom nálægt
Ijónunum, tóku þau að öskra og
fuglarnir sungu. En þetta kom
mér ekki á óvart, því að vinir
mínir höfðu sagt mér frá þess-
um tilfæringum, svo að ég varð
hvorki hræddur né undrandi.
Eftir að ég hafði varpað mér
þrisvar sinnum til jarðar, en svo
mæla hirðsiðirnir fyrir, leit ég
upp, og þá sá ég að keisarinn
var kominn hálfa leið upp und-
ir loft hallarinnar. Ég gat ekki
skilið í þessu fyrst í stað, en
seinna komst ég að raun um, að
honum hafði verið lyft með vél-
arafli. Hann sagði ekki eitt ein-
asta orð við mig, því að jafnvel
þótt hann hefði langað til þess,
myndi slíkt hafa verið álitið ó-
viðeigandi og brot á öllum hirð-
siðum.“
Þetta líkist mest lýsingu á æf-
intýrahirð. Og þegar biskupinn
af Cremona, einni ríkustu borg
Ítalíu, varð svona frá sér num-
inn af dýrðinni, má nærri geta,
hvort þetta hefur ekki gengið í
augun á hinum menningar-
snauðu Serbum, Búlgörum eða
Skýþum, er komu til keisara-
borgarinnar frá hinum frum-
stæðu fj allabyggðum eða enda-
lausu sléttum Suðaustur-Evrópu.
Býzants, „drottning borganna"
(he basilis tón pelón), var í
augum hinna frumstæðu mið-
aldamanna ævintýraborgin, eða
réttara sagt: „Borgin“. Engar
borgir komust í nokkurn sam-
jöfnuð við hana. f raun og veru
var Konstantínópel eina borg
miðaldanna, sem nokkuð kvað
að, kringum aldamótin 1000.
Rómaborg var ennþá í viðjum
miðaldanna. Byzants dró alla að
sér — ítalska kaupmenn og
bankamenn og verzlunarprang-
ara af gyðingaættum. Bjuggu
þeir í hverfi út af fyrir sig, er
nefndist „Ghetto“. Voru húsin
þar eingöngu úr tré. Hvað eftir
annað brann gyðingahverfið til
grunna. í borginni var fjöldi
þræla frá Núbíu, margir skart-
gripasalar frá Sýrlandi og víðar
að. íbúar borgarinnar — bæði
menn og konur — elskuðu að
hlaða utan á sig skartgripum.
Fjöldi silkiiðnaðarmanna höfðu
atvinnu í borginni. Silkinu var
smyglað frá Kína. Fólk gekk að
miklu leyti í klæðum úr silki. f
borginni voru leiguhermenn úr
miðaldanna
öllum áttum. Borgin var eins-
konar ráðningarstöð fyrir þá
menn, sem höfðu gert hernað að
atvinnu sinni. Ríkidæmi Byzants
lokkaði forfeður vora til sín. Og
þar sem biskupinn dáðist svo
mjög að glæsileik borgarinnar.
hefur hún óefað verið ennþá dá-
samlegri í augum Norðurlanda-
búa þeirra tíma. Enda nefndu
þeir hana Miklagarð á sínu máli.
Norrænir höfðingjar, eins og
Ólafur Tryggvason, Haraldur
harðráði og Sigurður Jórsalafari
sóttu mikinn frama til Mikla-
garðs. Draumur margra hraustra
drengja var að komast í flokk
Væringjanna.
Bysantz var París sinnar tíð-
ar, borgin, þar sem þjóðirnar
mættust — allt, sem var eftir-
sóknarvert í veröldinni, fannst
þar. Þar voru mikil listasöfn,
bókasöfn, frægir háskólar og
skemmtanalíf, sem hvergi þekkt-
ist annarsstaðar. Enginn efi er
á, að Byzants þolir fyllilega sam-
jöfnuð við hvaða stórborg nú-
tímans, sem vera skal, hvað fjöl-
breytni skemmtanalífsins snert-
ir.
Hin mikla þýðing borgarinnar
hófst með valdboði. Fyrir árið
330 e. Kr. hafði hún að vísu ver-
ið talsverð verzlunarborg, sem
ýms ríki börðust um. Lega henn-
ar við innsiglinguna til Svarta-
hafsins hlaut að hafa það í för
með sér. En í stjórnmálalegu
eða menningarlegu tilliti stóð
hún ekki framar öðrum borgum
samtímans. En þegar Konstan-
tín mikli hafði gert kristindóm-
inn að ríkistrú og fluttist frá
Rómaborg til Byzants, er hann
þaðan af nefndi Konstanínópel
(eiginl. borg Konstantíns),
breyttist þetta í einni svipan.
Ástæður keisarans til að skipta
um höfuðstað voru margar.
Rómaveldi náði á þeim tíma yfir
allan hinn menntaða heim, er
þá þekktist. Konstantlnópel var
svo að segja í miðju ríkinu, með-
an Róm lá í útjaðri þess. Hann
notaði tækifærið um leið til að
tryggja keisaravaldið í sessi og