Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.02.1952, Qupperneq 20
52 Heima er bezt Nr. 2 ærin 8 kr. virði, lambið 3 kr. Var aðalskilyrðið að heyja nóg handa gripunum. En svo fór þetta á aðra leið en mig hafði órað fyrir. Það slitnaði upp úr trúlofuninni, eins og svo oft vill verða. Næsta vor fór ég vinnu- maður til Jónasar á Helluvaði, en hún vinnukona að Litlu- Tungu. Var ég sendur um vor- ið vestur á Arnarfjörð í kaupa- vinnu til Péturs Þorsteinssonar, fyrir 11 kr. á viku, til hausts. Fékk ég þá 130 kr. kaup fyrir það ár. Pétur Þorsteinsson var þá stórkaupmaður og hafði 17 fiski- skip í gangi, 5 kúttera og hin af ýmsum stærðum. Þar að auki keypti hann allan fisk úr Arnar- firði. Hafði hann 25 stúlkur við fiskverkun frá sumarmálum til hausts. Karlmenn voru og marg- ir. Stúlkurnar vöskuðu í ákvæð- isvinnu og var ég settur til að aka að þeim fiski og frá þeim aftur. Eins átti ég að telja, hvað þær vöskuðu mikið, hver fyrir sig, og hafði ég stúlku til að- stoðar. Var þarna oft glatt á hjalla, sungið og spaugað og óspart látnar ganga skvettur úr vösk- unarkerinu. Á ég margar af mín- um Ijúfustu minningum frá þessum stundum. — Þessa vinnu hafði ég í þrjár vikur. Það var einn dag, að Pétur kom að máli við mig og spurði, hvort ég væri vanur sjómaður. Sagðist ég lítilsháttar vera bú- inn að kanna hið bláa svið. Þá spurði hann mig, hvort ég væri sjóveikur, og sagðist ég oft hafa fengið að kenna á því. Hann sagði, að það stæði svo á, að sig vantaði einn mann í transport um fjörðinn, að sækja fisk og flytja salt og vörur. Hann kvaðst hafa skipstjóra og 2 Fær- eyinga, en það þyrftu að vera 4 menn við þetta. Ég kvaðst skyldi reyna að fara með þeim. „Ég læt þig þá hætta, ef þú verður sjóveikur,“ sagði hann. Ég þakkaði honum fyrir og sagðist ekki vera vanur slíkri nærgætni. Svo fór ég í trans- portið, og bar eigi á, að ég yrði neitt sjóveikur. Var okkur tekið víða af hinum mesta höfðings- skap, eins og við værum konung- bornar persónur. Seinasta dag- inn fórum við með timburfleka í eftirdragi til Rafnseyrar. Feng- um við logn og smásævi mest af leiðinni. Braut ég eina ár í sókn- inni og var eigi að því fundið, enda voru fleiri árar til. En þeg- ar við vorum orðnir landfastir á Rafnseyri, komu konur að heim- an með feikna pinkla. Þetta var þá kaffi og alls konar góðgæti. Borðuðum við okkur pakksadda, enda orðnir þreyttir og svangir. Þar næst reri ég 12 vikur upp á sama kaup, nema tveggja aura premíu á hvert stykki, sem ég dró, sem náði 12 tommum að lengd, og hálft trosið frítt. Hafði ég fullar 50 kr. og töluvert af lúðu og skötu. Herti ég dálítið af lúðu í reiðanum, því fæðið í landi voru engar kræsingar. Mátti maður gera hvort sem manni lík- aði betur, að fá 4 kr. til vikunn- ar eða 2 sexpunda brauð, 2 pund af kúasmjöri innan í steinbíts- roði, y4 pund af kaffi, V2 rótar- stykki, i/2 pund af sykri og ekk- ert annað. Keypti maður sér fisk, kostaði 5 aura að sjóða á diskinn. Stúlka var höfð til að laga kaffið fyrir 14 karlmenn. Ég var svo heppinn að sofa á móti ekkjufrú. Var hún komin til vits og ára, eitthvað kringum sjötugt. Hún stundaði vask ár eftir ár og gekk alltaf í skinn- sokkum við vaskið. Var hún æði forneskjuleg á að líta í þessum herklæðum. Hún sauð ofan í sig soðninguna á olíuvélargarmi og var rúmteppið matborðið henn- ar. Þar lagði hún frá sér pott- inn og annað, er eldamennsk- unni tilheyrði. Ekki eyddi hún aurunum sínum í viskustykki, en lét bara tungubroddinn hafa fyr ir uppþvottinum, eða þá svuntu- hornið. Síðan lét hún allt kram- ið undir rúmfletið sitt. Ekki bar á því, að hún væri kvellisöm. — Það var hreinasta unun að skrafa við hana, því bæði var hún fróð um marga hluti og vel skynsöm. Þorsteinn skáld Er- lingsson hitti hana að máli þetta sumar, og hafði hann margar sögur upp úr henni. Hafði hann orðið mér samferða vestur um vorið til að safna gömlum sög- um og rímum. Skipið, sem ég stundaði veið- ar á um sumarið, hét Rúna. Vor- um við 9 skipverj arnir. Skip- stjórinn hét Magnús Kristjáns- son. Menn þessir voru allt Arn- firðingar, nema ég. Reyndust þeir mér góðir félagar. Einn þeirra bauð mér í vinnumennsku og átti ég að fá 80 kr. í kaup, þrjú föt og plögg. Átti ég að vera til sjós frá páskum og fram á haust og fá premíu af því, sem ég drægi. Þetta voru kostakjör, en samt hafnaði ég þeim, og mun það hafa verið vegna unnust- unnar, er ég átti heima. — Þeg- ar við hættum fiskveiðunum, settum við skipið í vetrarnaust. Þegar því var lokið, bauð skip- stjórinn okkur til veizlu og var rausnarlega veitt, kaffi, súkku- laði, vindlingar, að ógleymdu viskýinu, sem flóði þarna eins og uppsprettulind upp úr jörðinni. Bar margt á góma við flösku- stútana, og það var skálað og sungið, því margir þessara manna voru raddsterkir og söngmenn góðir. Þá bauðst mér líka næg atvinna, en allt kom fyrir ekki. Ég sat við minn keip, því ég mundi eftir því, sem ég var búinn að lofa. Þar næst var ég settur yfir kvenfólkið eins og um vorið, á meðan vaskið stóð yfir. Voru stúlkurnar rösk- ar við vinnuna. Þær þvoðu vanalega frá 400 og upp í 1400 á dag. Þetta var þó alflatur fiskur, af ýmissri stærð, þó ekki undir 12 tommum. Mer var fengin sama stúlkan til hjálpar, sem ég hafði um vorið. Var það hreinasta kvöl fyrir mig, því þessi stúlka var ímynd ást- ardrauma minna og sú fyrsta, sem heillaði mig. En hvað stoð- aði það. Ég var bundinn mín- um heitum og tryggðrofi vildi ég ekki verða. Ég ásetti mér því að stilla þennan ástarblossa. Svo bættist það við þjáningar mín- ar, að hún tjáði mér hug sinn og sagðist ekki geta verið án mín. — Þá spurði ég hana hvort hún væri engum heitbundin. Kvaðst hún hafa gifzt fyrir 2 árum, en ekki getað til þess hugsað að vera með bónda sín- um lengur, því þeim gæti ekki samið. Ég spurði hana hvar bóndi hennar væri niðurkominn, og sagði hún, að hann væri í sveit, en kæmi bráðum til Arnarfjarð- ar, en hún sagðist ekki fara með honum. Hún kvaðst verða í

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.