Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 24

Heima er bezt - 01.02.1952, Síða 24
56 Heima er bezt Nr. 2 Þegar skáld og vísnamenn hafa spreytt sig á að yrkja hestavísur, þá hafa þær flestar verið um gæðinga (reiðhesta), enda þótt segja megi með fullum rétti, að vinnuhestarnir hefðu unnið til þess að hljóta bróðurpartinn af þeim kveðskap. En nú bregður nýrra við, því hér birtast vísur um vinnuhesta eftir hina vel þekktu hestamenn, Gísla Jónsson frá Stóradal og Jón Pétursson frá Nautabúi. VINNUHESTAR MÍNIR. Öllum klárum ann ég þeim, upp þeir skáru framann, mitt sem Uáru’ í búið heim byrðar árum saman. HÉÐINN. Verkhestur varð bráðdauður hjá túngarði, er hann hafði velt sér. Tvær fyrstu vísurnar kveðn- ar, er höf. sá hvernig komið var: Eftir því, sem œvin dvln, einatt fjölga sárin. Þarna barstu beinin þín, blessaður rauði klárinn. Aldrei betra hafði’ eg hjú, hlýt því þig að trega, þú hefur mikla björg í bú borið snilldarlega. Alltaf sýndir sama dug, sumir þurfa minna, þó að ára tvennan tug talsvert þyrftir vinna. Þegar liggja þótti’ á mest þér var gjarnt að ota, þá var gott að hafa hest hægt l allt að nota. Þú að værir vinnufœr vel það skilizt getur: mœldist yfir álnir tvœr átta tommum betur. Þóttú værir þetta tröll, þyrftir margt að gera, bygging þín og útsjón öll af samt þótti bera. Orkan, hún var eftir vild eins að bera’ og draga: baggana þú barst með snilld, bönd ei þurfti’ að laga. Það var einatt ágizkað, ekki mælt né vegið, hvað gazt mikið heim í hlað hól upp brattan dregið. Ekki sóttirðu’ á það mest undan brekku’ að slaga, þó að hart nær hálfa lest hefðir þú að draga. Fyrir aksturs afrekin einkum varstu frœgur, var þó reiðar-vilji þinn viðfelldinn og þœgur. Þóttú hefðir harðan gang hraður varstu á fœti. Höfuð barstu hátt í fang, henti þig sjaldan leti. Þó að yrði endirinn öðruvísi en skyldi. Hafðu þakkir, Héðinn minn, hesturinn burðagildi. GÍSLI JÓNSSON frá Stóra-Dal. Allt mér veittu óhindrað, orku neyttu hljóðir. Kepptu þreyttir heim í hlað, hrjáðir, sveittir, móðir. Bús við herkjur brugðu hátt burðamerkjum sínum, tóku sterkan þarfa þátt þrátt í verkum mínum. Kröppu skóna skar af mér skeifnaljóma fjöldinn, bragartóna telja ber trúrra þjóna gjöldin. JÓN PÉTURSSON frá Nautabúi. Svo er hér að lokum vísa um vagnhest, eftir góðskáldið Kristján Samsonarson á Bugðu- stöðum í Miðdölum: Þínu af gagni greiðist flest, gang þó bragnar lái. Þú hefur vagni vanizt mest vinur sagnafái. KRISTJÁN SAMSONARSON frá Bugðustöðum.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.