Heima er bezt - 01.02.1952, Side 22
54
Heima er bezt
Nr. 2
lit með piltinn, þar sem ígerðin
stóð svo djúpt. Þoldi hún því
enga bið.
Pilturinn spurði mig hvort ég
yæri fáanlegur til að stinga á í-
gerðinni. Ég vissi ekki gerla
hvað gera skyldi. Ég bar ekkert
skynbragð á læknisfræði og
var hálfhræddur um, að mér
myndi mistakast við þetta. Samt
ákvað ég að reyna þetta. Fékk
ég svo léðan Eskilstúna hníf,
því ég hafði heyrt, að í þeim
væri gott stál. Var þetta tví-
blaðasjálfskeiðungur. Brýndi ég
minna blaðið vel og vandlega,
sauð það í vellandi vatni og
gekk síðan inn til piltsins.
Fletti ég síðan ofan af honum
sænginni og tók að rannsaka í-
gerðina, sem var mjög svo ill-
kynja. Datt mér í hug, að ekki
myndi sama hvernig skurður-
inn lægi og ákvað að láta hann
liggja eftir taugunum. Bað ég
síðan guð að stjórna hendi
minni. Lét ég síðan hnífinn
kanna ígerðina og gekk hálft
litla blaðið á kaf í læri hans, en
það bar engan árangur. Brá
mér nokkuð við það, en lét samt
eigi hugfallast. Spurði ég pilt-
inn hvort hann treysti sér til að
afbera aðra stungu og sagði
hann já við því. Notaði ég þá
allt blaðið og skar ofurlítið til
um íeið. En þar með var líka
björninn unninn. Þá gekk út
svo mikið af þykkum greftri, að
ég hef aldrrei séð önnur eins
firn af slíku. — Síðan kreisti
ég sárið þar til ekkert var orðið
eftir og sendi síðan mann til
frúarinnar hans Péturs Þor-
steinssonar og bað hana að lána
mér karbólvatn.' Þvoði ég sár-
ið úr því, og eftir fjóra daga
var pilturinn orðinn góður og
farinn að ganga til vinnu sinn-
ar. Fékk ég mikið lof fyrir þess-
ar læknisaðgerðir mínar.
Nú vík ég að því aftur, er ég
fór með ísafoldinni til Reykja-
víkur. Hafði ég þar skamma
dvöl, en lagði af stað gangandi
heim. Kom ég að Litlu-Tungu
til að heilsa upp á kærustuna.
Stóð þar allt við sama og áður.
Talaðist svo til, að við byrjuðum
búskapinn eftir hálft annað ár.
Síðan fór ég heim að Helluvaði,
knúði þar dyra og kom þar út
stúlka. Spurði ég hana hvort
Jónas væri heima, en hún sagði
að hann væri í réttum, því það
ætti að reka sláturfé daginn
eftir til Reykjavíkur.
Spurði hún mig hver ég væri
og hvar ég ætti heima. Sagði ég
henni til nafns míns og að nafn-
inu til ætti ég hér heima, þó
aldrei hefði ég komið þar fyrr,
og þekkti þar engan nema Jón-
as. —
Jæja, mér var ekki til setunn-
ar boðið. Daginn eftir fór ég
með féð til Reykjavíkur, en var
síðan heima það haust fram að
vertíð. — Nú var kona Einars
Sveinbjarnarsonar í Keflavík,
Guðrún Bjarnadóttir, búin að
fala mig þessa vertíð, því hún
hafði haft mann sjálf. Átti ég
að róa á útveg manns hennar,
og var Sveinbjörn sonur þeirra
formaður á því skipi, sem ég
skyldi róa á. Einnig gerði Einar
út annað skip, að einhverju
leyti, og kemur það síðar við
sögu. Ég spurði Jónas hvort ég
mætti taka þessu boði, en þá
kvaðst hann vera búinn að ráða
mig á skútu í Reykjavík og
heiti hún Valdimar og sé frá
Engey. Skyldi ég vera þar upp á
hálfdrætti. Var það mál svo út-
kljáð. — En rétt áður en ég
lagði af stað suður, dreymdi
mig, að við værum margir
félagar dæmdir til dauða. Vissi
ég þó enga sök á hendur okkar.
