Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 19
Nr. 2
Heima er bezt
51
út ýsunni, en það vildi formað-
ur ekki heyra nefnt. En skipið
var of þungt og varði sig illa fyr-
ir áföllum. Var ég þá kominn á
fremsta hlunn með að fleygja
út ýsunni í trássi við formann-
inn, ef með þyrfti. Allir skip-
verjar hrúguðust fram í stafn,
til að gá að skipsljósinu. Varð ég
því að taka að mér austurinn.
Fór ég þá að slá upp á glensi við
formanninn, en andlit hans var
sem mótað í stein og fékk ég
hann ekki einu sinni til að brosa,
þó að hann skipti sjaldan um
ham, er illa viðraði, og sauð á
keipum. Ég var ekki að hugsa
um dauðann, því ég hafði þá trú,
að við myndum komast lífs af
úr þessum sjávarháska. Það var
komin stjarfakennd deyfð yfir
félaga mína, enda var ekki
frýnilegt umhverfis, bylur, hræv-
areldar og stórsjór. Er við höfð-
um siglt gegnum þessi ósköp um
stund, sáum við skipsljós. Birti
nú yfir andlitum félaga minna
og varð uppi fótur og fit á skip-
inu okkar. Vildi okkur það til
happs, að við höfðum vindhæð
með okkur. Var þó með naum-
indum að við náðum í hekk
skútunnar, og var skipshöfnin
tilbúin að taka á móti okkur.
Brotnaði báturinn okkar strax
við skipshliðina. Freistaðist ég
til að bjarga línunni og fram-
siglunni. Fór ég síðastur upp á
skipið, og af því að ólag reið yf-
ir bátsflakið, var ég rétt farinn
í hafið, en gat læst klónum í
lunningu skútunnar og hélt þar
dauðahaldi, meðan verið var að
draga 2 félaga mína, sem eftir
voru í bátnum, upp á skipið. En
meðan ég dinglaði þarna eins og
klukkudingull, fékk ég tvö högg
af bátsflakinu, kom annað á
herðar mér, en hitt á fótlegg-
inn. Ég neytti minnar siðustu
orku og tókst að halda mér
þarna, þar til ég var dreginn
upp á skipið. Þegar undir þiljur
kom, var farið að athuga meiðsli
mín og kom mér ekki annað til
hugar en að fótleggurinn væri
brotinn, eftir þrautunum, sem
ég hafði í honum. En svo var
samt ekki, en var illa marinn frá
hné og niður á ökkla.
Skipverjar gengu úr kojum
sínum fyrir okkur. Var hlúð að
okkur eftir föngum og búið um
meiðsli mín. Um nóttina klukk-
an 4 fór að draga úr veðrinu.
Var þá farið að sigla og báts-
flakið okkar skorið aftan úr. Þá
var hann snúinn til sunnan átt-
ar með bezta veðri. Okkur var
skipað upp í Garði. Komust all-
ir heim nema ég, vegna fóta-
meins. Vissi ég ekki fyrr til en
ljósmóðirin þarna á staðnum
var komin til mín með fulla fötu
af sýru og sárabíld, og kroppaði
upp úr sárinu. Svo batt hún
blautu sýrubindi um fótinn, sem
var svo hryllilega ljótur, að mér
hnykkti við. Hann var alsettur
bólguhnútum og svo gildur, að
það varð að rista brækurnar ut-
an af honum.
Daginn eftir kom maður með
hest að sækja mig. Eftir að ég
kom heim, heyrði ég sagt, að
gömlu hjónin hefðu verið lögst
fyrir í sorg. Það var búið að
senda í allar áttir og hvergi
spurðist til okkar. Var því talið
fullvíst, að við hefðum farizt.
Hefði það orðið mikill missir fyr-
ir gömlu hjónin, ef þau hefðu
misst þarna 4 syni sína og upp-
eldisson. Ætti það ekki að eiga
sér stað, að mörg skyldmenni
væru á sama skipinu. En því mið-
ur á það sér alltof oft stað, og
oft heyrir maður það í blöðum
og útvarpi, ef bátur hefur far-
izt, að með honum hafi farizt
tveir eða fleiri bræður.
Skipið, sem bjargaði okkur,
Stóri-Geir, var eign Geirs Zoega,
kaupmanns í Reykjavík. — Þá
var mikil útgerð hjá honum.
Þrem dögum eftir þessar hrak-
farir fór ég að róa aftur. Haltr-
aði ég við mjóan staf niður að
skipinu. Fyrst um sinn fékk ég
arniku hjá lækninum, en hún
bætti mig lítið. Svo kom kona
Hákonar í Stafnesi, Guðrún að
nafni, með skegghníf og blóð-
tökuhorn og bruggaði hún
krabbafeiti. Kvoppaði hún mig
Magnús Jóhannsson, Hafn-
arnesi skrifar framhald af
endurminningum Sigur-
hergs Þorbergssonar, en
fyrri greinin birtist i nóv-
emberblaðinu.
v_________________________
vel og vandlega og sagði, að það
væri munur að eiga við mig eða
piltana sína, sem skræktu af
hverju smáræði, þó að það væri
ekki nema smá bóla. Síðan mak-
aði hún allan fótinn úr þessari
indælu krabbafeiti, sem angaði
eins og dýrasta ilmvatn. Lét hún
mig hafa það sem eftir var af
þessu græðandi smyrsli og bætti
það mér furðu fljótt, en ég hafði
lengi dauðan blett á mjóaleggn-
um á eftir. Þó smákom líf í hann
eftir nokkur ár.
Þetta var árið 1902. Um vorið
fór ég til Einars Sveinbjörnsson-
ar í Laufgerði. Þá veiktist ég af
lungnabólgu. Vann ég samt með
þessu. Ég var verstur á nóttunni,
en Thoroddsen læknir í Kefla-
vík lét mig hafa tvö smáglös af
meðulum, annað til inntöku, en
hitt til áburðar. Dugðu þau mér
í viku og var ég þá orðinn al-
bata.
Árið 1903 felldi stúlka ástar-
hug til mín, vinnukona í Aust-
vaðsholti, þessi sama og vann
með mér í skarlatsveikinni, án
þess þó að ég bæri beint ástar-
hug til hennar, því að ég hafði
enga stúlku augum litið, sem ég
þráði að bindast hinum eilífu
böndum. Af því þetta var góður
kvenkostur, gat ég ekki fengið
mig til að synja svona góðu boði
og trúlofaðist henni — og þó
leynilega. Hafði því enginn hug-
mynd um samdrátt okkar lang-
an tíma. Samt kom að því, að
það varð opinbert. Stúlkan hét
Guðbjörg Pálsdóttir, ættuð af
Rangárvöllum. Einn góðan veð-
urdag fórum við að tilkynna föð-
ur hennar trúlofun okkar. Var
hann þá húsmaður hjá Þorsteini
á Hrafntóftum og hafði þar tölu-
vert af kindum. Heyjaði hann
handa þeim á hólma úti í Rangá.
Tók hann okkur vel og gaf sam-
þykki sitt til ráðahagsins. Einn-
ig kaus hann, að við tækjum við
búi hans, er fram liðu stundir,
og tök væru á að fá gott jarð-
næði. Þar sem við vorum fremur
eignalítil, þótti mér þetta kær-
komin góðvild. Hugðist ég líka
launa honum 'hana í ellinni, ef
ég lifði lengi og auðnaðist að
komast í sæmileg efni. Guðbjörg
var þó efnaðri en ég. Átti hún
300 krónur. Ég held, að mínar
eignir hafi verið minni. Þá var