Heima er bezt - 01.02.1952, Page 23

Heima er bezt - 01.02.1952, Page 23
Nr. 2 Heima er bezt 55 siglt austur í Eyrarbakkabugt. Skipshöfnin var 23 menn. Hét skipstjórinn Brynjólfur Brynj- ólfssoon frá Engey. Stýrimaður- inn hét Arnór og var frá Akra- nesi, svo var Ólafur frá Grjót- nesi í Kjós, Halldór vinnumaður frá Engey, Kristján frá Flanka- stöðum á Miðnesi, vinnumaður frá Guðmundi á Vatnsleysu- ströndd, Stefán, Runólfur og Sigurbjartur úr Holtahreppi, Guðbrandur úr Landeyjum, Hannes frá Auðsvaðsholti og Magnús úr Holtahreppi. Hinir voru úr Reykjavík, og er ég bú- inn að gleyma nöfnum þeirra. Þegar við komum austur í bugt, var þar austan stormur og krappur sjór. Samt fórum við að reyna að afla okkur til mat- ar. Eftir 3 daga voru komnir sjö hundruð fiskar á skipið; var þá laugardagur. Að morgni sunnudags átti ég frívakt frá 4—7. Var ég á stýrimannsvakt- inni. Vorum við þá allir ræstir út, því leki var kominn að skút- unni og útsynningshvassviðri. Við létum hala áfram með bak- borðsvindi. Skiptust menn nú á að standa við þilfarsdæluna. En hvergi var flóafriður fyrir sjógangi. Áður en nokkurn varði reið yfir okkur feikna sjór, sem hvolfdi sér yfir okkur, og vissi ég hvorki í þennan heim né ann- an, þar til sjórinn var brotinn. Þá lá skipið á hliðinni. Ég hafði lent í stórtalíunni. Var ég þar vel skorðaður. En við mér blasti óhugnanleg sjón: Átta menn voru utanborðs, flæktir í fiski- færunum. Hinir höfðu komist niður í lúkar. Það fyrsta, sem ég gerði, er ég hafði losað mig, var að ná í einn manninn, sem hékk á vaðbaujunni. Náðum við öllum innbyrðis, nema Stefáni Rangæ- ing. Halldór frá Engey slasaðist svo mikið, að hann andaðist eft- ir 3 sólarhringa. — Ég man svo glöggt eftir því, að þegar ég var að klæða mig um morguninn, var Stefán að syngja þessa vísu: Þá straumarnir ýfast og stórviðri hækka, vinir í heiminum fljótlega fækka, flý ég, ó Jesú, til þín. Ég játa það sannlega, að sælt er að flýja til þín. Er hann hafði lokið sálminum, gekk hann upp á þilfar, og eftir nokkrar mínútur var hann kom- inn í hina votu gröf. Eftir að hafa innbyrt mennina, brutum við lunninguna, til þess að skip- ið ætti hægara með að rétta sig við, því saltið kastaðist út í aðra síðuna. Var nú gengið í það að moka því til. Þegar búið var að ganga frá þessu, kom drengur- inn, sem með okkur var, upp á þilfar. Ég sagði honum að fara strax ofan aftur, því það gæti komið sjór og skolað honum út. Og rétt í þessu reis upp sjór, öllu stærri en sá fyrri. Kleif ég aftur eftir skipinu, því ég var í ráða- leysi hvað ég ætti af mér að gera. Næ ég þar í pikkfalinn af messanum. í sama bili reið sjór- inn yfir skipið. Vissi ég ekki af mér meðan á sjóganginum stóð. Þegar hann var afstaðinn, lá skipið á seglum, en til allrar hamingju hafði stórseglið rifn- að, svo að léttara var fyrir skip- ið að rétta sig við aftur. S'vo smá- lyftist það upp, en lengi var það að komast á réttan kjöl aftur. Hafði komið svo mikill sjór í það, að það var mjög mikið sigið. Sjórinn hafði rifið ofan af lest- inni aftur, brotið gluggann í nátthúsinu, sem kallað var, lanternubrettið var sveigt niður á káetukappa. Lestargólfið var sprengt upp, fiskurinn og kist- urnar okkar voru í tómum hræri- graut niðri í lúkar. Kojurnar voru allar í sundur og milligerð- irnar líka að miklu leyti, og 7 menn utanborðs. Vildi þá svo heppilega til, að færaflækjan fylgdi þeim, og gátum við því náð 6 af þeim, af því þeir voru flæktir í færunum. Þeim sjöunda var ekki hægt að bjarga. Nú var tekið til að ausa skipið af öllum mætti, og var ekki um annað að gera en að duga eða drepast. Við ákváðum þá, að eitt skyldi yfir okkur alla ganga. Við stóðum 11 uppi af 23. Hinir voru allir meira eða minna þjakaðir, og þrír sama sem dauðir. Síðan var farið að pæla út sjó- kortið, til að vita, hvar við vær- um staddir. Var veðrið tekið að lægja og í brjóstum okkar kvikn- uðu vonarneistar um að þessar hamfarir höfuðskepnanna væru afstaðnar. Meira get ég ekki sagt ykkur af Sigurbergi Þorbergssyni að sinni, þar sem mig vantar heim- ildir frá honum sjálfum til að fara eftir. Gamli maðurinn er nú staddur í Reykjavík til að leita sér lækninga við sjóndepru, sem þjáð hefur hann um margra ára skeið. Væri óskandi, að vísindin og guð gæfu honum sjónina aft- ur, þvi fjörið og afl hans er ó- skert ennþá, og gæti honum þá auðnast að sigla lengur um hinn bláa sæ, sem hefur verið hans líf og yndi fram til þessa.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.