Mér fannst að engin von væri að
fá náðun. Varð því þetta svo að
vera. Það átti að hálshöggva
okkur. Við vorum allir staddir í
sama húsi og fannst mér aftök-
urnar vera byrjaðar og búið að
afhöfða tvo. En þegar sá þriðji
var leiddur undir öxina, þá hljóp
ég á dyr til að flýja þessi hræði-
legu örlög. Þegar ég komst út
fyrir húsdyrnar, urðu fyrir mér
ótal stigar, einn upp og annar
niður og komst ég út fyrir þá
alla. Þá sá ég, að á eftir mér
kemur maður, og segir. Fyrst þú
varzt svo duglegur að komast
undan, skaltu líf hljóta og allir
sem eftir eru. Upp frá þessu
vaknaði ég. — En svo með ver-
tíð lagði ég af stað og var með
klyfjahest, sem átti að ganga til
Eyrarbakka. Fór ég ekki lengra
um daginn en að Litlu-Tungu
til að geta kvatt unnustu mína.
Mér varð þá sú skyssa á, á leið-
inni, að hesturinn fór niður um
ís ofan í leirkeldu. Var lítið upp
úr annað en hryggurinn og
höfuðið. Það fyrsta, sem ég gerði,
var að taka af honum klyfjarn-
ar, og þar næst reiðinginn. Svo
fór ég að hugsa mér ráð til að
ná blessaðri skepnunni upp i'ir
þessu kviksyndi, því tilgangs-
laust var að æpa á hjálp, því
langt var til bæjarins. Tek ég
því það ráð að leysa út úr hon-
um beizlið, hnýti því í tagl hests-
ins, bregð því síðan um herðar
mér. Toga ég svo í ferlíkið af
öllum lífs og sálarkröftum, unz
lendarnar komu á skörina, sem
var svo sterk, að hún þoldi
þyngsli hestsins. Þá var líka
þrautin unnin. Eftir það rann
hann upp úr. En ljót var verk-
unin á skepnunni, allur tómur
leir. Svo komst ég með svaðilfar-
ann á áfangastað, fékk gott hús
og skóf úr honum leðjuna, það
sem ég gat. Þar næst töluðum
við kærustupörin okkar laun-
ungarmál, en ekki sagði ég
henni frá mínum ástardraum-
um, er yfir mig komu um sum-
arið, enda var ég búinn að bæla
þá niður að mestu. En hún sagð-
ist hafa haft þungar draumfar-
ir til mín, og vera hrædd um
það, að þettá verði okkar síðasta
samverustund, og grét hún sárt
yfir því.
Oft er ljótur draumur fyrir
litlu efni. Þú skalt ekki setja
þetta fyrir þig, því guð mun
ætla mér lengra líf. En mér
segir svo hugur, að það verði
eitthvað annað en dauðinn sem
aðskilur okkur.
Ég mun aldrei bregðast þér.
En það getur svo margt komið
fyrir, sem ekki er á mannlegu
valdi að ráða við, sagði ég við
hana.
Svo slitum við þessu tali, og
hún sagðist vona, að hún breytti
aldrei svo lífsskoðun sinni, að
hún sliti tryggðum við mig. —
Morguninn eftir fylgdi hún mér
á leið og kvaddi mig með sökn-
uði og fögrum fyrirheitum.
Kom ég svo til höfuðstaðarins
og var þá strax farið að búa sig
til fiskveiða, því allir voru
komnir til vers, sem ráðnir
hofðu verið á skútuna. Voru það
valdir menn, allir á bezta aldri,
utan einn unglingur. Síðan var