Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 15
Nr. 2 Heima er bezt 47 Úr gömlum blöðum Meðfylgjandi mynd er tekin af séra Ólafi Ólafssyni eftir að hann var orðinn fríkirkjuprest- ur í Reykjavík. Þjónaði hann einnig fríkirkjusöfnuðinum í Hafnarfirði. Ferðaðist hann mikið á þeim árum í léttivagni eins og myndin sýnir, þurfti hann því á duglegum hestum að halda. Fór hann vel með þá og umgekkst eins og vini sína. Hest- urinn hér á myndinni var nefnd- ur Pétur Zar. Hann var leirljós á lit með hvítt fax og tagl. Hann þjónaði séra Ólafi í mörg ár og veitti honum margar ánægju- stundir. Um hann segir séra Ólafur m. a. í grein er hann ritaði um vin sinn í Dýraverndarann 1926: „--------Pétur Zar var kynjaður vestan af Snæfellsnesi, úr því héraði, sem fyrir endur og löngu var í gamni kallað Litla-Rúss- land; fyrir þessa skuld hlaut hann líka þetta veglega nafn. Var það, að mig minnir, um 1909, að hann kom hingað á Suður- land; var hann þá 9 eða 10 vetra. Þá eignaðist ég hann og átti hann síðan alla æfi hans, eða frek 10 ár. — Hann var með öllu óvanur við vagn, er ég eignaðist hann, en hann vandist létti- vagni bæði fljótt og vel; eftir 3 eða 4 daga var hann orðinn svo þægur, þýður og lipur fyrir vagni, að ekki varð á betra kosið. — Betri hesti hef ég ekki beitt fyrir léttivagn, og mun ekki gera. Vistin, sem Pétur komst í, var hæg og erfiðislítil, vinnan var að ganga fyrir laufléttum vagni með mér einum i annan sunnudaginn suður i Hafnarfjörð, 10 kíló- metra, og hinn sunnudaginn inn að Kleppi, 7 eða 8 kílómetra, og svo smásnatt um bæinn; þar að auki 2 eða 3 ferðir austur yfir fjall meðan hæst var sumars- ins--------- Um Pétur Zar var þetta kveð- ið: „Prúður er hann Pétur Zar, piprar hefir hann lappirnar, hnarreistur, með höfðings svip; hann er eins og lystiskip.“ D. D. 100 ára afmæli B jama Thorarensens, hins ágæta þjóðskálds vors, var 30. des. 1886, en svona rétt milli jóla og nýárs, skömmu eftir Þor- láksmessugilddið, er eigi hægt að koma því við, segja menn, að halda fund í íslendingafélaginu í Khöfn, eða að minnsta kosti yrði það miklum erfiðleikum bundið fyrir stjórn félagsins að koma þá á fjölmennum fundi. Fyrsti fundur í félaginu á þessu ári var á þrettánda, 6. jan., og þá var haldin minningarhátíð, 100 ára afmæli Bjarna Thorar- ensens. Stud. jur. Þorsteinn Er- lingsson hélt fyrirlestur um Bjarna sem skáld. Þorsteini veitist manna léttast að tala, og var ánægja að heyra hann, þótt hann talaði langt erindi. Fyrst talaði hann um einkunnir þær, sem Bjarna hafa verið gefnar sem skáldi af þeim, sem um hann hafa ritað á síðustu árum, og þótti honum þær ófullkomnar og óljósar; og síðan frá eigin brjósti um skáldskap hans. Hann byrj- aði með því, að hann gæti tekið sér í munn orð dr. Guðbrands Vigfússonar um íslendingabók Ara fróða; kvæðabók hans er lít- il bók, en hvert orð í henni er gullvægt, en — rúmið leyfir eigi að skýra hér frá fleiru úr ræðu hans. Þegar menn höfðu skipað sér við borðin var kvæðið „Eld- gamla ísafold" sungið. Síðan mælti stud. mag. Jón Jakobsson áhrifamikla og snjalla ræðu fyr- ir minningu Bjarna, sem hann kvað vera skáldkonung vorn. Hann minnti á, að þar sem vér héldum afmælishátíð Bjarna héldum vér afmæli nýíslenzks skáldskapar. Var minni hans drukkið með miklum fögnuði. Þá kom fram sú tillaga að efnt væri til samskota til þess að láta gjöra brjóstlíkneski af Bjarna úr „bronce“, skyldi það vera eign íslands og látið standa á hæfi- legum stað í Reykjavík. Voru þegar gefnar 162 kr. til þess, margir gáfu 5 kr., sumir 10, hæst 25 kr. Mörg af kvæðum hans voru lesin upp og sum sungin, þess í milli var dansað. í danssalnum stóð nafn skáldsins umgirt með laufléttum settum blómum. Hátið þessi fór prýðilega fram og stóð til kl. 3. Áður en menn skildu, var samþykkt í einu hljóði að senda Morgunblaðinu (áhrifaríkt danskt blað um þess- ar mundir) þakkarkveðju fyrir það, að það hafði orðið til að minnast skálds vors svo fagur- lega, með því að flytja þennan dag vingjarnlega og glöggva rit- gjörð um Bjarna og þýðingu af 3 kvæðum hans; það hefði nú sem endranær vottað oss íslend- ingum vináttu sína framar öðr- um dönskum blöðum. Við þetta tækifæri keyptu menn góða mynd („Cabinets- mynd“) af Bjarna, sem „foto- graf“ Crone hefur tekið. Herra Crone gefur helming verðsins; verður því varið til líkneskju- gjörðarinnar og á hann þakkir skilið fyrir það. Myndin er seld fyrir 2 kr., sem er vanalegt verð á myndum af þeirri stærð. (Þjóðólfur 1887) 4000 spesíur Maður er nefndur Jón. Hann bjó lengi í Gröf á Höfðaströnd. Þegar hann var fermdur átti hann ekki meira en fötin, sem hann stóð í, en smátt og smátt efnaðist hann; varð ríkismaður og máttarstólpi í sveit sinni. Hann dó fyrir liðugum 30 árum; lét hann þá eftir sig mikið bú og margs konar fémæta muni, en engir fundust peningarnir. Loks var farið að skoða skemmu hans. Fyrir stafni var fiskhlaði mikill frá gólfi upp í ræfur. í þessum fiskhlaða fannst kútur með 4000 spesíum. En það er sama og 16.000 kr. nú. Á þessum tímum voru eigi sparisjóðir eins og nú, þar sem menn gætu ávaxtað og marg- faldað fé sitt fyrirhafnarlaust. Ekki var verzlunin þá betri en nú. Dugnaður og sparsemi hjálp- aði honum áfram í heiminum, dugnaður og sparsemi hjálpar öllum. (Þjóðólfur 1889)

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.