Heima er bezt - 01.02.1952, Side 18
50
Heima er bezt
Nr. 2
Úr sandfokinu á
Rangárvöllum
Næst vistaðist ég að Austvaðs-
holti til Ólafs frænda míns. Þar
var ég 3 ár. Voru þar 15 manns
í heimili, þar af 3 vinnukonur og
3 vinnumenn. Hitt fólkið var
fjölskyldan. Þessi ár var ég
meira við sjó en sláttinn, utan
einn vetur. Kom ég heim fyrir
nýár árið 1903. Þá fórum við
mörg til aftansöngs að Árbæj-
arkirkju. En daginn eftir eina
slíka kirkjuferð lágu 13 manns
rúmfastir af skarlatssótt. Var
ég og ein vinnukonan uppi stand
andi af öllu heimilisfólkinu.
Höfðum við ærinn starfa þann
tíma, því skepnurnar voru marg-
ar og sinna þurfti hinu fárveika
fólki, sem þjáðist mjög af
þorsta vegna hinnar illkynjuðu
hitasóttar. En skaparinn lagði
líkn með þraut, gaf svo góða tíð,
að það mátti heita auð jörð all-
an janúarmánuð, og nærri því út
Þorrann. Blessað fólkið fór
smátt og smátt að rétta við með
Þorrakomu, og 3 vikur af Þorra
var búið að sótthreinsa húsið.
Héraðslæknirinn, Ólafur á Stór-
ólfshvoli, framkvæmdi sótt-
hreinsunina og sagði, að ég hefði
borið þessa veiki að sunnan, af
því að hann sá kuldaskinn á ilj-
um mér. En þetta var víst ekki
tilfellið. Þessi veiki gekk þá víða
um sveitir og einnig í Reykja-
vík.
Nú átti ég að vera kominn suð-
ur á vertíð 2. febrúar, en kom
ekki fyrr en i Þorralok. Og það
hið versta var að fáir þorðu að
hýsa mig á leiðinni. Var ég því
í stökustu vandræðum að leita
mér hvíldarstaðar á nóttinni. Þó
tók það út yfir allan þjófabálk
á einum bæ í Flóa, er ég ætlaði
að fá þar næturgistingu. Komst
ég þar inn í bæjardyrnar og
beiddist næturgistingar. Var ég
þá spurður, hvar ég ætti heima
og skýrði ég þar rétt frá. Varð
húsmóðirin þá æfareið og sagði
með þjósti miklum: „Nú ertu bú-
inn að smita allt heimilið með
þessari andskotans pest. Réttast
væri, að ég léti vinnumennina
flengja þig.“ Þar næst kom hús-
bóndinn vaðandi með mann-
drápssvip, hratt mér út á hlað
og sigaði á mig hundunum. Því
er ekki að leyna, að ég bað
þessu hyski bölbænir ófagrar, en
ég vona, að þær hafi ekki orðið
að áhrínsorðum. Samt fékk ég
gistingu í Tryggvaskála hjá
Bjarna Símonarsyni. Sagðist
hann ekki hræðast neinar pest-
ir. Sagði ég honum viðtökurnar,
sem ég fékk á bænum, og kvað
hann húsfreyjuna þar fullt svo
skapstóra.
Síðan gekk ferðin sæmilega að
Býjarskerjum í Miðnesi. Var ég
búinn að róa þar 3 vertíðir áð-
ur. Gerði ég mig því heimakom-
inn og gekk í bæinn. Karlmenn-
irnir voru allir niðri við sjó að
gera að afla sínum. Eftir að
ég hafði þegið góðgerðir, gekk
ég til sjávar til að hitta menn að
máli og frétta um aflabrögðin.
Páll var þar líka að líta eftir
björginni. Heilsaði ég upp á þá
alla og tóku þeir vel kveðju
minni og buðu mig velkominn í
verið, nema Páll, sem tók dauft
undir og sagði: „Þú hefðir ekki
átt að koma. Ég hef frétt um
þessi miklu veikindi og skrif-
að á móti þér, að koma ekki. Vil
ég ekki stofna heimili mínu í
hættu með því að taka við þér.“
Ég kvaðst enga veiki hafa feng-
ið og þar að auki væri ég sjálf-
ur og öll mín föt vel sótthreins-
uð. „Það er sama, ég vil ekkert
eiga á hættu,“ sagði hann.
Sagði ég þá, að það myndi ein-
hver verða til að gefa mér að
éta, þó að hann gengi undan.
Tók ég því næst poka minn og
fór í fússi til næsta bæjar, og
fékk þar næturgistingu umyrða-
laust. En skipshöfnin hjá Páli
voru þessir: Jón, formaðurinn,
sonur hans og þrír aðrir synir
Páls, hálfbróðir konunnar og
uppeldissonur. Mátti þetta heita
mest skyldulið. Sá sjöundi var
útgerðarmaður úr Rangárvalla-
sýslu, Símon Símonarson. En
þegar bræðurnir, synir Páls,
voru búnir að ganga frá aflan-
um, komu þeir allir til mín og
báðu mig að gera það nú fyrir
sig að fara til þeirra og róa með
þeim um veturinn. Sögðust þeir
ekki geta án mín verið og ekki
vera hræddir við veikina. Ég lét
því tilleiðast að vera með þeim,
því þeir voru drengir góðir og
fengsælir sjómenn. Voru þeir þá
búnir að afla hálft sjötta hundr-
að til hlutar. Átti ég að fá kr.
10.00 í kaup af þorskhundraði,
en kr. 2.00 af ýsuhundraði.
Seint í vertíðarlok í annarri
viku góu rérum við sem oftar.
Það var vestanrok um nóttina,
en lygndi með morgninum.
Klukkan var því orðin 11, þegar
við létum úr vör suður í Staf-
nesdjúp. Er þangað kom, var þar
haugasjór og ekki árennilegt að
fleygja lóðinni í sjóinn og eiga
það á hættu að tapa henni. En
sjómenn verða að eiga svo
margt á hættu og ekki dugði að
fárast um það. Úr því við á ann-
að borð vorum komnir til miða,
var ekki annað en að kasta
dræsunni í hafið og láta skeika
að sköpuðu með afdrifin. Var því
baujan látin fara og öll lóðin
lögð og látið liggja í hálftíma,
sem var venjuleg lóðarlega, ef
veður var ótryggt. En þegar við
vorum nýlega farnir að draga,
rann á strekkings austanstorm-
ur, sem færðist ört í aukana,
þar til engin tök voru á að draga
meira vegna sjógangs. Samt
settum við upp framsigluna með
rifuðu segli og byrjuðum að
slaga, en ekki leið á löngu unz
við misstum útleggj arann, sem
fremsta seglið er spennt út á.
Eftir það sigldum við með rifuðu
framsegli og fokku. Myrkt var
af nóttu og höfðum við stefnu
á Snæfellsnes á að gizka. Ég
hafði tekið eftir skipi um dag-
inn, þegar við vorum að draga
lóðina. Var það norður í sjó og
áleit ég það vera fiskiskútu.
Sagði ég Jóni frá þessu og ympr-
aði á því, að við skyldum freista
að halda í áttina til þess, og
fannst honum það hyggilegast.
Stakk ég einnig upp á því að
létta skipið, með því að fleygja