Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 14
46
Heima er bezt
Nr. 2
FRÁ
Séra Ólafur Ólafsson var einn
af merkustu kennimönnum á
sínum tíma. Hann var mælsku-
maður mikill og ræður hans á-
hrifaríkar, höfðinglegur á velli
og sópaði að honum hvar sem
hann fór. Er séra Ólafur var
prestur í Guttormshaga
flutti hann fyrirlestur að Árbæ í
Holtum 3. ágúst 1890, er nefnd-
ist „Hvernig er farið með þarf-
asta þjóninn?" Fyrirlestur þessi
vakti geysimikla athygli. Þar
var tekið föstum tökum á mál-
efni, er almenningur átti ekki að
venjast að flutt væri úr ræðu-
stól prestlærðra manna á þeim
tímum. Fyrirlestur þessi var sér-
prentaður og gefinn út af Sigurði
Kristj ánssyni árið eftir. Þótt
ekki væri um stóra bók að ræða,
aðeins 40 bls. í litlu broti, vakti
kver þetta mikla athygli um
land allt og varð á skömmum
tíma ófáanlegt, hefur eflaust
verið „metsölubók“ ársins 1891.
Bæklingur þessi, sem gengið
hefur undir nafninu „Þarfasti
þjónninn“, en nú í höndum ör-
fárra manna og lítt fáanlegur
nema fyrir geypilegt verð. Ný-
skeð var manni nokkrum boðn-
ar kr. 500.00 fyrir eitt eintak,
sem hann átti, en því boði var
hafnað. í fyrirlestri sínum ræðir
séra Ólafur um hestinn, hinn
þarfa þjón íslendinga,
finnst honum margt á-
fátt um meðferð og kjör
þau, er hann átti við að
búa víðast hvar á land-
inu og telur þau ekki í
samræmi við þá miklu
þjónustu er hesturinn
hefur látið þjóð og landi
í té. Á einum stað segir
svo í fyrirlestrinum:
„.... Það er engin
skepna hér á landi og
að því er snertir oss
sveitamenn, eins hand-
genginn manninum, og,
að ég komizt svo að orði,
eins samvaxin og sam-
gróin lífi mannsins, eins
og hesturinn. Það fæðist
svo að segja varla nokk-
1890
ur maður til sveita, að
það þurfi ekki á hesti að
halda, og frá því að maður-
inn fæðist og þangað til hann
er kominn undir græna torfu, þá
er hesturinn jafnan hans önnur
hönd. Yfirsetukonan, hún ljósa
okkar, þarf hest, presturinn,
sem skírir okkur, þarf hest,
læknirinn, sem hjálpar okkur í
sjúkdómum og í slysum, þarf
hest, piltarnir þurfa hest, þegar
þeir fara að biðja sér stúlku,
brúðhjónin þurfa hest, þegar
þau eru gefin saman, stúlkurnar
þurfa hest til þess að komast á
mannfundi, svo að þær þurfi
ekki að setja ljós sitt undir
mæliker, það er með öðrum orð-
um, svo að þær geti látið pilt-
ana sjá, hvað þær eru fallegar
sjálfar og sjölin og svunturnar og
slypsin, sem þær hafa fengið úr
kaupstaðnum, og piltarnir þurfa
hest til að geta komizt þangað
sem stúlkurnar eru til sýnis. Það
er ekki hægt að hafa neina
skemmtun fyrir fólkið upp til
sveita svo að hesturinn sé ekki
við það riðinn, og til þess að allt
sé upptalið, þá þurfa kjaftakerl-
ingarnar hest, svo að sögurnar,
sannar og lognar, berist rétta
boðleið með tilhlýðilegum, lög-
boðnum hraða og ekki falli nið-
ur boðburðuf, já, oft vænan hest,
því sögulaunin eru að jafnaði
reidd undir sér, og þau eru oft
vel úti látin, ef fréttirnar eru
mergjaðar, það er eina bótin, að
þær geta sagt eins og karlinn:
„Ekki ber hesturinn það sem ég
ber,“ því væru mikil þyngsli eða
vigt í því, sem þeim er innan-
brjósts, þegar þær leggja upp
með póstinn, þá veitti þeim ekki
af að hafa 2 eða 3 til reiðar, og að
lokum þurfum vér allir hest, er
vér fötum um þverbak á síðasta
áfangastaðinn.
En svo maður haldi sér við hið
alvarlega, þá er líf sveitamann-
anna að öllu komið undir því, að
þeir ekki séu hestlausir, eins og
öllu er enn fyrir komið hér á
landi. Það var ekki þýðingarlaus
athöfn hjá fornmönnum, að
þeir létu haugleggja hestinn
sinn með sér. Þeir könnuðust við
það, að hesturinn hefði verið
þeirra önnur hönd í lífinu, því
vildu þeir og að hann fylgdi
þeim í dauðanum. Meira að
segja, að þeir gátu ekki hugsað
sér sælustaðinn hinum megin
hestlausan, þeir sköpuðu því
hestunum annað líf eftir þetta.
Þó að þeir væru heiðnir, þá voru
þeir samt tryggir, og það svo, að
vér, niðjar þeirra og afkomend-
ur, sem að flestu ættum að
standa þeim framar, megum
bera blygðun fyrir tryggðaleysi
vort í samanburði við þá. Gott
og girnilegt þótti fornmönnum
gull og silfur og lögðu tíðum
mikið í sölurnar til þess að öðl-
ast það, en það tel ég samt víst,
að þeir hefðu ekki orð-
ið svo á gullinu ginntir,
*að þeir hefðu selt reið-
hestana sína á gamals
aldri útlendum þjóðum
í argasta þrældóm. Þeir
kunnu betur en svo að
meta trúa og dygga
þjónustu, að þeir létu
þann ódrengskap eftir
$ sig liggja, þeir voru oft
harðir í horn að taka, en
ódrengir voru þeir sjald-
an .... “
Það eru nú liðin 62 ár
síðan þetta var mælt.
Margt hefur breytzt á
landi voru á liðnum ára-
tugum. Sumt til góðs,
annað ekki.