Heima er bezt - 01.02.1952, Page 25
Nr. 2
Heima ER BE'ZT
57
ÞÓRDlSARÞÁTTUR
ÞÓRDÍS í HVAMMI var fædd
1825 á Hjálmstöðum í Laugar-
dal. Hún þótti sérstaklega
heppin og dugleg yfirsetukona.
Ekki hef ég heyrt hvenær hún
byrjaði það starf, en það var
fyrir mitt minni, og líklega áð-
ur en farið var að launa yfir-
setukonur. En laun ljósmæðra
voru lítil framan af, 40 kr. árs-
launin og svo einhver þóknun
fyrir að sitja yfir konum. Og
munu flestir hafa borgað það,
sem gátu vegna fátæktar. Mað-
ur Þórdísar hét Jón og bjuggu
þau í Hvammi í Ölfusi. Ljós-
móðurumdæmi Þórdísar mun
hafa verið Ölfushreppur austan
Varmár. En önnur var samtíða
henni vestan Varmár. Oft var
Þórdísar vitjað út fyrir umdæmi
hennar, upp í Grafning og víð-
ar að. Því bæði hafði hún al-
mennt traust, sem heppin ljós-
móðir og dugleg að ferðast, bæði
gangandi og ríðandi. Ekki
heyrði ég annars getið en þau
Jón, maður hennar, og hún hafi
komizt vel af fyrir sig efnalega.
Þau voru víst bjargálna sem
kallað var. Nokkuð var það, að
Þórdís bjó nokkur ár með son-
um sínum eftir að maður henn-
ar dó. En það hefði hún ekki
getað, ef þau hefðu verið bláfá-
tæk, nema með sveitarstyrk. En
af sveit þáði hún aldrei nema
ef það hefur verið eitthvað lítið
rétt áður en hún dó, síðasta
missirið eða svo.
Ég man vel eftir Þórdísi og
talaði oft við hana, og hún kom
nokkrum sinnum til foreldra
minna í Hlíð í Grafningi. Hún
var að eðlisfari gáfuð kona og
talsvert lesin. En hún bar þess
augljós merki, að hún var alin
upp við 18. aldar menningu.
Hún var ræðin og skemmtilegt
að tala við hana. En þó laus við
að vera málskrafsmikil eins og
sumar konur voru kallaðar. Hún
var bæði fróð og minnug um
marga hluti, bæði um það, sem
hún hafði heyrt og lesið. Orð-
heppin þótti hún og gat stund-
um verið bituryrt. En aldrei
heyrði ég talað um, að það hafi
komið fyrir, að hún hafi reiðst
svo á bæri. Ef henni mislíkaði
við einhvern, þá stakk hún upp í
þann með stuttri setningu, og
þar með féll talið niður. Aldrei
heyrði ég, að hún hafi lent í
orðasennu við neinn. 1879 urðu
prestaskipti í Arnarbæli. Séra
Páll Matthíasson hætti prest-
skap. En séra ísleifur Gíslason
tók við brauðinu. Síðustu ár
séra Páls í Arnarbæli var sonur
hans, séra Jens, aðstoðarprestur
hjá honum. Séra Jens og þeir
feðgar báðir voru vinsælir og
vel látnir og vildu Ölfusingar
helzt að séra Jens tæki við
brauðinu af föður sínum, en þá
voru engin prestkosningalög til.
Heldur var prestum veitt
prestaköllin eftir embættis-
aldri og öðrum verðleikum sem
kallað var. Út af þessu var séra
ísleifi tekið með kaldri kurteisi
þegar hann kom. Svo var ann-
að. Lögin um barnafræðslu
gengu í gildi skömmu síðar. Og
séra ísleifur hafði áhuga fyrir
bættri og meiri fræðslu en verið
hafði. Hann gekkst fyrir því, að
skólahús var byggt í hreppn-
um, og var það eins og gengur
misjafnlega séð af sumum. Þótti
bæði kostnaðarsamt og jafnvel
sum,um óþarft og gagnslaust.
En fleiri voru þeir nú samt sem
voru þessu fylgjandi, og skól-
inn mun hafa starfað á meðan
séra ísleifur lifði. En séra ís-
leifur skipti sér af fleiru en
fræðslumálum. Hann hafði á-
huga fyrir heilbrigðismálum og
öllum málum, sem hann hélt að
væru til þjóðþrifa. Þetta áttu
Ölfusingar erfiðara með að
skilja en nokkurntíma lögin um
að börnum væri kennt að skrifa
og reikna. Þórdís í Hvammi varð
fyrir þessari umbótaviðleitni
séra ísleifs einna mest vegna
þess að hún var ljósmóðir. Þó
hún væri heppin ljósmóðir, þá
var hún aldrei þrifin eða hrein-
leg. En það gat séra ísleifur
ekki liðið, að ljósmóðir væri
sóði. Hann vildi því láta hana
segja af sér og hætta þeim
starfa. En hún var nú ekki á því.
Þá mun hann hafa kært hana
fyrir sýslunefnd. Nokkuð var
það, að sýslumaður rannsakaði
málið. Þórdís safnaði fjölda af
vottorðum um hæfni sína,
bæði frá konum, sem hún
hafði setið yfir og frá hér-
aðslækni. Ég sá sumt af þessum
vottorðum. Þau sem ég sá, voru
öll á einn veg, báru henni góð-
an vitnisburð um hjálp og ná-
kvæmni. En hreinlæti var ekki
nefnt í neinu þeirra. Út af þessu
þrasi varð mikið umtal í sveit-
inni og lögðu margir það út á
verri veg af prestsins hálfu að
ráðast á fátæka kerlingu, og
þótti hann ráðast þar á .garð-
inn, sem hann var lægstur.
Þórdísi féll þetta líka illa, sem
von var, því auðvitað var hún
sæmilega hreinleg frá eigin
sjónarmiði og aldrei hafði hlot-
izt illt af sóðaskap hennar og
heilsugóð var hún. En endirinn
varð sá, að Þórdís var látin
hætta starfinu, en þó ekki svift
réttinum að mega sitja yfir
konum. En þegar þetta var um
garð gengið, útvegaði séra ísleif-
ur henni hæstu eftirlaun úr
sýslusjóði, sem uppgjafa ljós-
mæðrum voru þá greidd. Þetta
lögðu sumir þannig út, að prest-
urinn hefði fengið samvizkubit
og viljað með þessu bæta fyrir
synd sýna. Um sömu mundir
erfði Þórdís 600 kr. og heyrði ég
sagt, að séra ísleifur hefði að-
stoðað hana í því að ná þeim
arfi. Þá peninga lánaði hún
honum, og svo sættust þau heil-
um sáttum og mun hann hafa
litið eftir því, að hún hefði
nægilegt við að lifa meðan
hans naut við. Enda heyrðist
Þórdís aldrei hafa annað en gott
um séra ísleif að segja eftir
þetta. En á meðan á málinu
stóð, kallaði hún hann aldrei
annað en prestsskrattann, þeg-
ar hún minntist á hann. Fyrsta
haustið eftir það að hún hætti
ljósmóðurstörfum, kom séra ís-
leifur til hennar í húsvitjunar-