Heima er bezt - 01.02.1952, Page 26

Heima er bezt - 01.02.1952, Page 26
58 Heima ER BE'ZT Nr. 2 ferð eins og hann gerði jafnan. Þá bjó hún ein í gamalli bað- stofu og var þar ekkert fleira fólk. Þá vildi hann fá að sjá matarforða þann, sem hún átti og þótti honum það lítill vetrar- forði og sagði, að hún þyrfti í viðbót sem svaraði hestburði af mat, og skyldi hún koma til sín. hann mundi eitthvað greiða fyrir henni. Þetta heyrði ég Þór- dísi segja sjálfa. En hún sagðist hafa sagt, að það mundi lítið þýða fyrir sig að fara gang- andi fram að Arnarbæli og ætla að sækja klyfjar af mat. Hún gæti ekki borið það, því engan ætti hún hestinn En heldur þótti henni þetta nú samt hugulsemi af prestinum, því hún sagðist hafa reynt það veturinn áður, hvað það var að hafa lítið að borða, en ekki væri hún birgari núna heldur en hún hefði verið í fyrrahaust. Nokkru eftir þetta sama haust- ið, var ég um tíma í Arnar- bæli. Og þá kom Þórdís þar. Ég talaði ekkert við hana þá. Hún stóð stundarkorn við, og ég sá prestinn fylgja henni út á hlað og þar kvaddi hún hann og þakkaði honum fyrir sig um leið. Hún fór með eitt- hvað í poka, sem mér sýndist vera hæfileg byrði fyrir hana. Ég bæði sá það og heyrði, þegar þau kvöddust, að þau voru al- sátt. Því þau voru bæði þannig skapi farin, að maður þekkti það á hreimnum í málrómnum hvort þeim líkaði vel eöa miður. Ég hefi nú ímyndað mér, að grundvöllurinn að sættinni hafi verið lagður, þegar hann hús- vitjaði hjá henni. En gengið frá henni til fulls þegar hún heimsótti hann í þetta inn. Einhvernvegin var það nú svo, eftir að Þórdís var ekki ljósmóðir lengur, en önnur skipuð í hennar stað, að hún var fremur lítið sótt, þó hafði sú, sem kom í hennar stað, ekki mikið orð á sér sem yfirsetu- kona. En Þórdís var furðu nær- færin um það, hvar barnsvon var og hvenær þyrfti að sækja yfirsetukonuna. Það hittist furðu oft svo á, að hún var á ferð rétt um þær mundir á þeim bæ, sem konan þurfti á yfirsetu- konu að halda eða þá á næsta bæ. Og þegar það var svo, þótti sjálfsagt að biðja hana að sitja yfir, enda stóð ekki á henni aö gera það. Þórdís var tæplega meðal- kvenmaður á vöxt og vel vaxin, hefur verið snotur að yfirlitum á yngri árum. En tvennt var það, sem lýtti hana í andliti á efri árum. Augnalokin voru rauð og bólgin, og hitt annað, að henni fór að vaxa skegg, og það svo mikið, að hún varð að láta raka sig við og við. Henni leiddist þetta hvorttveggja. Þó þótti henni öllu verra með skeggið. Hún sagðist minna fást um það, þó hún væri rauðeygð, því hún væri hætt að hugsa um það, hvort piltunum litist á sig eða ekki. En sjóninni sagðist hún halda við með því að þvo augun úr tæru lindarvatni fast við uppsprettuna. En það yrði að gerast á morgnana snemma áður en fugl flygi yfir vatnið. Það sagðist hún geta oft á sumr- in en sjaldnar á vetrum, enda væri hún þá jafnan rauðeygð- ari og verri í augunum. En að raka sig, átti hún erfiðara með, hún sagðist ekki hafa lag á því sjálf og verða að biðja aðra að gera það, og það sagði hún að sér leiddist og drógst það því stundum nokkuð lengi. En þá klippti hún lengstu kampana. Þórdís fékkst nokkuð við lækn- ingar, eins og þá var títt um ljósmæður. Lítið lét hún úti af meðölum, en ráðlagði að drekka af ýmsum grösum eftir því sem hún taldi við eiga, og setti á Þátturinn af Þórdísi í Hvammi er að ýmsu leyti athyglisverður. Þar er brugðið upp skýrri mynd af sérstœðum persónuleika, og þó að sumt í honum veki ef til vill nokkra furðu hjá þeirri kynslóð, sem er alin upp við aðstœður nútímans, verður hann um leið góð lýsing á . hugsunarhcetti fyrri tíma fólks, og verður aldrei neinn dómur á slíkt lagður, nema með þvl að setja sig inn i hugsunar- hátt þess tlma, er viðhurð- irnir gerast. V______________________________- blóðhorn og blóðkoppa, og tók fólki blóð eins og þá var al- gengur siður. Ég sá hana einu sinni taka konu blóð við ein- hverjum kvilla. Hún tók henni blóð þannig, að hún lét sjúkling- inn standa niðri í volgu vatni. og sló æðina á ristinni. Hún sagði, að blóðtakan væri til bóta. þegar svo stæði á, að annað- hvort væri vindur í æðunum eða óhreinindi i blóðinu. Þetta losnaði sjúklingurinn við þegar honum væri tekið blóð, ef veik- indin stöfuðu af því, að ein- hverju eða öllu leyti. Eins og fyrr segir, bjó Þórdís fyrst eftir það að maður hennar dó, (sem mun hafa verið 1879) með sonum sínum. Þeir voru 3. Nikulás elztur, Einar og Ingvar sem mig minnir að væri yngstur. Þeir voru alir innan við tvítugt, þegar faðir þeirra dó. Ingvar var fáviti og varð aldrei skýrt talandi. Hljóp hann oft frá bæn- um svo enginn vissi, eitthvað út um sveitina. Hann gerði eng- um mein, en sótti í að káfa 1 stundaklukkum, og það kom fyrir, að hann skemmdi þær, ef svo hittist á, að hann kom á bæ þar sem enginn var í baðstof- unni þegar hann kom. Þá var hann stundum búinn að taka klukkuna að einhverju leyti í sundur, þegar að var komið. En sá var háttur hans, að þegar hann varð þess var, að klukkan hætti að ganga, þá rak hann upp hljóð — orgaði — svo ef nokkur var í bænum, þá heyrð- ist til hans og þá vissu allir hver kominn var, og komið í veg fyrir frekari skemmdir. Þau urðu æfilok Ingvars, aö hann varð úti í síðustu ferðinni. Fór síðast frá Króki í Grafningi og ætlaði að Ölfusvatni. Á milli þessara bæja er um y2 tíma gangur. Snjór var nokkur en gangfæri gott. Stuttu eftir að Ingvar fór frá Króki, skall skyndilega á norðan bylur með ofsaveðri. Var þá strax sendur maður á eftir honum frá Króki, sem átti að ná í hann ef þess væri kostur. Maður þessi komst við illan leik að Ölfusvatni. Hitti fyrir móhrauk, sem hann þekkti og vissi að var skammt frá bænum, og fyrir það atvik Framh. á bls. 60.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.